Könskriget (Kynjastríð) nú með íslenskum texta!

20.12.2011

Blogg, Myndbönd

Fastagestir bloggsins muna sjálfsagt eftir sænsku heimildamyndinni Könskgiget (Kynjastríð) sem ég kynnti í september á þessu ári. Til að myndin nái til sem flestra hef ég nú þýtt hana yfir á íslensku. Áhugasamir geta horft á hana textaða á Youtube rás minni þar sem ég hef sett upp „playlista“ svo hægt sé að spila hana alla vandræðalaust.  Smellið hér til að horfa. Athugið að það þarf að smella á „cc“ í neðra horninu hægra megin á myndrammanum til að íslenski textinn komi fram.

Þau ykkar sem finnst myndin áhugaverð, og jafnvel eiga erindi inn í kynjaumræðuna, langar mig að biðja um að taka það til athugunar að senda áskorun á RÚV um að taka hana til sýningar. Aðstoð ykkar við að skora á sem flesta að gera slíkt hið sama væri líka vel þegin. Tengsl íslenskra og sænskra femínista eru mikil og hafa t.a.m. flestir þeirra femínista sem teknir eru til skoðunar í þessari mynd komið hingað til lands í boði íslenskra kvennahreyfinga og haft bein áhrif á íslenska löggjöf. Tölvupóstur útvarpsstjóra er pall.magnusson [hjá] ruv.is

Ég vil meina að myndin eigi klárt erindi við landsmenn þar sem skilaboð hennar eiga vel við í dag en í ofanálag er hún hin besta skemmtun enda hreint lygilegir hlutir sem kvikmyndagerðarmennirnir fletta hér ofan af.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

7 athugasemdir á “Könskriget (Kynjastríð) nú með íslenskum texta!”

 1. Gunnar Says:

  Sé bara gamla enska textann??

 2. Sigurður Jónsson Says:

  Þá grunar mig að þú hafir smellt á efri linkinn. „Smellið hér til að horfa“ er málið. Þá dettur þú inn á youtube rásina og myndin byrjar að spilast þar.

 3. Kristinn Says:

  Sigurður,

  Ég vek athygli þína á þessari athugasemd Evu Hauks á Maurildinu:

  „..óbeit Sigurðar Jónssonar á feministum skíni hvarvetna í gegnum skrif hans..“

  http://maurildi.blogspot.com/2011/12/jolasveinar-knuzins.html

  Ertu sammála þessu, Sigurður?

  Þarftu kannski að koma með færslu um femínista sem þér eru alls ekki á móti skapi, eða aðlaga efnið á vefnum. Eða þarf kannski ekkert að gera, er þetta bara röng túlkun?

  mbk,

 4. Sigurður Jónsson Says:

  Takk fyrir ábendinguna.

  Nei ég er ekki sammála þessu en ég geri mér jafnframt grein fyrir að fólk getur auðveldlega fengið þetta á tilfinninguna þegar það les bloggið mitt þar sem ég er fyrst og síðast að skrifa um það sem ég er ósáttur við hjá femínistum. Eins og yfriskrift bloggsins gefur til kynna er eina umfjöllunarefnið forréttindafemínismi, það er ekki um jafnréttisfemínisma eða það sem vel er í femínískri hugmyndafræði yfirleitt. Það er enginn skortur á slíkum skrifum í dag og við það hef ég engu að bæta.

  Það fyrsta sem þeir sjá sem smella á „um bloggið er: „Fyrst af öllu vil ég taka fram að höfundur hefur ekkert á móti jafnréttissinnuðum femínistum, nema síður sé. Hér er aðeins sett fram gagnrýni á öfgafemínisma og ég bið fólk að hafa það í huga þegar það les bloggið“.

  Ef fólk upplifir að ég hati femínista eða fyrirlíti þá er það rangt og eins er rangt að ég finni til biturðar í garð femínista. Reiði, hatur og biturð eru allt tilfinnignar sem ég myndi losa mig við fremur en að leggja rækt við með svona skrifum.

  Ég get þó viðurkennt að ég fyrirlít aðgerðir sem tryggja eiga fólki forréttindi á kostnað annara, ég fyrirlít tvískinnung, hræsni og óheiðarleika. Það er þó tvenn ólíkt að fyrirlíta aðgerðir fólks en fólkið sjálft eins og mín góða móðir kenndi mér á sínum tíma.

  En já, kannski maður verði að blogga um það jákvæða líka? Þetta er a.m.k. ekkert í fyrsta sinn sem ég sé fólk ætla mér að vera reiður eða bitur en er það ekki sagt um flesta ef ekki alla sem voga sér að setja eitthvað út á femínisma? Þetta er líka oft klagað upp á femínistra af andstæðingum þeirra.

 5. Kristinn Says:

  Tekur þessu eins og herramaður. Það er vitaskuld alltaf viðkvæðið, gagnrýni maður femínisma, að maður sé kvenhatandi bitur skepna, það er nú bara þannig. Hinsvegar er vont að taka ekkert mið af slíkri gagnrýni, því þá er maður að gera það sama og aðrir gera sem telja sér trú um að gagnrýni sé alltaf birtingarmynd reiði, en ekki gagnleg ábending.

  Þú spáir í þetta 😉

 6. Sigurður Jónsson Says:

  Já ég pæli í þessu og því hvers vegna í ósköpunum ég hef svona mikinn áhuga á akkúrat þessu málefni 😀

 7. Jónsi Says:

  Þarft framtak!
  Gagnrýni á öfgafeminismann sem tröllríður þjóðfélaginu er nauðsynleg.

  Þetta tímabil kynjastjórnarinnar sem nú stendur yfir mun af sagnfræðingum verða líkt við galdraofsóknir á miðöldum

  Kynjastjórnin í aksjón!

%d bloggurum líkar þetta: