Femínistar hafa löngum talað um stund vitrunar (e. click moment) til að lýsa því þegar þeir sjá skyndilega einhverja misfellu í samskiptum kynjanna sem þeim hafði áður verið dulin. Ég er ekki frá því að ég hafi upplifað einmitt þetta þegar ég las Greiningu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá kynjafræðilegu sjónarhorni. Skýrslan var tekin saman af kynjafræðingunum Þorgerði Einarsdóttur og Gyðu Margréti Pétursdóttur með það að markmiði að kenna karlmönnum um efnahagshrunið.
Í 7. kafla, segir um það sem þær kalla tengslanet karla:
„Til að ljá ályktunum RNA kynjafræðilegt sjónarhorn kynnum við til sögunnar enska hugtakið old boys network í stað hugtaksins „kunningjasamfélags“ en það má þýða sem tengslanet karla. Þetta gerum við í ljósi þess að konur voru varla með sem gerendur í þessu kunningjasamfélagi. Tengslanet karla felur í sér að samskipti milli karla fari fram á óformlegum nótum og að treyst sé á gamlan kunnings‑ eða vinskap þannig séu völd karla tryggð því að karlar hygli hver öðrum þegar komi að útdeilingu gæða, t.d. stöðuveitingum“
Það vill svo til að þessari klausu mætti í öllum liðum snúa upp á jafnréttisiðnaðinn. Þar höfum við jú tengslanet kvenna þar sem karlar eru varla gerendur. Við sjáum samskipti kvenna í þessu tengslaneti fara fram á óformlegum nótum og það er deginum ljósara að treyst er á gamlan kunnings- eða vinskap við að tryggja völd kvenna sem hygla hver annari þegar kemur að útdeilingu gæða, s.s. stöðuveitinga. Allir sem reglulega lesa þetta blogg ættu að hafa séð fjölmörg dæmi um ofangreint.
Þær Þorgerður og Gyða eru eldri en tvævetra þegar kemur að því að draga upp dökka mynd af karlmönnum og fórnarlambavæða konur. Þetta hugtak er ekki kynnt til sögunnar að ástæðulausu. Markmiðið er að gera karlmenn tortryggilega og um leið að markaðssetja hugmynd um nýja grýlu sem yfirvöld verði að liðsinna konum í baráttu sinni við. Kunningjasamfélag getur verið lýsandi fyrir klíkuskap bæði karla og kvenna en það er vitaskuld engan vegin nógu gott fyrir skýrsluhöfunda sem vilja gæða þetta vandamál kynjavídd svo hægt sé að nota það sem vopn í baráttu forréttindafemínista.
Eða ætli Þorgerður og Gyða tækju vel í þá tillögu mína að nota hugtakið Old girls network um starfskonur jafnréttisiðnaðarins?
SJ
18.1.2012 kl. 23:25
Hvað er að því að koma sér upp kunningjaneti? Hvað er að því að karlmenn myndi vinatengsl og standi með sínum vinum?
Ef konur standa höllum fæti í þessum efnum, er það þá karlmönnum að kenna? Af hverju standa þær ekki saman og mynda kunningja- og vinanet sem myndar jafnvægi við hliðstætt net karlmanna? Ekki veit ég svarið.
Ég minnist þess þegar ég sá viðtal við unga leikkonu sem lék eitthvert hlutverk í sviðsverki sem kallaðist Píkusögur. Henni blöskraði misréttið og kúgunin á konum, og nefndi sem dæmi að konur þyrftu að ganga í G-streng. Tvennt fór að takast á í huga mínum: Var þetta það versta sem ungu konunni gat dottið í hug sem dæmi um undirokun kvenna og vanlíðan? Eða, hver krefst þess að þær gangi í G-streng? Karlmenn?
Konur eru u.þ.b. helmingur jarðarbúa. Pillan hefur frelsað þær frá náttúrunni og núna loksins hafa þær tækifæri til að verða sjálfstæðar, – af tæknilegum ástæðum -. Þær verða auðvitað að standa saman og mynda tengslanet og standa með vinum sínum, nákvæmlega eins og er karlmönnum svo eðlilegt. Þetta tekur bara dálítinn tíma. Pillan er bara hálfrar aldar gömul. Það er ekki einu sinni meðalaldur manna. Það var í gær.
23.1.2012 kl. 9:54
Kunningjanetin geta náttúrulega leitt til óréttlætis en ég held því miður að það sé bara óhjákvæmilegt. Spillingin er þar sem fólkið er og þannig verður það alltaf. Konur sýna nákvæmlega sömu hegðun og jafnvel í ríkari mæli ef eitthvað er þannig að þetta er ekki kynjað vandamál.
Ég hef nú orðið nokkra reynslu af samskiptum við þær konur sem starfa hjá hinum ýmsu stofnunum jafnréttisiðnaðarins og hef mætt allskyns stælum og leiðindum þegar ég á í samskiptum við þessar konur (með fáum undantekningum). Ætli það fengi góðar undirtektir ef ég myndi sækja um starf hjá Jafnréttisstofu eða byði mig fram til setu í einhverri hinna fjölmörgu nefnda sem eiga að vinna að jafnréttismálum?
Tæplega.
21.1.2012 kl. 2:53
Þessi hegðun hefur ekkert með kyn að gera. Það gera þetta allir/allar.
22.1.2012 kl. 21:13
Þetta er nú hreint ekki það versta við þann hroða sem þessi kyngreining á rannsóknarskýrslunni er. Ég mætti á kynningarfund í HÍ þegar kynjaskýrslan kom út. Átti reyndar alveg von á að þarna yrði eitthvað gagnrýnivert, þar sem hafði aldrei séð neitt vitrænt koma frá Þorgerði, en ég hélt þó að þær hlytu að hafa fundið eitthvað áhugavert. Helstu viðurstöður voru þær að karllæg gildi (þ.e. áhættusækni, ofvaxið sjálfsmat og auðgildi) hefðu verið drifkraftur í aðdraganda hrunsins. Þó var skýrt tekið fram að það væru ekki endilega karlmenn sem bæru alla ábyrgð þegar illa færi í stjórnmálum því einnig væri nokkuð um að konur í „karlgervi“ röðuðu sér í valdastöður.
Höfundar töldu svo að það sem mætti læra af þessu öllu væri það að eftirlitsstofnanir ættu að sinna hlutverki sínu og að fleiri konur þyrftu að komast til valda.
Eftir fyrirlesturinn spurði ég hvernig ætti þá að tryggja það að þær konur sem kæmust til valda væru ekki í karlgervi og með karllægt gildismat. Því var svarað með því að tyggja aftur upp að til væru karlar í kvengervi og konur í karlgervi. Annar gestur ítrekaði spurninguna og fékk heldur ekkert svar.
23.1.2012 kl. 10:02
Þetta er virkilega áhugavert. Takk fyrir að deila þessu.
Ég er hvergi nærri búinn með gagnrýni mína á þessa skýrslu enda af nógu að taka. Það er einkar áhugavert að sjá hvað þær eru tilbúnar að ganga langt til að styðja við fyrirfam gefin útgangspunkt. Á þeirri vegferð skiptir fólk um kyn eftir hentugleika. Sbr. konur í karlgervi þegar það á við en styðjandi kvenleiki þegar það á við.
Reyndar hef ég óljósar heimildir um sjónvarpsviðtal við Þorgerði þar sem hún talar um þessa niðurstöðu áður en „greiningin“ hafði farið fram. Það væri áhugavert að finna það viðtal.