Reiðir forréttindafemínistar

14.12.2011

Blogg

Ég má til með að benda lesendum á áhugaverða grein á nýjum vef Evu Hauksdóttur, pistillinn.is. Þar ómakar Eva sig við að skýra nokkur þeirra hugtaka sem hafa verið að ryðja sér til rúms í kynjaumræðunni undanfarið og ætlað er að lýsa ýmiskonar öfgum í femínisma. Hugtökin sem hún tekur fyrir eru:

 • Hobbýfemínismi
 • Forréttindafemínismi
 • Fórnarlambafemínismi
 • Femínazismi
 • Fasystur
 • Nærbuxnafemínismi

Tilefni greinar Evu er það skilningsleysi sem margir femínistar gera sér upp gagnvart ofangreindum hugtökum. Hún vísar einmitt í færslu eftir femínista sem sýnir ágætlega fram á þetta. Orð og hugtök eru verkfæri og vopn í orðræðunni svo það er vel skiljanlegt að einhverjum femínistum sé lítt um það gefið að borin séu kennsl á það sem þessum hugtökum er ætlað að lýsa.

Furðulega margir femínistar hafa tekið þessi skrif Evu til sín og jafnvel álitið beina árás á sig. Í athugasemdakerfinu má sjá, að því er virðist, öfgafulla femínista ausa úr skálum reiði sinnar af mikilli vandlætingu og jafnvel grunar mig að þar hafi einhverjir þeirra skipt um kyn áður en athugasemdir voru skrifaðar.

Þetta innlegg og athugasemdir við það, sýna tvennt; Annarsvegar staðfesta þessi hörðu viðbrögð femínista að vissulega er til öfgafullir femínistar hér á landi því ekki verður séð að t.a.m. jafnréttisfemínistar myndu taka þessi skrif svona til sín. Hitt er að viðbrögð þeirra sýna vel ótta þeirra við að almennt verði tekið upp á því að aðgreina góðan femínisma frá vondum því þá verður hægara um vik fyrir almenning að afgreiða öfgafullan málflutning þeirra sem sorp sem ekkert á skylt við jafnrétti.

SJ

3 athugasemdir á “Reiðir forréttindafemínistar”

 1. Páll Says:

  Ofstopa og öfgafólk þekkist á reiðinni. Hún brýst alltaf fram á endanum.

 2. Gunnar Says:

  Það er naumast að hún hefur fengið yfir sig her hinna rétthugsandi. Einn femínisti skrifar undir karlmannsnafni:

  „klámvæðingarathyglisglyðra. Það er það sem þú ert“

  Hart 😀

 3. Sigurður Jónsson Says:

  Já, það gengur ýmislegt á hjá Norninni og hún hefur aldeilis náð að hleypa öllu í bál og brand. Það er engu líkara en að stífla hafi brostið og að uppsöfnuð fyrirlitning í hennar garð streymi nú taumlaust úr ranni femínista. Sennilega er hún þeim sérstaklega erfiður ljár í þúfu, verandi kona. Karlar sem tjá sig á þessum nótum hafa alltaf verið afgreiddir sem karlrembur sem óþarfi væri að eiga orðastað við.

  Ég held samt að hún kæri sig kollóta um álit þeirra og hún hefur með þessu búið til góða heimild um hið sanna eðli öfgafullra femínista.

%d bloggurum líkar þetta: