Viðtal við kynlífsþjón um vændislöggjöfina

19.9.2012

Myndbönd

Meðfylgjandi myndskeið sýnir viðtal við kynlífsþjóninn Pye Jacobsson. Ásamt því að starfa sem kynlífsþjónn er Pye líka baráttukona fyrir réttindum fólks sem starfar í kynlífsiðnaði. Pye lítur ekki á sig sem fórnarlamb og kærir sig ekki um að vera bjargað af femínistum eða öðrum sjálfskipuðum góðborgurum því hún telur sig ekki þurfa á hjálp að halda.

Hér veitir Pye okkur innsýn í sinn heim. Heim sem forréttindafemínistar vilja meina að þeir einir hafi raunverulegan skilning á hvernig virkar eftir að hafa setið nokkra fyrirelstra í kvennafræði. Hér fáum við vitnisburð af fyrstu hendi um áhrif þess að gera kaup á vændi ólögleg og hvaða áhrif það hefur á fólkið sem forréttindafemínistar halda að það þjóni.

Vegna skoðana sinna og stöðu í samfélaginu er Pye kona sem forréttindafemínistar vilja þagga niður í og jaðarsetja. Við eigum að halda að Pye sé annaðhvort vitlaus, veik eða að plata þegar hún talar. Þetta stutta viðtal veitir góða yfirsýn yfir þær aðferðir sem notaðar eru til að þagga niður í fólki eins og Pye en það er, a.m.k. að mínu áliti, sláandi vitnisburður um tvískinnung forréttindafemínista og yfirvalda þegar kemur að réttindamálum kynlífsþjóna.

Hægt er að kalla fram íslenskan texta með því að smella á cc hnappinn í neðra horni myndrammans, hægra megin.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

, ,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: