Brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan: Innanríkisráðuneytið hundsar dönsk yfirvöld

17.1.2014

Blogg

Núna kl. 13:30 í dag hefst lokað þinghald við Hæstirétt Íslands en í kjölfar þess verður kveðinn upp enn einn dómurinn í brottnáms- og tálmunarmáli Hjördísar Svan. Fastlega má gera ráð fyrir því að Hjördís tapi þessu máli eins og öllum hinum. Þetta verður þá í áttunda sinn sem dómur fellur henni í óhag. Að þessu sinni er Hæstiréttur að taka afstöðu til kæru Hjördísar á nýlegum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli norrænnar handtökuskipunar vegna brota sinna.

Ég hef áður skrifað tvær greinar um þetta mál, fyrst Brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan: Áður óbirt gögn og síðan Brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan: Ætlar Innanríksiráðuneytið að fara á svig við lög?

Í seinni greininni fjalla ég um bréf sem Arndís Hauksdóttir, vitorðsmaður Hjördísar, skrifaði og sendi öllum sitjandi þingmönnum í byrjun nóvember á síðasta ári. Í bréfinu lýsir hún fundi sínum með Innanríksiráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni hennar og ráðgjöfum sem hún segir að hafi farið fram í aðdraganda þess að börnin voru flutt á heimili hennar eftir ólöglegt brottnám þeirra í ágúst 2013. Tilefni þessara skrifa minna voru upplýsingar sem í þessu bréfi koma fram sem benda til vægast sagt óeðlilegra afskipta Ráðuneytisins af málinu.

Það var einkum tvennt í frásögn Arndísar af fundinum sem mér fannst alvarlegt: Í fyrsta lagi, það að frásögn Arndísar bendir til þess að Ráðuneytið hafi vitað að í undirbúningi væri ólöglegt brottnám barnanna en ekkert aðhafst. Og í öðru lagi segir Arndís að sér hafi verið lofað því á fundinum að ekki yrði farið að íslenskum lögum í framhaldinu og brotakonan þannig ekki látin sæta ábyrgð gjörða sinna eða börnunum skilað.

Ég sendi Ráðuneytinu fyrirspurn og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama. Ekki síst bara til að gera ráðuneytisstarfsmönnum erfiðara fyrir að beita sér með ólöglegum hætti í málinu, ef það var þá á annað borð satt sem fram kom í bréfi Arndísar. Það var einmitt inntak fyrirspurnarinnar, hvort það sem borið er upp á Ráðuneytið í bréfinu væri satt. Einföld spurning sem hefði gefið Ráðuneytinu tækifæri á að leiðrétta málið ef Arndís var að segja ósatt.

Erindi mitt barst Ráðuneytinu þann 25. nóvember sl. og því styttist í að komnir séu tveir mánuðir síðan það var sent. Ég fékk afrit af sumum þeirra skeyta sem aðrir sendu á Ráðuneytið og veit því fyrir víst að fleiri voru send. Ég veit líka fyrir víst að erindi voru send beint á netfang Hönnu Birnu og aðstoðarmanna hennar. Svar hefur ekki enn borist og þykir mér það benda til þess að það sem fram kom í bréfi Arndísar hafi verið sannleikanum samkvæmt – að ráðuneytið hafi látið hjá líða að upplýsa um yfirvofandi brot og lofað að beita sér með ólöglegum hætti eftir að brotið væri framið.

Nú hef ég undir höndum tvö bréf sem send voru Innanríkisráðuneytinu frá danska Félags-, barna- og samþættingarráðuneytinu (Social-, Børne-, og Integrationsministeret). Í fyrra bréfinu koma fram upplýsingar sem sýna að fullyrðingar Hjördísar, um að enginn hlusti á sig og að ásakanir hennar hafi ekki verið rannsakaðar, eru einfaldlega ósannar. Íslensk yfirvöld virðast hafa kannað þessar ásakanir Hjördísar og fengið viðhlýtandi svör frá dönskum yfirvöldum.

Þá er spurt hvað verði um börnin, komi til þess að Hjördís verði framseld til Danmerkur. Þetta hlýtur að teljast ofureðlileg og mikilvæg spurning föður sem í dag hefur engar aðrar upplýsingar en að íslensk yfirvöld hafi og séu að beita sér ólöglega í þessu máli. Börn hans verða mögulega af móður sinni í kjölfar þinghaldsins sem hefst í dag og enginn veit hvað verður um þau nema einhver fámennur hópur opinberra starfsmanna/ráðamanna. Fólks sem finnst það ekki þurfa að standa skil á einu né neinu í þessu máli. Að endingu er spurt hvernig standi á því að hægt sé að skrá börn í skóla á Íslandi án samþykkis eða aðkomu forræðisaðila.

Fyrra bréfið er dagsett 10. desember sl. og hljóðar svona:

„Við vísum í bréf til Innanríkisráðuneytisins dasgsett 6. ágúst 2013 og síðari framhaldserinda.

Félags-, barna- og samþættingarráðuneytið hefur í millitíðinni fengið upplýsingar um að Hjördís Svan Aðalheiðardóttir hafi í trássi við fyrri  úrskurði flutt börnin ólöglega til Íslands, þar sem hún býður nú afgreiðslu framsalskröfu henni á hendur skv. lögum um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða.

Eins og fram kemur í bréfi okkar dags. 20. ágúst 2013, höfðum við samband við félagsmálayfirvöld í Horsens skv. beiðni Innanríksiráðuneytisins til að afla upplýsinga um það hvort þar til bærir sérfræðingar hefðu lagt mat á ásakanir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur á hendur föður barnanna, Kim Gram Laursen, og fá niðurstöður þeirra rannsókna.

Eins og fram kemur í bréfi okkar til Innanríkisráðuneytisins dags. 20. ágúst 2013, hefur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir einnig sjálf upplýst Félags-, barna- og samþættingarráðuneytið um þessar ásakanir. Þessum upplýsginum var komið til viðkomandi félagsmálayfirvalda.

Hjálagt er svar frá Horsens dags. 23. september 2013 og bréf Áfrýjunarnefndar frá 12. september 2013 um meðhöndlun tilkynninga.

Við látum einnig fylgja með greinargerð um danska löggjöf varðandi tilkynningar um áhyggjur af velferð barna og verklagsreglum hins opinbera í slíkum málum.

Við vísum í bréf frá Horsens dags. 5. apríl 2013 þar sem segir að félagsmálayfirvöld séu meðvituð um börnin og fylgst er með heilsu þeirra og velferð í samræmi við lög um félagsþjónustu. Bæjaryfirvöld benda þar einnig á að Hjördís Svan Aðalheiðardóttir hafi sem málsaðili, á öllum stigum getað sett sig í samband við félagsmálayfirvöld og fengið upplýsingar um málið og vinnslu þess.

Við bendum á að Kim Gram Laursen var með dómi Héraðsdóms Kolding þann 28. september 2012, dæmt fullt forræði yfir börnunum. Kim Gram Laursen hefur gefið samþykki sitt fyrir því að við yfirförum dóminn og önnur málsskjöl ásamt rannsóknum sem gerðar hafa verið á börnunum við rekstur málsins fyrir Vestri Landsrétti á grundvelli áfrýjunar Hjördísar Svan.

Kim Gram Laursen hefur nú leitað til okkar og beðið um aðstoð við að fá svör um mikilvæg atriði þessa máls.

Hann hefur upplýst okkur um að hann fái engin svör frá íslenskum yfirvöldum við fyrirspurnum um það hvað verður gert við börnin, komi til þess að Hjördís verði framseld til Danmkerkur. Á sama tíma hefur hann verið upplýstur um að börnin gangi í skóla á Íslandi en að Íslensk yfirvöld neiti að segja hvar.
 
Í ljósi þessa beinum við þeirri fyrirspurn til Innanríkisráðuneytisins, hvernig íslensk yfirvöld hyggjast bregðast við með tilliti til barnanna, komi til þess að Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verði framseld til Danmerkur.

Við óskum einnig staðfestingar Ráðuneytisins á því hvort, og þá hvar, börnin séu í íslenskum skóla og hvernig á því standi að hægt sé að skrá börn í íslenskan skóla án samþykkis forræðisaðila.“

Seinna bréfið er svo dagsett í gær, 16. jan. Það er ítrekun á fyrra erindinu þar eð Innanríkisráðuneytið hefur ekki séð ástæðu til að svara danska Ráðuneytinu, eða Kim Gram sjálfum, nú rúmum mánuði eftir að fyrirspurn Ráðuneytisins er send og enn lengra síðan Kim sjálfum hefur verið sýnd sú ótrúlega vanvirðing að vera hundsaður af íslenskum yfirvöldum. Við skulum ekki gleyma að þetta er fyrirspurn er varðar velferð barnanna. Ítrekunin er send í ljósi þess að í dag hefst þinghald í málinu hjá Hæstarétti og sem stendur ríkir algjör óvissa um það hvað verður um börnin ef Hjördís verður framseld – sem allar líkur standa til að verði raunin.

M.ö.o. faðir þeirra veit ekkert hvað tekur við, verði móðirin framseld. Í ljósi framkominna upplýsinga og framkomu íslendinga í hans garð má hann allt eins búast við því að börnin verði ekki send heim, heldur haldið hér ólöglega fyrir tilstuðlan Innanríksiráðuneytisins með blessun fjórða valdsins. Svona spilling þrífst aðeins undir æpandi þögn þeirra sem ættu að vera að veita ráðamönnum aðahald – fjölmiðla sem enn hafa ekki látið af stuðningi sínum við hina margdæmdu brotakonu.

Finnst okkur þetta í lagi?

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

18 athugasemdir á “Brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan: Innanríkisráðuneytið hundsar dönsk yfirvöld”

  1. Sigurjón Says:

    Kudos, Sigurður.
    Takk fyrir þetta. Það verður mjöööög forvitnilegt að sjá hvað gerist. Sérstaklega í ljósi þess sem í ljós hefur komið um samskipti Hjördísar og innanríkisráðuneytisins.

    Kim, við stöndum með þér í baráttu þinni.

  2. Halli Says:

    Af þessari lesningu hér að ofan má ekki annað skilja en að íslenska ríkið hagi sér eins og vitorðsmaður í brottnámi barna, ekki bara mögulega fyrir, heldur enn skýrara eftir brottflutning með því að vinna á móti brotaþola, Kim

  3. Grumpy old man Says:

    ‘Eg vil benda þér og öðrum þeim er skrifuðu ráðuneytinu á að setjast aftur við skriftir og nú að skrifa

    Umboðsmanni Alþingis

    Þórshamri, Templarasundi 5 – 101 Reykjavík – Sími 510 6700 – Fax 510 6701 – Grænt númer 800 6450 – postur@umb.althingi.is

    Og kvarta við hann undan sérlega lélegri stjórnsýslu
    Ekki er verra að senda afrit á ráðuneytið.

    Ráðuneytum er frekar illa við að fá á sig skammir þaðan og þaug komast ekki upp með að svara ekki bréfum frá honum

    Ég get alls ekki skilið hvers konar aulagangur þetta er í Hönnu Birnu og hjálparkokkum hennar Maður gæti haldið að Halim Al væri starfandi sem ráðgjafi hjá ráðherra

    Kveðja

    Grumpy old man

  4. Ingolfur Torfason Says:

    Þetta kemur allt fram vonandi eftir þinghald Hæstaréttar! En það sem er verst í þessu öllu er að velferð barnanna og þeirra sálalegra sára sem aldrei verða bætt með þessum þvættingi, hver sem er með réttin á sinni síðu! Síðan er það fjölmiðlar eins og DV, sem er í einhliða baráttu fyrir móður sem samhvæmt öllu er með ferlega léleg spil á hendi og hefur einhliða svartmálað föðurinn, DV hlýtur að hafa einhverjar skildur gagnvar því sulli sem þar hefur farið fram, en því miður getur þú birt hvaða staðreyndar vittleisu sem helst án ábyrgð! Síðan er þetta nú allveg svakalegt að yfirvöld tak þátt í þessum sálrænu áverkum sem þessi börn verða fyrir, á langtíma þvaðri foreldra, sem er mér allveg óskyljanlegt! Ég sem foreldir hefði heldur gefið upp stríðið, en að láta hið opinbera valda börnum mínum þennan sálarlega skaða! Mér þykir of vænt um börnin mín, svo að ég skyldi ekki láta þaug lenda í þessum skrípaleik yfirvalda og DV!

    SJ. vonandi fylgir þú þessu eftir og kemur með greinargóð og málefnaleg skrif um þetta! Þú hefur hingað til gert það með þínum frábæru skrifum, málefnalegum sem og greinargóðum um þetta sem og öðru!

    Kveðja undirritaður!

  5. Kristinn Sigurjónsson Says:

    Framkoma ráðuneytisins er alveg með eindæmum og þar sem þeir eru ekki bara meðvirk heldur líka virk á þessari valdnýðslu þá ætti að kæra ráðuneytið til umboðsmans alþingis. Það er alveg ótrúlegt hvernig ráðuneyti og fjölmiðlar sameinast um að níðast á börnum.

    • Ingolfur Torfason Says:

      Kristinn, þarna hittir þú naglan á höfuðið „Það er alveg ótrúlegt hvernig ráðuneyti og fjölmiðlar sameinast um að níðast á börnum“. Á ritsjórnarfundum kemur ritstjorin fram með: þetta selur, tökum þetta og á netsíðu DV er hálfa sagan sögð, nema að þú sér áskrifandi og eftir því sem fleyri eru inni á viðkomandi síðu kemur auglýsingatekjur, heilbryggð skynsemi er af skornum skammti þegar peningar eru annarstaðar!

  6. Eiríkur Stefánsson Says:

    Hvenær má búast við niðurstöðunni? Maður trúir varla að manneskja fái að komast upp með barnarán og án eftirkasta eða sitja inni.

  7. Sigurður Says:

    Þá hefur Hæstiréttur kveðið upp úrskurð. Hann er nákvæmlega eins og ég bjóst við, staðfesting á niðurstöðu úr héraði, Hjördís verður afhent dönskum yfirvöldum þar sem hún mun þurfa að sæta refsiábyrgð vegna glæpa sinna.

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/01/23/afhent_donskum_yfirvoldum/

    Ég hef hinsvegar ekki upplýsingar um að íslensk yfirvöld hafi svarað fyrirspurnum Kims eða danskra yfirvalda.

  8. Helgi Says:

    Réttlát niðurstaða í málinu og alveg í góðu samræmi við hegðun Hjördísar gagnvart börnunum.

    • Sigurður Says:

      Já, það er fátt sem bendir til annars en að þetta sé réttlát niðurstaða.

      Þetta er líka merkileg niðurstaða þar eð hér er kona í fyrsta sinn framseld vegna brottnáms- og tálmunarmáls. Þá held ég að Hjördís hafi einnig verið brautryðjandi í framkvæmd innsetningaraðgerðar, þ.e. þegar börnin voru tekin af henni með valdi á sínum tíma.

      Þetta verður vonandi til þess að konur sem eru svipað innréttaðar hugsi sig tvisvar um áður en þær traðka á réttindum feðra og barna.

  9. ólafur Says:

    Ok. Enn að öðru. Hvað á að gera varðandi þátt þóru Tómasar í þessu máli. það er kona sem meðal annars hatar karlmenn og tálmar sj´lf um gengni dóttur sinnar við föður sinn. Veit fólk þetta?

    • Sigurður Says:

      Nei, ég veit ekkert um það að Þóra tálmi umgengni dóttur sinnar við föður og finnst nú að við ættum að fara varlega í að leggja fram slíkar ásakanir hér. Er þetta ekki bara einhver kjaftasaga?

      Annars hefur Þóra verið fyrirsjáanleg í umfjöllunum sínum fyrir blaðið. Bæði í þessu máli og máli Egils Einarssonar sem ranglega var sakaður um nauðgun, tók Þóra harða femíníska afstöðu.

      Í báðum þessum málum þykir mér hafa sýnt sig að hún var tilbúin að horfa framhjá öllum gögnum sem sýndu fram á hið gagnstæða og telja sér trú um að jörðin væri flöt.

  10. Helgi Says:

    Reyndar varðandi það þegar börnin voru tekin af henni með valdi þá var lögum ekki framfylgt varðandi framkvæmdina. Sjá 45. grein barnalaga. Vonum að slíkt hendi ekki aftur í slíkum málum. T,d mætti sækja börnin þegar þau eru á leikskóla og tálmandi foreldri fjarstatt.

    • Kristinn Sigurjónsson Says:

      Hvaða bull er þetta í þér Helgi. þegar lögreglan kom óeinkennisklædd þá var hún búin að safna liði. Til að koma í veg fyrir slagsmál þá sótti sýslumaður liðstyrk (hann þurfti klára málið, framfylgja málinu) og hann kallar á sérsveitina. Sérsveitin er ekki bara alvopnuð sveit til að berjast gegn hryðjuverkamönnum. Þetta er einamana lið sem hefur bæði mjög góða stjórn á skapi sínu og láta ekki slá sig út af laginu (þeir voru valdir því vinir Hjördísar ætluðu að gera fjölmiðlafár úr þessu eins og hún hefur alltaf gert) þeir eru auk þess mjög vel þjálfaðir og geta fumlaust handekið menn án vandræða. Þetta var einfaldlega besti kosturinn þegar Hjördís safnar til sín málpípun til að gera enn eitt fjölmiðlafárið sem DV og flestir aðrir fjölmiðlar hlupu eftir.

  11. Helgi Says:

    Það er ekkert bull Kristinn. Skoðaðu lögin. Lögreglan má ekki vera einkennisklædd við innsetningargerðina svo ég nefni sem dæmi.

  12. Ásta Says:

    Það breytir því hins vegar ekki að Hjördís hefði vel getað komið í veg fyrir þennan sirkus sem varð þegar börnin voru tekin af henni með valdi. Hun hafði alltaf tækifæri á því að að afhenda börnin, og þar hefði hún getað sjálf komið í veg fyrir þennan skaða sem börnin hennar eru búin að verða fyrir. Ég sjálf sem móðir hefði aldrei látið börnin mín ganga í gegnum svona lagað, jafnvel þó að ég hefði verið sannfærð mínum málstað.

    Hún hundsar alla dóma sem falla í málinu hennar, og segir kerfið gæti ekki að hagsmunum barna sinna…því miður og það er mín skoðun að hún hefur ekki haft velferð barna sinna að brjósti og lifir á tárum barna sinna.

  13. Helga Dögg Says:

    Athyglisvert svar frá Hönnu Birnu…veit satt að segja ekki hvað ráðherrann ætlar sér. Mér finnst líka merkilegt að fyrirspurn berist á Alþingi um málið, því mörg mál hér innanlands rata ekki inn á þing. Hvernig væri að þessir ágætu þingmenn, Björt og Hanna Birna veittu íslenskum feðrum í tengslum við íslensk börn athygli.

    sjá frétt:http://ruv.is/sarpurinn/sjonvarpsfrettir

    • Kristinn Sigurjónsson Says:

      Mér lék hugur á að kynna mér nýjustu málpípu Hjördísar sem hún er núna búin að fá í sitt lið. Það er Björt Ólafsdóttir, og þegar maður skoðar feril hennar á heimasíðu Alþingis (http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1158) þá kemur m. a. fram …„Stúdentspróf MH 2003. BA-próf í sálfræði og kynjafræði HÍ 2007. MSc.-próf í mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Lundi 2008“. M. ö. o hún er með BA próf í kynjafræðum. Er von að maður spyrji sig hvort hún vilji almennt jafnrétti, og þá líka í sifjamálum eða bara feminiskt jafnrétti.

%d bloggurum líkar þetta: