Valgerður Sverrisdóttir er jú bara kona

11.3.2012

Blogg

Þegar þær Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir tóku að sér að skrifa greiningu á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis í kynjafræðilegu ljósi, stóðu þær stallsystur frammi fyrir því vandamáli að Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á þeim tíma er einkavæðing bankanna fór fram, var Valgerður Sverrisdóttir. Hún er nefninlega kona og það hentaði illa þar eð til stóð að draga upp þá mynd að hrunið væri körlum og karllægum eiginleikum að kenna sem konur hefðu hvergi komið nálægt.

Þorgerður og Gyða voru þó ekki lengi að finna út hvernig þær gætu skautað fram hjá þessu svo ekki félli misfella á hina fyrirframgefnu niðurstöðu, að hrunið væri allt körlum að kenna. Valgerður var afgeidd með eftirfarandi hætti:

„Nokkur atriði í þessu ferli gætu bent til þess að hlutverk viðskiptaráðherra beri keim af hugtakinu styðjandi kvenleiki (e. emphasized femininity) sem kallast á við hugtakið ráðandi karlmennska (e. hegemonic masculinity)“

Hvað hefði það kallast ef karlmaður í sama hlutverki og Valgerður hefði spilað úr stöðunni á sama hátt? Styðjandi kvenleiki?

Og þetta er fólkið sem segist vera að vinna að því að auka veg og virðingu kvenna.

SJ

,

8 athugasemdir á “Valgerður Sverrisdóttir er jú bara kona”

 1. Stefán Says:

  Þetta er eiginlega priceless…. já.. það er eiginlega ekekrt annað um þetta segja – nema maður vilji vera fulltrúi hegemonic masculinity

 2. Sigurður Jónsson Says:

  Já, vegir kynjafræðinnar eru órannsakanlegir. Hugsaðu þér viðbrögðin ef karlmenn hefðu staðið að útgáfu skýrslu sem gerði jafn lítið úr konunni.

 3. Stefán Says:

  Þá hefði nú verið líf í tuskunum. Það er einkennilegt að þessi afgreiðsla hafi flogið í gegn athugasemdalaust. Það læðist að manni sá grunur að akademískar kröfur (ef hægt að er að tala um slíkt í þessu samhengi) sem gerðar eru til verka í þessari fræðigrein séu talsvert lægri en víðast hvar annarsstaðar. Enn verra er að meðvirkni fjölmiðla virðist vera algjör.
  Nú er örugglega margt fróðegt og gagnlegt sem hægt er að nema í kynjafræði – en eins og staðan er í dag þá á maður afskapleg erfitt með að taka mark á því sem úr þessum ranni kemur. Þessi tilvitnun hér að ofan ásamt þeirri niðurstöðu (í sömu skýrslu) að meðlag feðra teljist ekki framlag til framfærslu barna og einnig skilgreining Þorgerðar á Jákvæðri mismunun.

  • Sigurður Jónsson Says:

   Ég hef lesið þónokkuð af efni úr kynjafræði ásamt vel framsettri gagnrýni á greinina til að vera, svona fyrir mitt leyti, sannfærður um að kvennafræði hefur sjúkdómseinkenni sem hrjá enga aðra fræðigrein að sama marki. Algjör skortur á sjálfsgagnrýni og klappstýrumenning gerir þetta að verkum.

   Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta, mæli ég með bókinni Professing feminism ásamt bókum Christinu Hoff Sommers, Who stole feminism og The war against boys. Þessar bækur eru skrifaðar af fræðikonum sem allar kenna sig við femínisma og hafa kennt kvennafræði en síðan séð ástæðu til að vekja athygli á fúski innan greinarinnar.

 4. Gunnar B. Kristinsson Says:

  Þetta er nátturlega bara í samræmi við allt annað hjá þeim, Bíð spenntur eftir deginum þegar þær viðurkenna að eitthver kona beri ábyrgð á eitthverju slæmu, held samt ekki niðri í mér andanum þangað til.

  En mig langar að spyrja spurningar sem þó tengist þessu ekki beint. Nú hef ég marg oft heyrt f.feminista og stuðningsmenn þeirra halda því fram að rannsóknir sýni að aðeins um 2% nauðgunnar ásakana séu falskar. Kannast eitthver hérna við hvaða rannsóknir er verið að tala um ? Nú er ég búinn að leita ansi mikið og finn ekki eina einustu, en hef hinsvegar fundið fjölmargar athugasemdir frá bæði fræðimönnum og áhugafólki um það að þessar rannsóknir séu bara ekki til. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að áhugafólk gleypi við röngum heimildum, En maður gerir jú ríkari kröfur til Háskólamenntaðra einstaklinga, sem þar að auki gera sig út fyrir að vera búin að kynna sér þessi mál rækilega. Það gerir nú ekki mikið fyrir trúverðugleika þeirra ef þetta er ekki á rökum reist.

  Afsakið að ég fari út fyrir efni færslunnar. Hef reynt að fá hitt liðið til að benda mér í rétta átt….en er yfirleitt bara svarað að ég hljóti að vera nauðgari ( ofaná það að vera að sjálfsögðu kvennahatari fyrir að vera ekki sammála þeim um aðra hluti ) ,fyrir það að efast um réttmæti þessa yfirlýsinga þeirra.

  • Sigurður Jónsson Says:

   Þetta eru áhugaverðar vangaveltur. Nú veit ég ekki hvaða rannsókna verið er að vísa til og það kæmi mér svosem ekki á óvart að megnið af þeim sem halda þessu fram viti það ekki heldur. Það væri gaman að leita svara við þessu.

   Mér fannst Eva Hauks á pistillinn.is hitta naglann á höfuðið í nýlegri grein þar sem hún sagði niðurstöður þessara rannsókna markast af pólitískum skoðunum rannsakenda. Hæsta tíðni sem ég hef lesið um var sögð vera um 24% en mér finnst sjálfum mjög erfitt að trúa að falskar ásakanir séu svo hátt hlutfall, jafnvel í takmörkuðu úrtaki eins og í þeirri rannsókn (bandaríski herinn).

   Ég er, ásamt öðrum að gera könnun á þessu en þetta er flókið viðfangsefni. Ef t.d. er bara miðað við tölur um útgefnar kærur fyrir falskar ásakanir frá Ríkissaksóknara, þá innihalda þær ekki ásakanir sem settar hafa verið fram en ekki verið kært fyrir. Þetta á t.d. við um ásakanir um kynferðismisnotkun á börnum sem ég hef ágætis heimildir fyrir að séu tiltölulega oft settar fram en það að þær reynist síðar rangar hefur aldrei leitt til ákæru þar sem slíkt myndi eyðileggja þann sáttagrundvöll sem hefur þá kannski síðar skapast í viðkomandi umgengnis- eða forræðisdeilumáli. Þá er líka eitthvað um falskar ákærur um nauðgun sem eru látnar niður falla áður en þær komast á borð Ríkissaksóknara.

  • Sigurður Jónsson Says:

   Heyrðu, hérna er eitthvað. Hún Eva var svo vinsamleg að deila þessu með mér en henni hefur heldur ekki tekist að fá þessar upplýsingar hjá femínistum sem halda þessu fram.

   1. http://webarchive.nationalarchives.gov.uk/20110218135832/
   2. http://rds.homeoffice.gov.uk/rds/pdfs05/hors293.pdf
   3. https://www.ncjrs.gov/app/abstractdb/AbstractDBDetails.aspx?id=243182

   Breska rannsóknin sýnir tíðni upp á 6 – 8% sé horft til upplýsinga frá lögreglu. Skýrsluhöfundar þrengja skilgreininguna og flokka ákæru einungis sem falska ef fyrir liggur afdráttarlaus játning viðkomandi. Það nær tíðninni niður í 2%. Sjálfum finnst mér það ótækur mælikvarði því það er alkunna að glæpamenn í stórum stíl viðurkenna ekki glæpi sína.

   Þetta gæti verið málið. Annars mæli ég með að þú einfaldlega sendir einhverjum þessara femínista tölvupóst og spyrjir hreint út hvaða rannsóknir þeir vísi til.

   • Gunnar B. Kristinsson Says:

    Takk fyrir þetta, skiljanlega er flókið mál að gera rannsóknir á þessu, og í raun eina leiðin til að rannsókn sé marktæk að reyna að finna lámarks hlutfall falskra ásakana. Jafnvel þótt til væru nægilega stórar rannsóknir sem sýndu fram á 2% lámark, það að það sé ekki tekið fram að þetta sé lámarks upphæð er í besta falli miskilningur af hálfu F.feminista, en í versta falli hrein og klár blekking. Ef þessu væri snúið við og gerðar sambærilegar rannsóknir á fjölda nauðganna eftir sömu reglum, það er að segja, að finna lágmarks nauðgannatíðni út frá einungis þeim málum þar sem menn viðurkenna nauðgun eða það eru yfirgnæfandi líkur á sekt, þá myndi það líta út eins og nauðgannir væru jú mjög sjaldgæfar ( sennilega svipuð og fjöldi þeirra sem eru dæmdir ). Grunar að F.feministar myndu ekki sætta sig við slíkt.

    Það er líka athygglisvert að það þyki ásættanlegt að setja fram tölur sem byggja á áætlunum eða ágiskunum þar sem þeim hentar ( svo sem , einungis 15% nauðganna eru tilkynntar. ), en taka því verulega illa þegar ágiskanir eru settar fram af gagnrýnendum þeirra.

    Það er líka athugavert ef þær eru að velja rannsóknir sem falla best að þeirra málstað, og láta eins og aðrar rannsóknir séu ekki til.

%d bloggurum líkar þetta: