Gluggagægir

21.12.2011

Blogg, Hugvekjur

Katrín Anna Guðmundsdóttir hlýtur þann heiður að koma fram í gervi Gluggagægis sem er jólasveinn bloggsins í dag. Katrín er menntuð í kynjafræðum og markaðsfræðum og var í broddi fylkingar þegar Femínistafélag Íslands sleit barnsskónum. Hún náði fyrir hönd félagsins miklum árangri í markaðssetningu hugmynda forréttindafemínisma og segja má að henni hafi tekist að breyta vondum hugmyndum í góðar eins og alkemistar breyta blýi í gull.

Gluggagægir óskar sér að femínistar hætti að dreifa flökkusögum sem ala á karlfyrirlitningu

Katrín Anna hefur líka markaðssett flökkusögur sem sannarlegar eru rangar og virðast hafa þann tilgang einan að ala á karlfyrirlitningu. Enn má t.d. sjá færslu á gömlu moggabloggi hennar þar sem hún spilar á tilfinningar þjóðarsálarinnar með því að bera út þau ósannindi að hugtakið „Þumalputtaregla“ megi rekja til þess að einhverntíman hafi karlmönnum verið heimilt skv. lögum að berja konur sínar með priki svo fremi að það væri ekki sverara en þumall hans.

Gluggagægir óskar sér að femínistar hætti að dreifa flökkusögum sem ala á karlfyrirlitningu en við því hlýtur Katrína Anna að segja: Thumbs up!

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: