Germaine Greer er íslenskum femínistum að góðu kunn. Á íslenska hluta Wikipediu segir að Germaine Greer sé, ásamt því að vera rithöfundur og róttæklingur, einn af kenningarsmiðum femínismans á síðari hluta 20. aldar. Þá var fyrsta bók hennar lesin í leshringjum bæði Kvenréttindafélags Íslands og Rauðsokkuhreyfingarinnar þegar hreyfing femínista var að slíta hér barnsskónum.

Geir Haarde ásamt Germaine Greer og Herdísi Þorgeirsdóttur. Skyldi Geir vita að viðhlægjandi hans lítur á hann sem apa?
Greer hefur verið boðið til Íslands en hún var lykilfyrirlesari á ráðstefnunni Tengslanet – Völd til kvenna, sem haldin var í þriðja sinn árið 2006. Í ráðstefnulok sendi fundurinn frá sér ályktun, meðal annars um kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja.
Skipuleggjandi ráðstefnunnar, Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hafði þetta um Greer að segja í viðtali við Morgunblaðið í aðdraganda ráðstefnunnar:
„Germaine Greer er mikil kvenfrelsiskona sem hefur farið ótroðnar slóðir sl. 30 ár. Hún hefur vakið umheiminn til umhugsunar um stöðu kvenna sakir innsæis og byltingarkenndra hugmynda og er stöðugt með fingurinn á púlsinum. Í raun má segja að hún sé eins og rokkari í femínismanum,“
Eftir ráðstefnuna hafði hrifning Herdísar á Greer síst minnkað en hún hafði þá þetta um hana að segja:
„Þetta var engin venjuleg kona, þetta var afl“
Um fjögur hundruð konur sóttu ráðstefnuna en aðeins einn karl. Greer fékk höfðinglegar móttökur hér á landi og hitti hin ýmsu fyrirmenni íslensks stjórnmálalífs, m.a. þáverandi Forsætisráðherra, Geir Haarde og Forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson.
Skrif íslensks fjölmiðlafólks voru skuggalega gagnrýnilaus og báru ekki annað með sér en að hér væri á ferðinni femínískt stórmenni. Jafnvel hennar umdeildustu og fyrirlitningarhlöðnustu skoðanir voru settar fram eins og um væri að ræða kökuuppskrift. Þannig skrifaði fyrrum stjörnufemínistinn Anna Pála Sverrisdóttir fyrir Morgunblaðið:
„Hún vék að menningu stórfyrirtækja og karllægum gildum sem þar ríkja og líkti við samfélag apa, þar sem atferlismynstrið væri mjög líkt. Menningin snúist um að koma sjálfum sér sem næst toppnum og öðrum neðar í leiðinni. Þetta væri gert með stöðugum hernaðaráætlunum, klíkumyndunum og átökum. Sama væri farið að gilda um stjórnmálaflokka sem hún gaf miður góða einkunn“
Á vef Háskólans við Bifröst má svo lesa eftirfarandi:
„Heyra má saumnál detta þegar hin mikla kempa femínismans hóf mál sitt og talaði í rúma klukkustund. Málflutningur hennar lét engan ósnortinn“
Og;
„Prófessor Germaine Greer hélt salnum föngnum meðan hún talaði. Skoðanir hennar eru afdráttarlausar. Kvenfrelsi er markmiðið. Konur eiga ekki að stefna að jafnrétti til að komast á toppinn á forsendum karla og traðka þar á öðrum konum. Konur eiga að auðga líf sitt (og um leið annarra í kringum sig) á eigin forsendum en ekki karlanna. Hún setti fram líkinguna um apasamfélagið þegar hún lýsti fyrirtækjamenningu nútímans, þar sem aðal górillan raðar í kringum sig já-bræðrum, hinum táknræna trúð, arftakanum og öðrum ófrumlegum af sömu tegund. Fyrirtækjastjórnun karla felst í því að gera ekki neitt – það er það sem skilur á milli kvenna og stjóra. Þær vinna. Karlarnar hirða afraksturinn, segir Greer. Konur eru duglegar. En það er vitleysa að standa í þeirri trú að þeim verði umbunað fyrir dugnað sinn og trúfestu. Jafnvel unglingsstrákar hafa sjálfstraust, sem konur hafa ekki. Hún hvatti konur til þess að leggja ekki svona hart að sér við að sanna sig – þær ættu að láta til sín taka og að sér kveða – eða eins og sagt er á nútímamáli: láta vaða! Og slappa svolítið af.
Hún er þeirrar skoðunar að verðmætamat kvenna sé merkilegra en karla og tími sé kominn til þess að það nái útbreiðslu í samfélaginu“
Nú þegar þú hefur lesið hvað íslenskrir forréttindafemínistar hafa um þetta átrúnaðargoð sitt að segja, mæli ég með að þú hlýðir á ágrip úr fyrirlestri sem Germaine Greer hélt í Liverpool árið 2009 undir yfirskriftinni „Equality is not Enough“ eða Jafnrétti er ekki nóg.
Efnislega er þetta að miklu leyti sami fyrirlestur og hún hélt hér á landi við mikinn fögnuð 400 kvenna en sú innsýn sem við fáum hér í hugarheim forréttindafemínista er hrollvekjandi, leyfi ég mér að segja.
Ég hef íslenskað þetta myndskeið, m.a. vegna lakra hljóðgæða en styðja þarf á cc. í neðra hægra horni myndrammans til að sjá textann. Þetta er unnið myndskeið og undir lok þess talar sá sem bjó það til, inn á það í nokkrar sekúndur:
–
Í mínum huga er Germaine Greer hvorki rokkari né náttúruafl. Hún er einfaldlega rugludallur og ég vona svo sannarlega að sem flestir séu mér sammála því.
Hér sjáum við það svart á hvítu að hugmyndir forréttindafemínista um kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja grundvallast ekki á jafnréttishugsjón heldur byggja þær á kvenrembu og karlfyrirlitningu. Hugmyndinni um að verðmætamat kvenna sé merkilegra en karla.
SJ
17.12.2012 kl. 22:07
Takk fyrir að benda á þetta video og þýða textann. Þetta er magnað.
En það er þó stórspaugilegt að eitt af stefnumarkmiðum femínista er að eyða staðalímyndum. En hvaða staðalímynd er verið að teikna þarna? Jú, konur eru endalaust fórnarlömb og karlar eru endalaust hrottar, letingjar og almennt til trafala.
18.12.2012 kl. 14:01
Það er einhvernveginn svo margt rangt við skilaboð Greer og það að henni skuli flogið hingað til að halda ræðu fyrir fullu raunamæddra íslenskra kvenna.
Hverjir aðrir en forréttindafemínistar myndu hýsa ráðstefnu þar sem talað er um yfirburði kyns, kynþáttar eða þjóðfélagshóps fram yfir annan?
Mér finnst áhugavert, svo ekki sé meira sagt, hvað ég sé margar konur sem láta að sér kveða í kvennabaráttunni, í kringum þennan viðburð.
17.12.2012 kl. 22:55
Er þetta eitthvað djók? Er virkilega hægt að tala um þjóðfélagshóp sem apa á ráðstefnu og skreppa svo í kokteil til forsætisráðherra!!??
19.12.2012 kl. 10:11
Er ekki spurning um að fá Dr Warren Farrel til að halda fyrirlestur og fá að gera það í nafni kynjafræðar og jafnréttis. Réttmætt fræðigrein í háskóla á að gefa öllum röddum jafn mikið vægi. ef að hún gerir það ekki þá er enginn grundvöllur fyrir fjármagni til þess verkefnis
20.12.2012 kl. 23:04
Nákvæmlega. Það skyldi þó ekki vera að kynjuð fjárlagagerð komi okkur til bjargar í þessum málum. Hún á að stuðla að því að fjármunum sé varið á þann hátt að áhrif þeirra gæti sem jafnast á kynin. 😉
13.1.2013 kl. 12:18
Einfaldlega rugludallur?
Verri en það.
Spýr eitri sem naðra.