Eitt af því fyrsta sem opnaði augu mín fyrir því að margt í málflutning forréttindafemínista stæðist illa skoðun, var rýr réttur karla miðað við kvenna hvað varðar börn þeirra. Ef við sleppum öllu flúri má fullyrða að eftir að foreldrar barns hafa slitið samvistum, eru möguleikar föður og barns til þess að eiga farsælt samband algjörlega undir velvilja barnsmóðurinnar kominn. Það er líka staðreynd, þó lítið sé um það talað, að margir karlar þurfa að greiða konum fyrir aðgang að börnum sínum. Við skulum skoða eitt slíkt dæmi.
Í október 2007 féll sögulegur dómur í héraði þegar manni var gert að greiða fjórfalt meðlag með fjögurra ára gömlum syni sínum. Dómurinn var sögulegur fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn sem manni var gert að greiða fjórfallt meðlag með einu barni. Einfalt meðlag var á þessum tíma kr. 18.284 á mánuði sem gerði mánaðarlega meðlagsgreiðslu mannsins kr. 73.136. Þegar þetta er ritað hefur upphæðin hækkað upp í kr. 93.644 leiðrétt m.v. vísitölu.
Forsaga málsins var sú að maðurinn og konan stofnuðu til sambúðar árið 2002 og eignuðust son árið eftir en upp úr sambúðinni slitnaði svo árið 2004. Við sambúðarslit gerðu þau með sér samning sem fól í sér að maðurinn greiddi konunni kr. 5 milljónir í eingreiðslu sem hugsuð var sem innborgun á íbúð og til framfærslu sonar þeirra. Forræði var sameiginilegt og maðurinn skyldi greiða einfalt meðlag en konan lofaði í samkomulaginu að óska ekki eftir auknu meðlagi í framtíðinni á grundvelli eingreiðslunnar sem þegar hafði verið innt af hendi.
Þetta sama ár óskaði maðurinn síðan eftir því að vera falið fullt forræði yfir drengnum og að hann hefði lögheimili hjá sér ásamt því að móðirin greiddi einfalt meðlag. Engin krafa var gerð um endurgreiðslu á 5 milljóna kr. eingreiðslu mannsins til konunnar. Konan gerði þá gagnkröfu sem leiddi til samkomulags um að forræði yrði áfram sameiginlegt en að maðurinn greiddi henni þrefalt meðlag eftirleiðis.
Árið 2006, einu og hálfu ári eftir síðasta samkomulag, stefndi konan manninum á ný og krafðist þess nú að fá fullt forræði yfir barninu ásamt því að maðurinn greiddi sér fjórfalt meðlag. Þetta féllst dómurinn á í báðum liðum og var konan því búin að tryggja sér fullt forræði yfir barni þeirra ásamt því að næla sér í tugmilljóna króna meðlög til 18 ára aldurs drengsins. Þá eru ótaldir þeir styrkir sem einstæðar mæður fá frá ríki og bæ en þeir geta numið tugum þúsunda á mánuði. Ef við reiknum út heildargreiðslur mannsins til konunnar og deilum niður á mánaðargreiðslu til 17 ára, (þ.e. sá tími sem hann greiðir meðlag að teknu tilliti til eins sambúðarárs þegar ekkert meðlag var greitt), þá nema mánaðarlegar greiðslur mannsins til konunnar tæpum 110.000 krónum sem konan fær skattfrjálst sem jafngilti launum upp á tæplega tvöfallt hærri upphæð.
Það kostar engar 110.000 krónur að framfleyta barni. Sérstaklega þegar ríki og bær veita meðgjöf sem getur numið 50.000 kr. á mánuði (gróflega áætlað). Því má með sanni segja að manninum hafi verði gert að standa straum af framfærslu móðurinnar en ekki bara barnsins.
Ég býst við að það séu fleiri til en bara ég sem finnst kerfi sem leitt getur til þessarar niðurstöðu vera með því furðulegra sem feðraveldið hefur fært okkur.
SJ
28.2.2012 kl. 8:44
Af hverju vísar þú ekki á dóminn?
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200701123&Domur=2&type=1&Serial=1
Móðir barnsins var tekjulítil, faðirinn moldríkur!
> „Samkvæmt vottorði löggilts endurskoðanda hafði stefndi engar launatekjur árin 2005 og 2006 en hins vegar fjármagnstekjur sem námu fyrra árið 124.979.626 krónum og hið síðara 49.923.485 krónum. „
28.2.2012 kl. 8:53
> Árið 2006, einu og hálfu ári eftir síðasta samkomulag, stefndi konan manninum á ný og krafðist þess nú að fá fullt forræði yfir barninu ásamt því að maðurinn greiddi sér fjórfalt meðlag. Þetta féllst dómurinn á í báðum liðum og var konan því búin að tryggja sér fullt forræði yfir barni þeirra gegn vilja föðurins…
Í dómnum stendur: “ Stefndi samþykkir kröfu stefnanda um að henni verði fengin forsjá barnsins C. Hann krefst þess hins vegar að hafnað verði kröfu stefnanda um að sér verði gert að greiða fjórfalt meðlag…“
28.2.2012 kl. 23:09
Ef þú stendur í forræðisdeilu, ert með lim og lögfræðing sem útskrifaðist ekki í fyrra, þá mun hann ráðleggja þér að gefa þessa kröfu eftir þar sem það er vonlaust fyrir karlmann að vinna forræðismál. Það segir því ekkert um hans vilja þó hann hafi ekki haldið kröfunni til streytu. Þannig er nú það 🙂
29.2.2012 kl. 19:06
Það er einfaldlega rangt að það sé vonlaust fyrir karlmenn að vinna forræðismál. Það sést fljótt ef flett er í gegnum dóma á vefnum.
Annars skiptir það engu máli í þessari umræðu.
28.2.2012 kl. 9:14
Velkominn Matti og takk fyrir innleggin, fínt að vísa í dóminn.
Takk einnig fyrir leiðréttinguna, ég tók út textann „gegn vilja föðurins“ og verð að viðurkenn að ég hreinlega man ekki hvort ég hafði þetta úr fréttum eða hvernig þessi villa slæddist inn þar sem það er töluvert síðan ég skrifaði þessa færslu þó hún sé að birtast núna.
Varðandi það að konan sé tekjulítil en maðurinn moldríkur eins og þú orðar það þá finnst mér það ekki skipta máli. Konan fær miklu mun meira en hún þarft til að sjá fyrir barninu. Það væri t.d. gaman að sjá hvernig föðurnum vegnar núna eftir hrunið. Kannski hún ætti að fara að borga meðlag með honum miðað við breyttar forsendur?
28.2.2012 kl. 9:32
Ef faðirinn er sterkefnaður (látum liggja á milli hluta hvernig staða hans er í dag – ræðum þetta út frá stöðunni sem var uppi þegar dómurinn féll) er þá ekki rétt að barnið njóti góðs af því, burtséð frá því hvort það býr hjá föðurnum eða ekki?
28.2.2012 kl. 10:03
Velkomin Kristín og takk fyrir innleggið.
Ef faðirinn er sterkefnaður og í tengslum við barn sitt þá mun barnið óhjákvæmlega njóta góðs af því.
Ef ég væri viðkomandi faðir þá myndi ég frekar kjósa að sinna þörfum barnsins sjálfur í stað þess að vera dæmdur til að borga móðurinni tugi milljóna til sem hún svo ráðstafar að vild. Ég held að eingreiðsla þessa tiltekna manns upp á 5 milljónir sýni að hann var engin nánös og var sannarlega að gera sitt til að bæta félagslega stöðu konunnar og þar með barns síns.
Ég held að þetta fyrirkomulag í samfélagi okkar, að karlar eigi að standa straum af kostnaði við uppeldi barna sem þeir hafa ekki einu sinni hjá sér hafi mjög skaðleg áhrif á alla aðila, konuna, karlinn og barnið.
Þess má svo geta til fróðleiks að kynjafræðiprófessor og framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu líta ekki á meðlagsgreiðslur sem framfærslu sem er út af fyrir sig mjög merkilegt..
28.2.2012 kl. 10:16
Það má eflaust taka langa umræðu um meðlög, forsendur þeirra o.s.frv. en eins og staðan er í dag eru báðir foreldrar framfærsluskyldir gagnvart barni og þá skyldu uppfyllir foreldri sem barn hefur ekki lögheimili hjá í gegnum meðlag. Í því ljósi er ekki óeðlilegt að vel efnað forsjárlaust foreldri sé skyldað til þess að greiða meira til framfærslu barns heldur en forsjárlaust foreldri sem hefur lítið á milli handanna. Það er auðvitað hægt að ímynda sér að efnaða foreldrið láti barnið njóta góðs af stekum efnahag en það er þó ekki víst og þarna grípur greinilega löggjafinn inn í (og svo dómsvaldið) og tryggir að barnið njóti þessa.
Hvað varðar þessi ummæli kynjafræðiprófessors (er það sú sama og framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu?) þá er erfitt að tjá sig um þau í ljósi þess að þú getur ekki heimilda. Aftur á móti sé ég ekki að þau skipti neinu sérstöku máli í þessu samhengi. Ef skoðuð er t.d. heimasíða sýslumanns sést berlega að meðlag er ætlað til framfærslu barns og ósköp lítið um það að segja, óháð persónulegum skoðunum „fólks út í bæ“.
28.2.2012 kl. 10:27
Rétt, báðir foreldrar hafa framfærsluskyldu en hér er verið að gera hann ábyrgan fyrir framfærslu ekki bara barns heldur móður þar sem þetta tekur öllu því fram sem kostar að standa straum af því að ala upp barn. Það er það eina sem ég gagnrýni.
Raunin er alls ekki sú að það foreldri sem meira hefur milli handana borgi meira en það sem hefur minna þó það kunni að vera þannig í þessu dæmi. Þessi skekkja kemur til af því að eingöngu er horft til tekna en ekki skuldastöðu.
Þú getur séð þessi ummæli kynjafræðiprófessorsins hér: https://forrettindafeminismi.wordpress.com/2011/11/13/kynjafraediprofessor-segir-medlog-ekki-framfaerslu/
Hvað varðar orð Kristínar Ástgeirsdóttur í sömu veru þá mun ég birta færslu um það hér bráðlega en hún lætur standa sig að nákvæmlega sömu villu.
28.2.2012 kl. 10:19
Smá dæmisaga … vinur minn á son með konu sem hefur af einhverjum ástæðum ekki unnið eftir að hún eignaðist soninn fyrir 5 árum síðan. Sú kona er skuldlaus og býr í fínni íbúð sem hún fékk úthlutað hjá féló. Hann er aftur á móti stórskuldugur en með fín laun og borgar meðlag.
Núna fyrir öskudag hringir konan í hann og spyr hvort hann geti ekki borgað fyrir einhvern öskudagsbúning af því að hann var svo dýr … 10 þúsund kall sem hann gerir.
Næst þegar hann kemur til þeirra að sækja soninn fyrir helgina hleypur sonurinn á móti honum í búningnum syngjandi „sjáðu hvað mamma gaf mér“.
28.2.2012 kl. 23:11
Sætt :S
29.2.2012 kl. 8:56
eins og gunnar benti hér á að ofan þá er það vita vonlaust að berjast gegn barnsmóðir um forræði á barni, sem er svo ekkert svo vitlaust þar sem mæður eru oftar en ekki sá aðili sem er tengdari barninu,( ég er ekki að alhæfa ég vill að það komi fram að ég er einmitt skilnaðarbarn svo kanski mín skoðun sé endurspeglun á því uppeldi) en samt sem áður finnst mér það frekar skrítið að konan fari fram á fjórfalt meðlag.
eins og SJ bendir á þá er það mikið meira en það sem þarf til að framfleyta barni í dag (jafnvel eftir hrun), en það sem mér finnst merkilegast við þetta er að hún fer fram á fullt forræði ? afhverju ?
það er sjálfsagt einhver ástæða þar á bakvið, Segjum sem svo að barnið eyði c.a 50-75 dögum á ári með föður sínum, er það ekki örugglega meira virði en þessi auka meðlagsgreiðsla ? ég segi fyrir mitt leiti að ef ég hefði ekki kynns föður mínum þá væri ég ekki sá maður sem ég er í dag.. mikilvægi foreldra er jafnt þegar kemur að uppeldi þó svo að það meigi færa rök fyrir því að móðir sé mikilvægari á fyrsta ári, því miður þá finnst mér þessi tiltekna móðir einfaldlega vera sjálfselsk, ekki með hag barnsins fyrir brjósti, (tek það fram ég er ekki buin að kynna mér þetta mál heldur er þetta mín skoðun alment á forræðismálum)
29.2.2012 kl. 18:12
Velkominn Valdi og takk fyrir áhugavert innlegg.
29.2.2012 kl. 21:50
Það eru undarleg viðhorf og ummæli sem maður les sem viðbrögð við þessu bloggi.
Að maðurinn er milljónamæringur ætti ekki að hafa neitt með réttlæti og jafna ábyrgð á uppeldi barnsins að gera. Eða það myndi maður ætla.
Ég velti fyrir mér án þess að hafa hugmynd um hver þetta er sem er dæmdur til að borga fjórfalt meðlag vegna þess að hann er ríkur hafi með haturfull viðbrögð að gera. Var þetta einhver útrásar víkingur..
Auðvitað skiptir það engu máli en útskýrir ummæli fólks sem hatar að einhver eigi meiri peninga en það.
Það er leitt að blanda þvílíku inn í mál þar sem hagsmunir barnsins eru það sem skiptir máli. Eiginlega ansi skítlegt.
Þakka þér fyrir greinargóða og yfirvegaða umræðu Sigurður.
2.3.2012 kl. 0:00
Takk sömuleiðis Walter,
Já, svo virðist sem meðlög eigi í sumra huga að vera eitthvað tekjujöfnunartæki þegar konur hafa lægri laun en barnsfeður þeirra. Kannski barneignir ættu að bera bara ríkra manna sport gæti maður spurt sig.
Þetta var reyndar fyrir 2007 þegar útrásarvíkingar voru enn í tísku en vel má vera að hið lúmska öfundarhatur hafi spilað þarna einhverja rullu.
Ég tek undir að það er skítlegt hvernig málum er háttað í þessum málaflokki í dag. Hver sá er raunverulega horfir á hvernig kynin standa í forræðis- og forsjármálum hlýtur að sjá hið gríðarlega misrétti sem litar allan þann málaflokk. Konur hafa rétt, karlar skyldur.