Þvörusleikir

15.12.2011

Blogg, Hugvekjur

Næsti Jólasveinn bloggsins er Halla Gunnarsdóttir í gervi Þvörusleikis. Halla er fyrrverandi talskona Femínistafélags Íslands og núverandi aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar Innanríkisráðherra.

Þvörusleikir óskar sér að femínistar hætti að vinna gegn rétti barna til að umgangast báða foreldra sína

Jafnrétti er Höllu hugleikið en þó ekki meira en svo að henni virðist ekkert um réttindamál karla og barna gefið og finnst eiginilega bara nóg komið af jafnrétti á því sviði. Í störfum sínum fyrir Femínistafélag Íslands tók hún virkan þátt í að hamla gegn foreldrajafnrétti og sem aðstoðarmaður ráðherra hefur hún haft veruleg áhrif á frumvarp til nýrra barnalaga sem að mestu var unnið í tíð Rögnu Árnadóttur fyrrv. Dómsmálaráðherra og það vel.

Helst ber þar að nefna að heimild dómara til að dæma sameiginlegt forræði, og þar með slá vopnin úr höndum tálmunarforeldris, sem mælt var fyrir í drögum Rögnu, hafa af einhverjum yfirskilvitlegum ástæðum horfið úr frumvarpinu eftir að Halla hóf störf hjá ráðuneytinu. Fyrir tilverknað femínista eins og Höllu geta forræðisdeilur á Íslandi því ekki endað með jafntefli, eins og lagt hafði verið til, þar sem dómarar verða að dæma öðru foreldrinu forræði.

Þvörusleikir óskar sér að femínistar hætti að vinna gegn rétti  barna til að umgangast báða fóreldra sína en Halla segir: Sveiattan, hingað og ekki lengra. Jafnrétti er ekki fyrir börn.

SJ

, ,

10 athugasemdir á “Þvörusleikir”

 1. Svavar Kjarrval Says:

  Það væri ágætt ef þú myndir koma með frekari sönnunarfærslu fyrir þeim ummælum og staðhæfingum sem þú kemur með í tengslum við myndirnar. Sérstaklega þar sem þú tengir ákveðnar persónur við jólasveinana.

 2. Sigurður Jónsson Says:

  Velkominn og takk fyrir innleggið Svavar. Sjálfsagt mál að benda á forsendur að baki þessu jólakorti.

  Í þessari færslu var Halla valin sakir beinna tengsla sinna við Femínistafélag Íslands sem hún hefur verið virkur þátttakandi í um árabil. Þá er hún líklegast sá meðlimur þeirra samtaka sem efst trónir inni í Innanríkisráðuneytinu og er þ.a.l. best til þess fallin að koma hugmyndafræði forréttindafemínista á framfæri við stjórnkerfið hvað varðar sifjamálin sem heyra undir þetta sama ráðuneyti.

  Andstaða Femínistafélags Íslands við foreldrajafnrétti er vel kunn. Þetta er t.d. bein tilvitnun í umsögn félagsins um barnalagafrumvarpið sem vísað er til í færslunni:

  „Femínistafélag Íslands vill þó koma fram almennum athugasemdum varðandi frumvarpið og barnalög nr. 76/2003. Félagið styður áframhaldandi fyrirkomulag um að dómara sé ekki heimilt að dæma sameiginlega forsjá. Ef dómsúrskurð þarf til að leysa úr ágreiningi foreldra hlýtur það að vera ljóst að ekki sé vilji eða geta til samráðs milli foreldra. Upphaflegar breytingartillögur að barnalögum miðuðu að því
  að veita dómara heimild til þess að dæma sameiginlega forsjá, í almennum umræðum um 26. gr. frumvarpsins ( 52. gr. barnalaga) er vikið að slíkri heimild og ber að taka hana út með tillit til núverandi frumvarps“

  Ég reyndi að komast yfir skjöl hjá ráðuneytinu sem varpað gætu ljósi á þann breytingaferil sem fyrra frumvarp fór í gegnum. Einkum reyndi ég að fá afrit af bókunum, minnisblöðum o.þ.h. sem sýnt gætu fram á beinan þátt Höllu í málinu en fékk ekki.

  Þá bendi ég á eftirfarandi færslur þessu sem sýna neikvætt viðhorf femínista til foreldrajafnréttis:

  Femínistafélag Íslands ályktar gegn jafnrétti:
  https://forrettindafeminismi.wordpress.com/2009/12/05/test-1/

  Kolbrún Halldórsdóttir um foreldrajafnrétti:
  https://forrettindafeminismi.wordpress.com/2010/04/12/kolbrun-halldorsdottir-um-foreldrajafnretti/

  Vissir þú:
  https://forrettindafeminismi.wordpress.com/2011/07/01/vissir-thu-3/

 3. Sigurður Jónsson Says:

  Því er svo við þetta að bæta að í öll jólakortin sem birtast hér hafa vísun í efni sem áður hefur verið skrifað um hér á blogginu svo áhugasamir geti glöggvað sig á meiningu þeirra. Þó ákvað ég að setja ekki inn krækjur við hvert og eitt.

 4. Sigurður Jónsson Says:

  æ svo get ég eiginlega ekki sleppt því að læða þessari með:

  Kristín Ástgeirsdóttir um foreldrajafnrétti:
  https://forrettindafeminismi.wordpress.com/2011/06/07/kristin-astgeirsdottir-um-foreldrajafnretti/

 5. Gunnar S Gylfason Says:

  ég man eftir frétt þar sem var fjallað um þetta og mér fannst þetta fáránlegt. svo ég hef lúmst gaman að þessari síðu. kannski sumir séu að sýna hvað raunverulega vakir fyrir þeim.

  • Sigurður Jónsson Says:

   Velkominn og takk fyrir innleggið Gunnar. Já, foreldrajafnréttismálin eru eitthvað sem femínistar vilja sem allra minnst tala um enda er þetta sennilega sá málaflokkur sem best leiðir í ljós að jafnrétti er þeim ekki eins hugleikið og þeir vilja vera láta.

 6. Sigurjón Sveinsson Says:

  Mikið væri gaman ef Þvörusleikir tekur þetta til sín. En hann er víst svo blindur á eigin galla að ég dreg í ef að þessi ósk veri að veruleika.

  En þetta er frábær síða. Gott að halda þessum gögnum vel til haga.

  • Sigurður Jónsson Says:

   Því miður held ég að það verði kaldur dagur í helvíti áður en forréttindafemínistar láta af baráttu sinni gegn foreldrajafnrétti. Ég á svona frekar von á því.

   En takk, það er um að gera að hafa þetta aðgengilegt. Ég hugsa að ég pósti umsögninni Femínistafélagsins heild sinni bráðlega.

 7. Páll Says:

  Þetta er smekklegra en jólasveinarnir hjá knúzinu. Þar eru nú sagðir nauðgunarbrandarar sem ég efast um að femínistar myndu sætta sig við ef aðrir segðu.

  http://www.knuz.is/2011/12/aventusveinar-knuzzins-grjothari.html

  • Sigurður Jónsson Says:

   Ég sá svosem ekki ótvíræða vísun í nauðganir en ósmekklegt er jólaknúzið engu að síður. Ég hélt reyndar að gamli Askasleikir Femínstafélags Íslands væri toppurinn á jólagleði femínsta en lengi er von á meiru þegar forréttindafemínistar eru annars vegar.

%d bloggurum líkar þetta: