Sómakonan Hildur Lilliendahl hefur aldeilis náð að hræra upp í fólki síðustu daga með samantekt sinni á ummælum karla í myndaalbúm sem hún nefnir „Karlar sem hata konur“. Verandi sá strigakjaftur sem hún er, vissi ég strax að þetta gæti ekki orðið annað en áhugavert.
Ég vil byrja á að segja að mörg þeirra ummæla sem hún hefur tekið til, sýna vissulega kvenfyrirlitningu þeirra sem þau viðhafa og ég get ekki sagt að ég sjái eitthvað að því að vekja athygli á ummælum sem t.d. ýja að því að stúlka sem verður fyrir hópnauðgun geti bara sjálfri sér um kennt. Ég myndi hafa áhyggjur af því ef dóttir mín eða dóttir þín væri að deita slíkan kóna. Mér finnst löngu tímabært að samfélagið finni leiðir til að minnka ósómann sem við manni blasir t.d. undir fréttum á venjulegum fréttamiðlum og vil ég þá ekki einskorða það við kynjaumræðuna.
Eins og ég þó bjóst við, sé ég nokkuð af ummælum í samantekt Hildar sem hafa meira að gera með fyrirlitningu, ekki á konum, heldur á öfgafullum femínistum eða skoðunum þeirra. Þá eru þarna ummæli sem ég get ekki með nokkru móti séð að feli í sér fyrirlitningu á konum eða femínistum. Tökum dæmi um ummæli sem mér finnast vera laus við alla fyrirlitningu og hatur:
Hér tekur karlmaður þátt í umræðu um nauðgunarkæru sem þá hafði nýlega verið lögð fram gegn þjóðþekktum karli og spúsu hans. Þessi ummæli er sett fram af yfirvegun, fella enga dóma og eru meira að segja sett fram með þeim fyrirvara að vel kunni vel að vera að karlinnn reynist svo sekur (athyglisvert er að í athugasemdinni er ekki minnst orði á unnustu karlsins sem einnig sætir ákæru).
Aðspurð um ástæður þess að þessi tilteknu ummæli skyldu hafa ratað í albúmið segir Hildur: „mér fannst þetta með að hörðustu femínistarnir vildu snúa sönnunarbyrðinni við alveg vinna honum þetta slott inn“. Hér lætur Hildur eins og femínstar og samtök femínista hafi aldrei látið í ljós vilja sinn til að snúa við sönnunarbyrði í einstökum brotaflokkum. Það eru hinsvegar til vel skráðar heimildir um þetta eins og var til umfjöllunar hér á þessu bloggi fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Sjá hér.
Í augum Hildar jafngildir það semsagt hatri á konum að sjá eitthvað athugavert við það að karlmenn séu sviptir grundvallarmannréttindum. Karlar geta semsgagt átt von á því að vera vændir um almennt kvennahatur ef þeir fylgja Hildi ekki að máli í einu og öllu á hennar pólitísku vegferð. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Hildur vissi vel af því, þegar Femínistafélag Íslands dreifði ummælum talskonu Stígamóta um að hluti 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu og 70. grein Stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins væri til óþurftar þegar um væri að ræða karlmenn. Takið eftir að hér eru ekki á ferðinni róttæklingar á barnsaldri heldur ríkisstyrkt samtök femínista, Stígamót, sem er til vitnis um það að karlfyrirlitning er orðin að kerfislægu vandamáli í íslensku samfélagi fremur en að vera bundið við nokkra óða einstaklinga á internetinu.
Þetta er ekki það eina sem mér finnst draga úr gildi þessarar samfélagstilraunar Hildar. Í viðtali við DV kveðst hún aldrei hafa séð ummæli kvenna í garð karla sem fela í sér ámóta hatur og það sem hún setur fram í albúmi sínu. Miðað við hvað Hildur hefur mikinn áhuga á femínisma og hvað femínistar hafa sjálfir verið duglegir við að ala á karlfyrirlitningu og hreinu hatri, þá þykir mér það einkar undarlegt að hún hafi verið svona dugleg við að láta þau tilvik fram hjá sér fara með öllu. Ég skal viðurkenna að ég hef aldrei séð femínista hóta því að nauðga karlmanni fyrir skoðanir sínar en ég hef séð femínista lýsa löngunum til að berja og drepa karlmenn oftar en einu sinni og raunar eru dæmin mýmörg. Sjá t.d. hér þar sem ég bendi öðrum bláeygum femínista á fjölmörg tilvik um karlfyrirlitingu og hatur.
Ég hef ekki gert mér far um að safna ummælum við fréttir eða blogg þar sem konur sína karlfyriritningu eða hatur og er ekki viss um að mér þætti viðeigandi að birta slíkt með nafni viðkomandi. En þar sem tónninn hefur verið settur birti ég hér ein ummæli sem ég fékk send fyrir margt löngu og þá eftir að hafa afmáð nafn viðkomandi brjálæðings:
Hér höfum við semsagt miðaldra íslenska konu óska Hæstaréttardómaranum Jóni Steinari Gunnlaugssyni dauða. Prófílmyndin hennar sýnir hana sjálfa með byssu í hönd sem flestir hljóta að vera sammála um að gefi ummælum hennar svolítið alvarlegri blæ en ella. Sá sem sendi mér þessa mynd sá ástæðu til að upplýsa lögregluna um málið og skömmu síðar var þessi athugasemd fjarlægð af dv.is.
Mér finnst þessi ummæli toppa allt sem Hildur birtir í sinni samantekt.
SJ
29.2.2012 kl. 21:07
Langar í framhaldi að benda á virkilega fróðlega samantekt á ummælum Hildar sjálfrar um konur og karla sem myndu sóma sér vel í samsvarandi albúmi um konur sem hata karla.
http://harpa.blogg.is/2012-02-29/urklippur-hildar-lilliendahl/
Má Harpa hafa bestu þakkir fyrir samantektina.
1.3.2012 kl. 0:43
Frábær og hnitmiðuð grein. Væri spennandi að sjá þig skrifa eina grein í Fréttablaðið eins og frakkur netverji stakk upp á um daginn 🙂
1.3.2012 kl. 23:41
Velkominn og takk fyrir innleggið Tommi. Hver veit nema ég taki þessari áskorun. Reyndar vildi ég óska að svo miklu fleiri karlmenn og jafnréttissinnaðar konur tækju þátt í málefnalegri baráttu gegn þessum öfgaöflum.
1.3.2012 kl. 15:06
Ég hef verulegar áhyggjur af því að sumir vilji snúa sönnunarbyrðinni við. Ég spurði Maríu Lilju hreint út um sína afstöðu á umræðuþræði hérna http://smugan.is/2012/02/samfelagid-er-fullt-af-naudgurum-ekki-lygasjukum-konum/ eftir að hún hafði gefið í skyn að ég væri að oftúlka orð hennar. Hún hefur ekki svarað enn.
1.3.2012 kl. 23:50
Mér finnst þetta ekki vera nein spurning eftir að Femínistafélag Íslands birti ummæli talskonu Stígamóta um að „hugmyndafræðin „saklaus uns sekt sannast“ er ekki fullnægjandi þegar um nauðgunarmál er að ræða …“
Er hægt að túlka þetta á einhvern annan hátt en að hún telji að betra væri að álíta ásakaða menn seka uns sakleysi þeirra er sannað?
Ég tek eftir undarlegum hártogunum um þetta mál sem þær eru augljóslega feimnar með og hef séð þær kalla menn hálfvita vinstri hægri fyrir að halda þessu fram.
Í mínum huga staðfesta ummæli Guðrúnar þessa viðleitni forréttindafemínista svo ekki verður um villst..
3.3.2012 kl. 19:55
Ég verð bara að taka að ofan fyrir þér, mikli meistari. Ég hef lesið margar færslur þínar en þó ekki mikið verið að tjá mig hérna. En það er ótrúlega mikið sannleikskorn í þessari síðu þinni og það er mikilvægt að einhver sé duglegur að gagnrýna það sem er í gangi meðal íslenskra feminista í dag. Aldrei myndi það hvarla að mér að segja að ég væri kvenhatari, eða að ég styðji ekki jafnrétti. En mér finnst sorglegt að sjá hversu brengluð hugmyndafræði margra þessara kvenna er. Þetta er gallinn við að búa á svona litlu landi eins og Íslandi, rödd nöttarranna glymur talsvert hærra en annars staðar. Þá vil ég taka fram að ég er ekki að tala um þá sem vilja jafnrétti, heldur þá sem vilja bara kvenheim og sjá skrattann í hverju horni.
4.3.2012 kl. 0:10
Velkominn og takk fyrir innleggið Alexander. Vonandi sé ég meira af þér hér.
Það er nefninlega helst þögn okkar hinna sem hefur gert það að verkum að málflutningur femínista virðist súrna með hverju árinu sem líður. Af einhverjum sökum hafa femínistar fengið nánast algjöran frið fyrir málefnalegri gagnrýni, það sést best á því hvað þessi hugmyndafræði er viðkvæm fyrir málefnalegri gagnrýni og hvað femínistar velja sér þægilega mótaðila.
Á meðan háværasta gagnrýni á femínisma verður öfgafull og jafnvel hatursfull þá munu þær áfram stjórna jafnréttisumræðunni.