Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar áhugaverðan pistil í Morgunblaðið undir yfirskriftinni „Ekki rétt gerð af konu“. Þar fjallar Kolbrún um þá fyrirlitningu sem femínistar sýndu Margaret Thatcher en fyrir þau ykkar sem ekki vita þá var Thatcher á önverðu við flesta ef ekki alla öfgafulla femínista í hinu pólitíska litrófi. Grípum hér aðeins niður í pistil Kolbrúnar:
„
Ég man eftir því að hafa fyrir mörgum árum setið fyrir framan sjónvarpið og heyrt íslenskan femínista halda því fram að Margaret Thatcher væri ekki kona. Ofstækið í þessum orðum vakti með mér nokkurn óhug. Það var eins og femínistinn tilheyrði sértrúarsöfnuði og miðaði allar skoðanir sínar við ákveðna kennisetningu.
Í hugum femínista var Margaret Thatcher ekki rétt gerð af konu. Hugmyndafræði hennar þótti þeim fyrirlitleg. Þeim fannst beinlínis skelfilegt að hún skyldi ná frama og koma stefnumálum sínum í framkvæmd því þau þóttu ekki hin réttu. Femínistar hötuðu og fyrirlitu Thatcher í stað þess að viðurkenna að hún væri dæmi um konu sem komst til valda vegna eigin verðleika og sýndi seiglu og þrjósku í karlasamfélagi afgreiddu þeir hana sem karl-konu“
Ég hef enga trú á að femínistar upp til hópa fyrirlíti konur sem ná langt. Það er aðeins það litla brot femínsta sem ég kalla forréttindafemínsta sem þannig hugsa og tala, þeir hinir sömu og vilja ekki kannast við að í femínískri hugmyndafræði þrífist öfgafólk innan um.
Margaret Thatcher er langt því frá eina konan sem forréttindafemínstar hafa litið á sem óekta konu. Þetta er í raun algengt stef í gagnrýni forréttindafemínista á konur sem ekki fylgja þeim að máli í einu og öllu. Þær konur sem eru mest fyrirlitnar af forréttindafemínstum eru konur sem gagnrýna forréttindafemínisma en fast á hæla þeirra koma konur sem hafa náð árangri í atvinnulífi eða stjórnmálum, ég tala nú ekki um ef þær hafa náð þeim árangri á eigin verðleikum og eiga ekki árangur sinn að þakka femínínskri baráttu, kynjakvótum, sértækum aðgerðum jákvæðri mismunun eða öðrum hækjum sem forréttindafemínistum finnsta að konur þurfi á að halda.
Ein þessara kvenna er Christina Hoff Sommers, höfundur bókanna Who stole feminism og The war aginst boys. Reyndar á Sommers bakgrunn í femínisma en hún var virkur þátttakandi í kvenréttindabaráttunni í Bandaríkjunum á árum áður. Í dag skilgreinir hún sig sem jafnréttisfemínista (e. equity feminist) en gagnrýnir það sem hún kallar gender feminism og ég hef kosið að kalla forréttindafemínisma. Í bókinni Who stole feminism má lesa ótrúlegar lýsingar af viðbrögðum forréttindafemínista við rannsóknum og skrifum Sommers sem oftsinnis vísuðu til hennar sem óekta konu vegna viðhorfa sinna en í besta falli undirlægju feðraveldisins sem væri svo kúguð að hún gerði sér ekki einu sinni grein fyrir því sjálf.
Það gerist líka hér á landi að forréttindafemínistar narti í hæla kvenna sem annaðhvort hafa gagnrýnt málflutning þeirra eða sýnt í verki að konum eru allir vegir færir og það virðist ekki þurfa mikið til. Í þessu sambandi langar mig að rifja upp þegar ég sat setningu alþjóðlegs baráttudags kvenna í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Þar voru samankomnar margar þjóðþekktar konur og haldnar voru nokkrar ræður um hve erfitt það væri að vera kona á Íslandi. Þar hlustaði ég á fundarstjóra halda því fram að Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi og Hrönn Pétursdóttir talsmaður Fjarðaráls, sem var talsvert í sviðsljósinu á þeim tíma, hefðu ekki fengið störf sín fyrir eigin verðleika heldur vegna þess að það liti bara svo vel út fyrir þessi fyrirtæki að hafa konur sýnilegar.
Það er ekki erfitt að skilja af hverju konur sem náð hafa árangri án þess að njóta forgjafar fara í taugarnar á forréttindafemínistum. Þessar konur eru á skjön við heimsmynd forréttindafemínista sem gengur út á að fórnarlambavæða kvenþjóðina og á þeim grunni, krefjast þess að konur fái sérstakan stuðning við einföldustu hluti og njóti forgangs þangað sem forréttindafemínistum finnst að þær ættu að njóta forgans.
Mér er hinsvegar nokk sama um ástæðurnar að baki þessari kvenfyrirlitningu. Það sem mér finnst merkilegast er að þessi öfgahópur skuli fá það rými sem hann þó fær í samfélaginu. Hópur sem talar um gervikonur og puntkonur.
SJ
22.1.2012 kl. 21:46
Það er líka stundum sagt að framagjarnir svertingjar séu ekki alvöru svertingjar. Ef „afríkanskir ameríkanar“ standa sig og komast vel áfram eru þeir gjarnan sagðir vera hvítir negrar (af sínu fólki), eða eins og sagt er á frummálinu, „white niggers“. Er þetta ekki bara sama tilhneygingin? Hvað halda þessar konur að þær séu?
Konur eru konum verstar.
Þetta er skrýtinn heimur.
22.1.2012 kl. 22:14
Málið er að ég held að þær séu ekki búnar að átta sig á að þær eru ekki lengur negrar. Þær voru negrar, en þær eru það ekki lengur. Þær eru bara ekki búnar að átta sig á því, enda á fjöldinn allur af kvenfólki í heiminum eftir að komast þangað sem þær hafa náð.
Ég tek það fram að þegar ég nota orðið negri í þessu samhengi á ég við fólk sem verður fyrir því missætti sem hörundslitur getur valdið við ákveðnar kringumstæður. Ég er ekki þeirrar skoðunnar að litarháttur fóks eigi að ákvarða við hvaða efnahagslegar,eða félagslegar, aðstæður fólk á að lifað við.
Ég vonað að mér hafi tekist að slá varnagla við hugsanlegri mistúlkun á orðum mínum.
23.1.2012 kl. 9:45
Jú þetta gæti verið af sama stofni en ég held þó að það sé ákveðinn blæbrigðamunur á þessu. Það kannast örugglega allir við það sem hafa brotist út úr félagsrammanum sínum að vera veitt viðnám af jafningjum sínum og ég myndi halda að það gæti skýrt „hvíta negrann“. Eins konar in-group / out-group hegðun.
Í tilviki kvenna og femínista er þeim markmiðum sem konur eins og Thatcher hafa náð fyrirfram sýnd velþóknun. Ég fæ ekki betur séð en að frama- og valdakonur sem ekki sýna með ótvíræðum hætti að þær fylgi forréttindafemínistum að máli hljóti almennt bágt fyrir. Þetta fær mig til að halda að þetta sé frekar pólitískt fremur en nokkuð annað.
Hvað sem því líður þá er þetta til vitnis um ofstæki og þarna mætast öfgarnar þar sem hringurinn lokast. Það má nefninlega sjá þessa sömu takta hjá alvöru karlrembum, að konur sem ekki séu heimavinnandi húsmæður séu ekki alvöru konur.
Já, þetta er skrýtinn heimur!