Bækur: The Myth of Male Power

5.7.2009

Bækur

The myth of male powerBókin The Myth of Male Power eftir Warren Farrel hefur verið mörgum jafnréttis- og karlréttindasinnum innblástur í gegnum tíðina. Ég man vel þegar ég las hana sjálfur á sínum tíma og hvaða áhrif hún hafði á mig sem karlmann í íslensku samfélagi. Eftir lestur bókarinnar áttaði ég mig á hvað mörg viðhorf mín byggðust í raun ekki á neinu nema áralöngum áróðri forréttindafemínista og endurspegluðu á engan hátt minn eigin reynsluheim. Ég neyddist í framhaldinu til að endurskoða margar skoðanir sem ég hafði lengi verið með.

Bókin er vissulega róttæk og dregur vel fram staðreyndir um kynjakerfið sem við erum almennt ekki vön að sjá þar sem við ölumst jú upp í því kerfi sem bókin gagnrýnir svo listilega. Höfundi tekst afbraðgs vel að gagnrýna forréttindafemínisma án þess að það eimi hið minnsta af kvenfyrirlitningu af nokkurri sort. Hann var enda sjálfur yfirlýstur femínisti áður en hann sagði skilið við hreyfinguna eftir að hafa uppgötvað að barátta femínista snérist ekki um jafnrétti heldur völd. Þá hafði hann gegnt áhrifastöðum innan Femínistafélags bandaríkjanna (National Organization for Women) og er enn í dag eini karlmaðurinn sem hefur verið kosinn í stjórn NOW þrjú ár í röð. Það væri samt alrangt að segja að hann væri ekki femínisti í dag og ef við verðum að setja á hann einhvern merkimiða þá væri hann jafnréttisfemínisti eða einfaldlega bara jafnréttissinni.

Titill bókarinnar lýsir innihaldi hennar nokkuð vil en höfundur sýnir á vel framsettan hátt hvernig kynjakerfið hefur síður en svo gert konur að fórnarlömbum heldur eru karlmenn oftar en ekki fórnarlömb eða undirokar þeirra valdakerfa sem mynda það samfélag sem við búum í. Margt af því sem höfundur setur fram í bókinni er hreinlega sláandi með hliðjsón af þeim mýtum sem við ölumst upp við en meginástæða þess að femínisminn hefur þróast frá jafnréttisfemínisma yfir í forréttindafemínisma er sú að karlmenn mættu einfaldlega ekki til leiks þegar konur fóru að velta fyrir sér stöðu kynjanna. Þannig hefur öll jafnréttisbarátta verið leidd af konum sem tala um konur, við konur og skítt með helvítis karlmennina en auðvitað er þar fyrst og fremst við karlmenn að sakast.

Bókin fer líka töluvert í taugarnar á forréttindafemínistum sem er alltaf góður mælikvarði á gæði bóka um jafnréttis og/eða karlaréttindamál.

Ég mæli hiklaust með bókinni við alla þá sem hafa áhuga á jafnréttis og karlréttindamálum með þeirri viðvörun þó að þú munt ekki sjá samfélagið í sama ljósi og áður. Það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Útgáfuár: 1993
Síðufjöldi: 488

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: