Breski heimildaþátturinn Brainsex frá BBC

24.4.2012

Blogg, Myndbönd

Brainsex er fyrsti þáttur af þremur í þáttaröðinni Secrets of the sexes sem framleidd var af BBC sjónvarpsstöðinni og sýnd árið 2005. Þátturinn byggir m.a. á stærstu kynjarannsókn sem gerð hefur verið, rannsókn Dr. Richard Lippa en um 500.000 konur og karlar frá tæplega 200 löndum tóku þátt í henni. Þeir sem séð hafa norska heimildaþáttinn Likestillingsparadokset kannast því við ýmislegt sem þarna kemur fram.

Nokkuð er lagt upp úr afþreyingargildi þáttanna og ættu þeir því að höfða til sem flestra. Ég mun ekki sýna hina tvo þætti þessarar þáttaraðar þar sem þeir eiga ekki jafnt skýrt erindi inn í þá umræðu sem ég einbeiti mér að. Þá get ég því miður ekki þýtt þennan þátt, allavega ekki að sinni.

Eru kynin eins frá náttúrunnar hendi eða hefur náttúran og mörg hundruð þúsund ára samspil okkar við hana gert kynin ólík í einhverjum grundvallaratriðum? Er kyngervi afurð félagsmótunar eins og femínistar vilja meina? Eða sitt lítið af hvoru? BBC tekst hér á við þessar spurningar á virkilega skemmtilegan hátt.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: