Knúz?

9.12.2012

Blogg

Eftirfarandi eru hin fallegu einkunnarorð femíníska vefritsins knuz.is: „Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll“. Ekki amalegt þetta.

Þann 5. des. sl. birti knúz.is greinina „Þú hefur rangt fyrir þér“ eftir Ingólf Gíslason. Greinin innihélt tvær myndir.

Þessa:

karlmenn eru asnar

Og þessa hérna:

mansplain

Ég fékk þessar myndir sendar sem ábendingu fyrir vefinn konur sem hata karla. Rétt eins og sendanda, fannst mér þetta myndaval til marks um stæka karlfyrirlitningu. Mér fannst þetta kalla á svör, einkum vegna þess að aðstandendur Knúzzins gefa sig út fyrir að vera talsmenn æðri gilda.

Í ritstjórn Knúzzins situr sjálf Hildur Lilliendahl ásamt öðrum. Þeir sem til hennar þekkja vita að hún á til að senda þeim bréf, sem gerst hafa sekir um að fara í taugarnar á henni. Þá hefur Hildur um skeið safnað saman dæmum um kvenfyrirlitningu sem hún birtir á vef sínum karlar sem hata konur.

Vitandi ekkert um formkröfur sem hinir vammlausu siðferðispostular knúzzins gera til svona erinda, formaði ég erindi mitt, til öryggis, eins nálægt erindi sem Hildur hafði sjálf nýlega sent Hilmari Oddssyni hjá Kvikmyndaskóla Íslands. Það gerði hún einmitt fyrir hönd ritstjórnar Knúzzins.

Erindi mitt var svohljóðandi:

„Ágæta Hildur Lilliendahl,

Til mín hefur leitað karlmaður sem er gróflega misboðið vegna tveggja mynda sem hann rakst á í grein sem hann las nýlega á vefnum knúz.is.

Önnur myndin sýnir karlmann með vísifingur á lofti við texta sem segir „I think you are mistaken, allow me to mansplain“. Þetta gæti útlaggst sem „ég held að þú hafir rangt fyrir þér, leyfðu mér að hrútskýra“.

Á hinni myndinni sem um ræðir gefur að líta teikningu af karlmanni við textann „Being an asshole is all part of my manly essence“. Þetta gæti útlaggst sem „Að vera asni liggur í kjarna karlmennsku minnar“. 

Maðurinn kveðst upplifa myndirnar sem skilaboð um að skoðanir hans séu einskis virði vegna þess að hann er karlmaður og að hann sé ekki velkominn í kynjaumræðuna. Gengst ritstjórn Knúz.is við því að höfundur greinarinnar, Ingólfur Gíslason, hafi hér farið langt yfir strikið í karlfyrirlitningarhlöðnum boðskap sínum? Er ritstjórnin tilbúin að viðurkenna að þetta sé hatursfullur boðskapur? Einkum þegar vísað er til þess að karlar séu asnar eða hrútar (sbr. hrútskýra e. mansplain)?

Með myndunum er gefið til kynna að karlkyns þátttakendur í kynjaumræðunni séu skepnur, og sem slíkir fyrst og fremst viðföng femínista sem vilji hæða þá og smætta niður í líffræðilegt kyn sitt þegar þeir tjá skoðanir sínar séu þær femínistum ekki þóknanlegar. Er þetta sú mynd sem þú vilt draga upp af vefriti þínu? Nú má ljóst vera að bæði karlkyns og kvenkyns lesendum vefritisins er verulega misboðið og það hafa komið fram kvartanir í athugasemdakerfinu sem höfundur greinarinnar gerir lítið úr. Því spyr ég; hver eru þín viðbrögð? Hvernig bregst þú við því að lesendum vefritsins líði illa vegna opinberra tilvísana í karla sem skepnur og niðurlægingar þeirra af hendi greinarhöfundar?

Með ósk um snör viðbrögð,

Sigurður Jónsson“

Það er skemmst frá því að segja að Hildur vék sér undan því að svara þessum spurningum og vísaði á netfang ritstjórnar. Einhver, sem skrifaði undir svarið sem „Ritstjórn Knúz.is“ vék sér svo einnig undan því að svara erindinu efnislega.

Knúz?

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

19 athugasemdir á “Knúz?”

 1. Einar Steingrimsson Says:

  Geturðu birt svarpóstana?

 2. Ingimundur Says:

  Hm, Sigurður, geturðu ekki fengið leyfi þess sem ritaði undir f.h. ritstjórnar Knuz.is og birt svarið?

 3. Sigurður Says:

  Já já, því ekki það. Þetta efni er ekki þess eðlis að það ætti að koma illa við knúzarana.

  Hildur svarar:

  Ingólfur Gíslason situr sjálfur í ritstjórn, liggur ekki beinast við að tala við hann?

  Ég svara:

  Alls ekki. Ég vildi ekki að hann yrði dómari í eigin máli. Þú hefur sýnt heilbrigð viðhorf í baráttu þinni gegn kvenfyrirlitningu svo ég treysti þér betur.

  Hildur svarar:

  Nú, ertu að ávarpa mig sem femínista en ekki ritstjórnarmann eða ábyrgðarmann á þessari grein?

  Ég svara:

  Fyrirspurnin er fram komin og ég hef engu við hana að bæta. Nú bíð ég og sé hvort þú svarar henni sem ritstjóri vefritsins.

  Hildur svarar:

  Sem meðlimur í ritstjórn vefritsins bendi ég á höfund greinarinnar, sem sjálfur situr í ritstjórn. Viljirðu ávarpa hann sérstaklega er þér það velkomið, annars komum við fram sem einn maður og þú getur haft samband við okkur í gegnum ritstjorn@knuz.is.

  Kv.,
  Hildur

  Ég svara (nú ritstjórn):

  Sjá áframsent erindi.

  kv. Sigurður

  Ritstjórn svarar:

  Komdu sæll Sigurður,
  Ritstjórn Knúzzins hefur tekið fyrir erindi þitt sem varðar fyrirspurn
  frá öðrum manni sem þykir sér misboðið vegna myndskreytinga við grein
  sem birtist á Knúzinu í vikunni. Ritstjórnin bendir á að manninum
  stendur til boða að koma upplifunum og viðbrögðum af greinum og myndum
  á framfæri í athugasemdum við greinar, svo og á Facebook síðu
  Knúzzins. Ritstjórnin hyggst ekki aðhafast frekar í málinu.

  Virðingarfyllst, ritstjórn Knúz.is.

  Semsagt engri spurningu svarað sem fram kom í fyrirspurninni né heldur er afstaða tekin til umkvörtunarefnisins.

  Í mínum huga skýrt dæmi um tvöfallt siðgæði forréttindafemínista en aðrir geta dæmt fyrir sjálfa sig.

  • Eva Hauksdóttir Says:

   Þú verður að athuga það að þegar Hildur hefur samband við Kvikmyndaskólann til að koma á framfæri kvörtunum, þá er hún að tala fyrir litlar, varnarlausar konur sem þurfa annaðhvort karlmann eða þá sterkan feminista til að tala fyrir sig. Þegar þú sendir inn kvörtun til Knúzsins, ertu hinsvegar að tala fyrir karlmenn, sem eru algerlega einfærir um að tala fyrir sig sjálfir.

  • Ingimundur Says:

   Dæs, ábyrgðarleysi ritstjórnar Knuz.is með að krefjast þess að ritstjórnarmeðlimur dæmi um eigin sök sýnir mér eiginlega að ritstjórnin vill ekki taka þátt í samfélagi okkar allra þar sem mið er tekið af réttarvenjum um hvenær um vanhæfni er að ræða heldur vilji breyta samfélaginu í aðra átt. Ég á reyndar erfitt með að Ingólfur sjálfur telji eðlilegt að hann svari sjálfur fyrirspurn þinni til ritstjórnar og mælist því til Sigurður að þú sendir honum beiðni um að aðrir í ritstjórn Knuz.is taki erindi þitt fyrir hendur, því ekki vilji hann vera vændur um vanhæfni.

  • Ingimundur Says:

   Koma athugasemdum á framfæri á facebook síðu Knuz.is segir í svarskeyti til SJ. Ég leit á fésbókarsíðu Knuz.is og þar segir eftirfarandi í haus: „Knúz.is er öfgajafnréttis- og hryðjumannréttindasíða. Sendu okkur grein og taktu þátt í umræðum“. Hvort heldur sem þetta var sett inn af ritstjórn eða öðrum þá sýnist mér „öfga“ eiga við bloggið á fésbókarsíðunni. Þar er í besta falli lagt út af einni frétt af veraldarvefnum og ein athugasemd þar sem tekið er undir ályktunina.
   Skiptir það einhverju máli? Tja, ég hef áhyggjur af þeim fjölda manns sem tekur upp þau viðhorf sem þarna birtast og áhrif af þeim sem sjá má og mun sjá í slíku tilfelli á lagasetningu okkar hér.

 4. Ingimar Oddsson Says:

  Þegar fólk upphefur sjálft sig með því að tala niðrandi um aðra er einmitt þegar það hefur ekkert lengur fram að færa og umræðan snýst um keppni en ekki lausnir. Mér þykir margir sem halda uppi „skoðunum“ feminista hafa lagst ofan í drullupollinn með þeim sem lægst standa í vitsmunalegri umræðu, ungum karlrembum sem hafa það að skemmtun að „hrekkja“ femínista með ógeðisorðum sem ættu að vera álitin merkingalaust bull.
  Hótanir og persónulegt níð, fordómar gagnvart einstaklingum eða hópum, þekkingarleysi og skilningsleysi er hafið upp í umræðunni og blásið út á meðan málefnaleg umræða drukknar í forinni.
  Tilgangurinn „að kasta sprengjum til að skapa umræðu“ missir algerlega marks og gerir aðeins lítið úr málflutningi þeirra sem hafa eitthvað fram að færa.

 5. Hildur Lilliendahl (@snilldur) Says:

  Ég ætla að byrja á því að taka fram að ég er að tala sem Hildur. Ekki sem ritstjórn vefritsins og ekki sem fulltrúi í ritstjórn vefritsins.

  En mér finnst raunverulega hlægilegt að maður sem við þekkjum engin deili á og kemur ekki fram undir nokkru rekjanlegu nafni, kvarti fyrir hönd annars ónafngreinds manns yfir túlkun sinni (heldur frjálslegri) á íslenskri þýðingu sinni (og það helvíti frjálslegri) á myndatexta í grein sem er skrifuð og birt undir fullu og vel rekjanlegu nafni og ætlist til að vera tekinn alvarlega og fá formleg svör.

  Þetta er ekki síst hlægilegt í ljósi þess að nafnlaus maður nr. 1 hefur dundað sér við það í að verða ár að níða mig opinberlega, skrifa um mig handahófskenndar bloggfærslur á að minnsta kosti tveimur stöðum, halda uppi nokkuð stöðugum áróðri gegn mér án þess að þora að gangast við honum undir nafni. Áróðri sem er í besta falli vandræðalegur, ég man ekki til þess að það hafi gerst nema í max einu sinni eða tvisvar að mér hafi þótt ástæða til að svara þessu bulli (og er þó pexnáttúra mín ekki beinlínis undir meðallagi).

  Ég tek ekki ákvarðanir fyrir ritstjórnina. Við tökum sameiginlegar ákvarðanir. Að sjálfsögðu svara ég ekki persónulega pósti sem er ætlaður ritstjórn. Í þessu tilfelli fórum við í sameiningu yfir málið og komumst að þeirri niðurstöðu að þetta væri samtal sem viðkomandi nafnlausi kvartari fyrir hönd annars nafnlauss kvartara gæti tekið við okkur, eða hvern þann sem nennti að svara, opinberlega.

  Að halda því fram að það sé sambærilegt við nemendur sem líður illa undir kynferðislegu framferði starfsmanns í skóla er djók. Það hefur ekkert að gera með það, Eva Hauksdóttir, að ég tali fyrir litlar eða varnarlausar konur. Mér finnst andstyggilegt að sjá þetta frá þér. Bréfið til Kvikmyndaskólans var skrifað eftir að mér barst ósk frá nemendum (af báðum kynjum, mind you) um að taka málið upp opinberlega. Nemendurnir höfðu reynt að taka slaginn innan skólans og uppskorið niðurlægingu. Það er ekki auðvelt að fara í siðferðisstríð við fólkið sem gefur þér einkunnir. Þetta er ómaklegt.

  • Sigurður Says:

   Þær eru margar formkröfurnar sem þú gerir til fólks svo það geti eða megi tjá sig. Sá sem sendi mér myndirnar vildi kannski ekki stinga hausnum út um gluggann vitandi hvurslags árásum hann gæti orðið fyrir af ykkar hendi. Ég býð honum að setja inn athugasemd hér ef hann sér þetta og kærir sig um.

   Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þú dróttar að því að ég sé ekki til. Furðuleg tilhneyging og svo er ekki laust við að það fari um mig að það pirri þig að hafa ekki getað rakið nafn mitt eins og þú orðar það.

   Varðandi það að ég níði þig eins og þú orðar það, þá myndi ég í þínum sporum fara varlega í slíkar yfirlýsingar. Ég hef nefninlega eftirlátið þér að stika völlinn. Þú sendir Heimi má ærumeiðandi bréf og sendi þér nánast samhljóða bréf. Þú sendir Hilmari Oddssyni frekjulegt bréf og ég sendi þér nánast samhljóða bréf í kjölfarið. Þrátt fyrir að bréfin séu skrifuð eftir þinni eigin forskrift átt þú ekki orð yfir heimskulegheitunum þegar einhver annar gerir þetta og finnst bara algjör óþarfi að svara.

   Restin af skrifum mínum sem teljast innblásin af þér eru lítið annað en úrklippur af bloggi þínu og ummælum á netinu sem mér finnst lýsa karlfyrirlitningu. Ég fékk hugmyndina að slíkri söfnun frá þér og geng ekki lengra en þú í því. Nú heitir það semsagt níð af því að það beinist gegn þér en eitthvað allt annað þegar þú safnar ummælum annara og póstar á internetið. Ég bendi á að þú hýsir á bloggi þínu sviðsetta mynd af konu sem hefur aflimað karlmann undir yfirskriftinni „Jessss!“. Aðra sem sýnir konu útskýra fyrir dóttur sinni að hún taki sérstök lyf þar sem pabbi hennar sé „dick“ og enn aðra mynd í svipuðum anda og var hér til umræðu þar sem þú nafngreinir karlmann og tileinkar honum myndina. Þú vilt væntanlega ekki kalla það níð heldur.

   Mér finnst þú oft sýna karlfyrirlitningu og mér finnst barátta þín vera hatursdrifin. Það er mitt mat og þú verður að búa við það að fólk myndi sér skoðun á þínum aðferðum eins og aðrir, þetta er frelsi sem þú nýtir þér sjálf í hvívetna.

   Ég berst gegn forréttindafemínisma og þar með karlfyrirlitningu og af þeim sökum mun manneskja sem stendur í framvarðarsveit forréttindafemínisma og aðgerðir hennar oft vera hér til umræðu Ekkert persónulegt.

 6. Hildur Lilliendahl (@snilldur) Says:

  Nú, ef þú ert til, skammast þín ekkert fyrir þessi skrif og heitir raunverulega Sigurður Jónsson, er þá eitthvað því til fyrirstöðu að þú gefir mér kennitöluna þína?

  • Halldór Says:

   Ég vildi fremur að hann gerði það ekki, því hans skrif dæmast ekki af því hver hann er eða hvar hann býr eða hvað hann hefur gert. Ef þú vilt koma fram undir nafni, mynd og kennitölu þá er það þitt mál, en hans skrif eru ekkert minna innihalds bara útaf því að þú veist ekki hvar hann býr eða af hverjum hann er kominn.

   Hann ætti ekki að svara þessu, því þetta er algjör red herring.

  • Einar Steingrimsson Says:

   Hildur: Hvaða máli skiptir hvort kennitala þessa manns er gerð opinber? Ég myndi skilja það ef hann væri með rætnar persónulegar árásir á fólk, en ég hef bara aldrei séð slíkt.

   Mér finnst þetta reyndar áhugaverð spurning almennt séð, af hverju við erum flest svona forvitin um persónulega hagi fólks sem tjáir sig opinberlega. En, ég sé ekki af hverju það ætti að skipta máli varðandi sjálfar umræðurnar.

   • Hildur Lilliendahl (@snilldur) Says:

    Þessi maður hefur skrifað tugi bloggfærslna um mig á einu og hálfu ári. Þá erum við bara að tala um hans eigin bloggfærslur, ekki öll skiptin sem hann hefur talað um mig á öðrum stöðum á internetinu. Fyndist þér í alvöru skrítið að ég vildi vita hver það væri sem hefði svona gríðarlega mikinn áhuga á mér? Af því að þetta er ekkert lítið krípí get ég sagt þér.

    • Einar Steingrimsson Says:

     Ef maðurinn væri að fjalla um þig með persónulegum hætti myndi ég skilja að þér fyndist það krípí. En mér finnst sérkennilegt að finnast það krípí að einhver skuli fjalla um málflutning þinn. Það er ekkert skrítið að málflutningur þinn skuli oft vera umfjöllunarefni manns sem fjallar eingöngu um femínisma, þar sem þú ert einn mest áberandi femínistinn í umræðunni á Íslandi.

     • Hildur Lilliendahl (@snilldur) Says:

      Ókei. Ég þarf svosem ekki á þínum skilningi að halda þannig að allir geta verið sáttir. Mér finnst þessi þráhyggja mannsins verulega óþægileg. Þess vegna ætla ég nú að skríða aftur inn í bómullarveröldina sem ég var í þangað til bréfaskipti þau sem lýst er hér að ofan hófust. Í þeirri veröld man ég nefnilega ekki að þessar lélegu bloggsíður hans séu til. Mér leið hreint ágætlega þar.

      • Geiri Says:

       ég legg til að þið hittist einhvern tímann og komið með ykkar sýn á jafnréttis barátuna. hvort sem það flokkast undr karlrembur eða kvenrembur. kokkið upp 7 hnitmiðaðar spurningar sem liggja ykkur á hjarta og farið ekkert út fyrir efnið og engar persónulegar árásir, það er mínus stig. svo sendið hvoru öðru spurningarnar, svörinn birtið þið á nákvæmlega sama tíma á hvori bloggsíðuni.

 7. Ingimundur Stefánsson Says:

  Svo því sé haldið til haga þá setti ég inn spjallþráð á tilvísaða fésbókarsíðu Knúz.is og tókst í 81 póstum að fá fram hvert viðhorf lesenda síðunnar væru við því hvort viðbrögð ritstjórnar við fyrirspurn um ábyrgð hennar væru fullnægjandi. Tveir töldu viðbrögðin eðileg, einn svaraði að mínu mati óljóst en fjórði þátttakandinn svaraði ekki svo ég fái séð.

  • Sigurður Says:

   Vel gert. Áhugaverð niðurstaða.

   Ég vissi, áður en ég sendi skeytið að tiltekinn hópur væri of stolltur til að sjá mistök sín og myndi færast undan því að svara mér. Ég bjóst við að annaðhvort fengi ég hreinlega ekkert svar eða þá að málinu væri drepið á dreif.

   Í raun gerðist hvoru tveggja. Svarið sem barst fól í sér synjun á að svara erindinu efnislega og einn ritstjórinn vill gera það að aðalatriði að hún veit ekki hver kennitala mín er.

   Forréttindafemínstar eru öfgafólk og öfgafólk biðst aldrei afsökunar.

%d bloggurum líkar þetta: