Faraldur kvenfyrirlitningar?

8.3.2012

Blogg

Hildur Lilliendahl ljáði fyrir skemmstu máls á því að hatur og fyrirlitning á konum væri einhverskonar faraldur í samfélaginu. Femínistar hafa alla tíð verið duglegir við að halda þessu fram og lýsti Femínistafélag Íslands þeirri skoðun sinni í umsögn sinni til Jafnréttislaga, þeirra er nú eru í gildi, að gera ætti það refsivert að ráðast gegn skoðunum þeirra með háði, rógi, smánun eða ógnun.

Eitt sem mér þótti sérstaklega áhugavert í málflutningi Hildar er að hún kveðst aldrei hafa séð konur tala til karla á hátt sem felur í sér hatur eða fyrirlitningu. Ég hef þegar skrifað um mýmörg dæmi karlfyrirlitningar og í gegnum tíðina hef ég fengið sent eða safnað sjálfur, nokkrum fjölda dæma um karlfyrirlitningu og hatur.

Hatur hefur óneitanlega kynjavídd en ekki endilega hvað varðar umfang vandans. Miklu heldur að það sé ákveðinn blæbrigðamunur á því hvernig karlfyrirlitning annarsvegar og kvenfyrirlitning hinsvegar birtist. Þjökuðustu karlrembur tala þannig um að nauðga þurfi konum til að rétta þær við í hugsun á meðan hörðustu kvenremburnar hóta engum nauðgun, heldur opinbera fyrirlitningu sína með því að sýna ofbeldi og jafnvel morðum á körlum velþóknun, sérstaklega þó þegar konur verða körlum að bana. Þessi fyrirlitning hefur gengið svo langt að í nokkrum vestrænum samfélögum getur kona gengið frjáls frá því að bana karlmanni jafnvel þó um ásetningsbrot sé að ræða.

Svona fyrst umræðan hefur tekið þessa stefnu þá hef ég ákveðið að fylgja henni eftir. Hildur hefur stofnað tumblr síðu þar sem hún heldur utanum dæmi sem sýna kvenfyrirlitningu eða hatur. Í upprunalegu albúmi hennar mátti reyndar finna dæmi um ummæli sem með engu móti geta talist hatursfull en ég veit ekki hvaða stefnu hún ætlar að taka á þessari nýju síðu sinni. Til að draga fram hina hliðina og kanna hvort fyrirlitning á körlum sé ekki bara nokkkuð svipuð að umfangi og kvenfyrirlitning, þá hef ég stofnað samskonar síðu á tumblr. Slóðirnar á síðu mína og Hildar eru:

www.konursemhatakarla.tumblr.com

www.karlarsemhatakonur.tumblr.com

Þar sem ég er þeirrar ónáttúru gæddur, ólíkt Hildi, að vera ekki með óbrigðula dómgreind þá hef ég ákveðið að afmá nöfn þeirra sem fram koma á mínum lista enda snýst þessi umræða ekki um persónur að mínu mati heldur er ætlunin að skoða karlfyrirlitningu í samfélagslegu tilliti. Ég geri þó þá undantekningu á þessu ef manneskjan sem um ræðir gegnir ábyrgðarhlutverki fyrir hönd stofnunar eða félagasamtaka sem hafa með jafnréttismál að gera. Þá afmái ég ekki nafn ef viðkomandi heitir Hildur Lilliendahl.

Þeir sem hafa áhuga á að deila efni sem gæti átt heima á síðunni bendi ég á að senda mér tölvupóst (sjá netfang í „um bloggið“). Best er að taka skjáskot og hafa með tilvísun, slóð, á efnið ef það er mögulegt.

SJ

,

10 athugasemdir á “Faraldur kvenfyrirlitningar?”

  1. Kristinn Says:

    Sæll Sigurður

    Mér þykir safnið „Konur sem hata karla“ þurfa að fá að þroskast aðeins áður en vísað er mikið í það. Fyrstu færslurnar eru allar um þetta hnífsstungumál og fjalla að mínu viti ekkert um karlfyrirlitningu eða hvort árásin sé réttlætanleg, heldur um hvort hnífamaðurinn hafi geta „snappað“ yfir 100.000 krónum. Árásin er ekki skiljanleg eða eðlileg, en það að fólk missi sig undir álagi er það kannski í sumum skilningi og það hve mikið þarf til er persónubundið og aðstæðubundið.

    Dæmin þurfa að vera sæmilega skýr til að safnið verði ekki bara hallærislegt svar við hinu.

    Mín reynsla er sú að konur tali síður á ofsafengnum ofbeldisnótum, en stundi það þess í stað að ætla körlum afar lágkúrulegan þankagang og túlka þá bókstaflega þegar hægt er og ljóst er að sú túlkun gefur verstu mögulegu mynd af ætlun þeirra, sem í sjálfu er bölvaður skítamórall og fyrirlitning – en ekki eins auðvelt að benda á.

    Ég verða allavega að viðurkenna að eins og staðan á myndasafninu er núna get ég vel ímyndað mér að viðbrögðin verði fremur háðsk.

  2. Sigurður Jónsson Says:

    Blesssaður,

    Ég er bæði sammála og ósammála þér hér. Ég er t.d. ekki viss um að hægt sé að taka þessa umræðu án þess að hún verði á köflum hallærisleg. Fólk leggur líka mismunandi skilning í hugtakið hatur svo það er alveg viðbúið að um margt megi deila. Svona almennt séð líður mér betur með að tala um karlfyrirlitningu en hatur í kynjaumræðunni en hér er ég að leitast við að spegla málflutning ákveðins femínista til að varpa ljósi á það hvort hatur hafi þá kynjavídd sem hún vill meina.

    Þegar ég tek beinan eða óbeinan þátt í rökræðum við femínista um hugtök sem eru gildishlaðin finnst mér einnatt best að notast við þeirra mælikvarða til að losna við pælingar um skilgreiningaratriði. Skoði maður albúmið með þeim gleraugum eru þetta allt dæmi um a.m.k. karlfyrirlitningu. Reyndar eru nýjustu færslurnar efst og eldri neðst og ef þú skoðar til enda þá sérðu margt annað en ummæli um hnífstungumálið, s.s. samskipti femínista um SORI manifestó, Mynd Hildar Lilliendahl sem sýnir morð konu á karli, auglýsingaplagat femínískrar ungliðahreyfingar sem sýnir konu berja/drepa karlmenn. Ef þetta sýnir ekki karlfyrirlitning á sama mælikvarða og það sem femínistar segja að sýni kvenfyrirlitningu þá veit ég ekki hvað gerir það.

    Varðandi nýjustu færslurnar þar sem konur leitast við að útskýra atlögu að lífi manns með þjóðfélagsstöðu fórnarlambsins; finnst þér þetta ekki sambærilegt því að reyna að útskýra nauðgun með þjóðfélagsstöðu eða atferli fórnarlambsins? Síðast þegar ég gáði þá var það ein öruggasta leðin fyrir karlmann að koma sér í albúm Hildar að gera akkúrat það.

    En svona í lokin, ég var mjög tvístígandi með að fara út í þetta og það er ástæða fyrir því að ég held þessu á sérvef. Mér finnst þetta nefninlega ekki hafa mikið með jafnréttisumræðu að gera. Þetta er hreinn og klár sandkassaleikur.

  3. Hildur Lilliendahl Says:

    Skemmtilega við hæfi að þú hafir valið alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir friði og jafnrétti til að fá þessa tuttugustu útrás fyrir óbeit þína á mér. Til hamingju með daginn, strákar. Lifi byltingin!

    • Sigurður Jónsson Says:

      Velkomin Hildur. Þetta hafði farið algjörlega framhjá mér. Til hamingju með daginn 🙂

      Ég þarf ekki að hafa óbeit á þér til að finnast skoðanir þínar skrýtnar. Það er líka hægt 😉

    • Halldór Says:

      Skoðanir þínar eru í höfðinu á þér ekki í kynfærum. Þú gætir ekki trúað þessu en margir eru bara ósammála því sem þú heldur og segir, ekki hvaða líffæri þú ert með; þá er ég ekki að segja að það séu ekki til menn sem að hata konur fyrir að vera konur, rétt eins og ég segi ekki að það séu ekki til konur sem hata menn fyrir að vera menn.

  4. Thor Says:

    Það er enginn að segja að kona hafi ekki gagnrýnt karlmann. Hinsvegar er sjaldgjæft að kona gagnrýni karlmann fyrir það eitt að vera karlmaður.
    Þótt gagnrýndar séu gjörðir mannsins … þetta er fáránleg samlíking.

    Að detta sér í hug að líkja þessu saman við kvenfyrirlitningu og hatur manrgra á femínistum.

    Með því heimskulegra innlegg í þessa umræðu sem ég hef lesið.

    • Sigurður Jónsson Says:

      Velkominn Thor og takk fyrir innleggið.

      Okkur greinir þá á um þetta. Ég tel mig hafa séð heil reiðinnar býsn af ummælum kvenna, einkum femínista, sem fela í sér karlfyrirlitningu sé hún mæld á sama kvarða og þær nota gjarnan sjálfar til að greina kvenfyrirlitningu.

  5. Thor Says:

    Það var óþarfi að segja þetta heimskulegt innlegg. Auðvitað hefur þú rétt á þinni skoðun án þess að fá svona leiðindi á móti. Bið þig afsökunar á því.

    En hvað varðar þetta hjá þér með að taka þetta saman að þá er það bara hið besta mál. Þetta er einmitt það sem verið var að kalla eftir. Það komu upp raddir sem spurðu hvort það ætti þá ekki í staðin að taka saman ummæli kvenna og það var hvatt til þess.
    Fínt hjá þér að taka það upp.

    En við erum reyndar ósammála þarna um nokkur ummlæin. Mér finnst þau vera bara almenn gagnrýni á vissa aðila.

    En allavega, endilega haltu þessu áfram. Ef þitt framtak og Hildar geta orðið til þess að fólk tali saman með meiri virðingu og kurteisi að þá er það frábært mál.

    takk fyrir mig
    Þór

    • Sigurður Jónsson Says:

      Ekkert að afsaka Þór. Ég hef fengið harkalegri viðbrögð en þetta og ég veit að ég er á hálum ís hérna.

      Barátta gegn hatri er eitthvað sem mér finnst að ætti ekki að vera kynjað. Þ.e. við eigum bara að berjast gegn hatri per se. Athugasemdakerfi fréttamiðlanna beinlínis loga í almennum dónaskap sem virðist bara aukast ef eitthvað er. Maður hélt að þessu myndi linna þegar fb kom til sögunnar og nafnlausu innleggin nánast hurfu en því fer eiginlega bara fjarri.

      • Thor Says:

        Mikið til í þessu.

        Og vá.. ég tek undir mér þér með dónaskapinn í kommentakerfunum.. t.d dv.is og eyjan.is … það er ömurlegt að lesa margt sem þar er sett inn.

        Og maður átti jú von á því að þegar FB kerfið var sett inn að þá myndi skítkastið (sem sett var inn nafnlaust) að mestu hætta. En neinei.. núna bara ausir fólk skít og drullu yfir fólk undir fullu nafni. 😉 Hikar ekki við það. Að hugsa sér.

        Ótrúlegt að sjá hvað fólk lætur frá sér. Fullorðið fólk.

        En að taka samn verstu ummælin á vonandi eftir að vekja fólk til umhugsunar.

        Kveðja

%d bloggurum líkar þetta: