Askasleikir og Hurðaskellir

18.12.2011

Blogg, Hugvekjur

Að þessu sinni eru Jólasveinar bloggsins tveir. Þetta eru sómakonurnar þær María Lilja Þrastardóttir og Hildur Lilliendahl í gervi Askasleikis og Hurðaskellis.

Askasleikir og Hurðaskellir óska sér að femínistar hætti að kalla menn nauðgaravini fyrir að hugsa ekki alveg eins og þeir.

Sjálfsagt vita flestir sem fylgjast eitthvað með kynjaumræðunni hversvegna þær stöllur eru vel að þessum heiðri komnar. Þær eru það sem kalla má „réttþenkjandi“ og ætíð reiðubúnar að setja ofan í við þá sem hugsa ekki rétt.

María ávann sér heiðurinn t.d. með skítkasti í garð Davíðs Þórs Jónssonar sem líklegast fór ekki fram hjá neinum sem á annað borð var nettengdur í byrjun nóvembermánaðar. Þegar siðanefnd Innihald.is (sem birti upphaflega skítkast Maríu) setti svo ofan í við hana fyrir brot á siðareglum miðilsins lét María engan bilbug á sér finnna heldur beindi skítkastinu að siðanefndinni um leið og hún kvartaði yfir því að siðareglurnar gögnuðust nú ódámum eins og Davíð. María gefur sko ekkert eftir.

Hildur átti nokkru fyrr eftirminnilega rispu í netheimum Þegar hún sendi og birti bréf til Heimis Más Péturssonar fréttamanns. Í bréfinu, og bloggfærslu sinni, sem hún titlar „Nauðgaravinur dagsins er Heimir Már Pétursson“ atar hún fréttamanninn aur fyrir að raða saman orðum á hátt sem henni var ekki þóknanlegur í frétt um meinta nauðgun. Ég sendi henni því bréf um hæl sem var eins efnislega samhljóma hennar og mögulegt var ásamt því að birta færsluna „Karlahatari dagsins er Hildur Lilliendahl“, sem komst einmitt í hóp vinsælustu færslna ársins með á sjötta þúsund heimsókna. Hildi var svarað af Heimi en kaus að birta ekki svarið þrátt fyrir áskoranir, sjálfsagt vegna þess að það var ekki eins töff fyrir hana og drullukakan sem hún hafði áður hnoðað í. Hildur lætur sko ekkert slá sig út af laginu.

Askasleikir og Hurðaskellir óska sér að femínistar hætti að kalla menn nauðgaravini fyrir að hugsa ekki alveg eins og þeir en Hildur og María segja saman hátt og snjallt: You ain’t seen nothing yet!

SJ

,

2 athugasemdir á “Askasleikir og Hurðaskellir”

  1. Kristinn Says:

    Á myndinni stendur „nauðaravini“. Vantar „g“ 🙂

    • Sigurður Jónsson Says:

      😀 Takk fyrir ábendinguna. Ótrúlegt hvað maður getur orðið blindur á texta þegar maður er að vinna hann. Þetta er komið í lag núna.

      Einu sinni var mér kennt að villuleita með því að lesa texta afturábak þar sem heilinn skautaði ósjálfrátt yfir texta sem hann þekkti. Það er gott ráð sem ég ætti greinilega að nota oftar!

%d bloggurum líkar þetta: