Fyrirlestur: Dr. Warren Farrell: Boys to Men: Beyond the Boys’ Crisis

Drengjakrísan er viðfangsefni Dr. Warren Farrell í þessum fyrirlestri sem haldinn var á málþinginu Boys to Men: Beyond the Boy’s Crisis. Málþingið var skipulagt af Canadian Association for Equality (CAFE) og haldið við Háskólann í Toronto þann 16. nóvember sl.

Dr. Farrell er einn fremsti baráttumaður fyrir réttindum karla í heiminum í dag en hann er höfundur bóka eins og The Myth of Male Power og Why Men Earn More. Þeir sem þekkja til hans vita að hér fer maður sem hefur einstakt lag á að setja fram skoðanir sínar á mildilegan máta og hvergi er hægt að standa hann að fyrirlitningu í garð kvenna eða femínista. Farrell er enda fyrst og fremst mannvinur.

Femínisti brettir upp á nefið og hrínir.

Femínisti fettir upp á nefið og hrínir fyrir utan ráðstefnuhúsið.

Þeim sem ekki hafa áttað sig á að hreyfing femínista hýsir að einhverju leyti hreina brjálæðinga, kann því að koma það á óvart hver urðu viðbrögð femínista við ráðstefnunni. Um hundrað femínistar sem nema við Háskólann í Toronto, mættu fyrir utan ráðstefnuhúsið og gerðu hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir að málþingið gæti farið fram. Þetta gerðu þeir með ógnandi og hreinlega ofbeldisfullri framkomu.

Hvers vegna? Vegna þess að fyrirlesturinn sem þið sjáið hér, skilgreina femínistarnir sem hatursorðræðu.

Ég skrifaði lauslega um þetta upphlaup um daginn en þeir sem vilja sjá hið sanna andlit öfgafullra forréttindafemínsta bendi ég á þetta stutta myndskeið af átökum femínista við lögreglu og fréttaskýringu kanadísku fréttastöðvarinnar Sun News af atvikinu en þar er einnig tekið viðtal við Warren Farrell.

Vegna tilrauna femínista til að koma í veg fyrir ráðstefnuna byrjar myndbandið á óformlegum fyrirspurnartíma sem Farrell bætti inn í á meðan hluta áheyrenda hafði verið meinuð innganga af femínistunum. Hinn eiginlegi fyrirlestur hefst á 32. mínútu en tíma áhugasamra væri þó vel varið í að hlýða á fyrirspurnartímann einnig.

Ég bið svo að heilsa öllum þeim sem segja að ekkert sé til sem kalla mætti öfgafemínisma.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

2 athugasemdir á “Fyrirlestur: Dr. Warren Farrell: Boys to Men: Beyond the Boys’ Crisis”

  1. Ingimundur Says:

    Afar áhugaverður fyrirlestur þarna hjá Farrel, og hef ég þó ekki náð að hlusta á hann allann. Það sem gerir fyrirlesturinn verulega áhugverðann er frá hversu mörgum sjónarhornum Farrel nálgast viðfangsefnið og hvaða vandamál hann telur vera að birtast og munu birtast í samfélögum okkar mannveranna. Það er einnig ánægjulegt að heyra að hann gefur amk ábendingar um hvernig vinna megi að lausn vandans. Takk Sigurður fyrir ábendingu um þennann áhugaverða fyrirlesara.

  2. Sigurður Says:

    Já þetta er nú eitt sérkenna Farrells, hann er málefnalegur og vandar til verka. Það er umhugsunarvert að fundist hafi 100 femínistar við Háskólann í Toronto sem voru tilbúnir að reyna að koma í veg fyrir þennan fyrirlestur með ofbeldisfullum mótmælum.

    Ég verð vonandi með annan fyrirlestur frá honum fljótlega og svo er hann með nýja bók í undirbúningi einmitt um drengjakrísuna.

%d bloggurum líkar þetta: