Af sænskum hórkörlum og kynjafræðifimi

16.11.2012

Blogg

Vísir.is sagði í gær frá sænskri rannsókn á tíðni vændis meðal ungmenna milli 16 og 25 ára. Rannsóknin sem unnin var af hinu opinbera og undir stjórn Marie Nyman, leiddi í ljós að meðal karla á þessu aldursbili höfðu 2,5% veitt kynlífsgreiða gegn greiðslu en 0,8% kvenna á sama aldri. Vændi meðal karla er skv. þessu rétt rúmlega þrisvar sinnum algengara en meðal kvenna. Fram kom að karlarnir seldu blíðu sína bæði körlum og konum.

Svíþjóð er það land þar sem forréttindafemínistar hafa náð hvað lengst í að raungera stefnumál sín og það er ekkert launungarmál að íslenskir forréttindafemínistar hafa löngum horft öfundaraugum til sænskra stallsystra sinna. Sænskir femínistar voru jú brautryðjandi í því að banna kaup á vændi án þess að banna sölu þess. Löggjöf sem Ísland tók síðar upp eins og kunnugt er.

Einhver kynni að telja að þessar niðurstöður varpi skugga á kenningar forréttindafemínista um að vændi sé birtingarmynd kúgunar karla á konum. Eitthvað sem verði að uppræta með lögum, fræðslu og forvarnarstarfi sem miði að því að innræta körlum femínískar skoðanir. Og viti menn, það er strax komin þessi klassíska „hvað segja femínistar við þessu“ athugasemd við fréttina á vísir.is.

Við skulum ferðast aftur í tímann. Til þess tíma þegar svíjar voru að myndast við að banna vændi á einhvern þann hátt sem gerði þeim þó kleift að fylgja grunnhugmyndafræði forréttindafemínsmans; að karlar séu kúgarar en konur fórnarlömb.

Árið 1995 kom út, á vegum hins opinbera, skýrsla um vændi sem unnin var af fyrsta Umboðsmanni Jafnréttismála í Svíþjóð, Ingu-Britt Törnell.

Um vændi, þar sem kaupandinn er karl en þjónustuaðili kona, sagði:

„Vændi skaðar allt samfélagið. Það að karlar geti keypt aðgang að konu til að fullnægja kynferðislegum þörfum sínum, gengur þvert á hugmyndir okkar um að allar manneskjur séu jafn mikils virði og ógnar baráttu okkar fyrir fullu jafnrétti milli karla og kvenna. Vændi felur í sér óásættanleg viðhorf til mannkynsins og hindrar þroska einstaklingsins.“

Um vændisþjónustu sem karlar veita öðrum körlum segir aftur á móti:

Vændi innan samfélags samkynhneigðra karla virðist nokkuð algengt. […] Í slíku vændi er það kaupandinn sem er smánaður og útsettur fyrir ofbeldi, ekki seljandinn eins og í vændi gagnkynheigðra. Hommavændi getur því stundum verið samblanda viðskipta og kynferðislegrar ánægju fyrir seljandann. Nokkuð sem aldrei gerist í vændi gagnkynhneigðra.

Það geta því allir andað léttar. Karlarnir sem selja sig eru í raun að tjá vald sitt, rétt eins og karlar sem kaupa vændi af konum og forréttindafemínistar geta áfram skipt heiminum upp í tvennt þar sem konan er alltaf fórnarlambið.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

10 athugasemdir á “Af sænskum hórkörlum og kynjafræðifimi”

 1. Sævar Says:

  Jebb, karlar sem kaupa vændi af konum eru að misnota sér fátækt þeirra og sýna vald sitt gegn þeim með því að niðurlægja þær. En konur sem kaupa vændi af körlum eru fórnarlömbin, því þær eru þjáðar af lítilli sjálfsvirðingu og telja sig þurfa að vera tól karla til að svala fýsnum sínum, sem svo dirfast til að rukka þær fyrir það! 😛

  • Eva Hauksdóttir Says:

   Það er nú reyndar verið að tala um hommavændi hér. Sigurður ertu með tengil á skýrsluna frá 1995? Mig langar svo að vita hvernig í fjáranum hún rökstyður það að kaupandinn sé fórnarlambið.

   • Sigurður Says:

    Eva: Ég vann þetta upp úr bókinni A brief history of swedish Sex. Þar eru aðeins útdrættir úr skýrslunni. Skýrslan heitir að mér sýnist, Könshandeln og hefur útgáfunúmerið SOU 1995:15.

    Gúgglaði hana og fann í fljótu bragði ekki ekki nema innganginn að henni. Talsvert virðist vitnað í hana. M.a. af Susan Dodillet og Petru Östergren sem vitna til hennar í gagnrýni sinni í sænsku leiðina.

 2. Eyjólfur Says:

  Vá, þvílík hugarleikfimi sem getur falist í að fylgja svona rörsýnni hugmyndafræði. Þetta er ekki ósvipað og að horfa á pott þar sem suðan kemur ekki upp og álykta að auka þurfi hitann undir honum. Gott og vel. Síðan tekur maður eftir að farið er að sjóða upp úr og hvað þá? Jú, það þarf að auka hitann!

 3. Ólafur Says:

  Er ekki eitthvað búið að fótósjoppa þessar tilvitnanir í skýrsluna. Hlýtur að vera djók !

  • Sigurður Says:

   Þetta venst. Það er margt undarlegra en þetta í heimi femínismans. Tökum dæmi sem er ekki kannski samsvarandi en þó ekki svo fjarstæðukennt til samanburðar.

   Þetta dæmi er tekið úr kynjafræðikafla skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis: https://forrettindafeminismi.com/2012/03/11/valgerdur-sverrisdottir-er-ju-bara-kona/

   Hér hefur þú kvenráðherra sem virðist stíga út úr sínu eigin sjálfi og inn í einskonar hliðarsjálf til að fremja syndir sem kona væri alla jafna ófær um sökum hreinlyndis … og sökudólgurinn? Karlkyns samstarfsmenn.

   Þetta heitir að gæða málin kynjavídd … fyrir allan peninginn.

 4. Friðrik Sigurðsson Says:

  Veistu, Sigurður maður verður hreinlega dapur að sjá þennan einbeitta vilja margra feminista til að telja fólki trú um að sú ógeðslega kenning um „feðraverldið“ í öllu sínu veldi sé raunvöruleikinn.

  • Sigurður Says:

   Segjum tveir. Mér finnst hugmyndin sjálf um „feðraveldið“ fela í sér karlfyrirlitningu og skil satt að segja ekki hvers vegna hún hefur svona miklu fylgi að fagna.

 5. Sigurjón Says:

  Takk fyrir þessi skrif, Sigurður, mjög athyglisvert, svo vægt sé að orði komist.

  • Sigurður Says:

   Mín er ánægjan. Það er nauðsynlegt að skrá og halda utan um vitleysuna. Vonandi fer þeim að fjölga sem það gera.

%d bloggurum líkar þetta: