Skjáskot af fésbókarvegg Garðars Gunnlaugssonar sem María Lilja Þrastardóttir tók og bloggaði um af heilagri vandlætingu:
Viðbrögð erkiforréttindafemínistans Hildar Lilliendahl á fésbókarvegg sínum þar sem hún póstar færslu þjáningarsystur sinnar:
Skjáskot tekið af bloggi Hildar Lilliendahl en færsluna grjóthörðu, titlar hún „Jessss!“:
Jahérna maður fær nú bara fyrir hjartað… ætli þessi Hildur eigi börn?
SJ
25.9.2012 kl. 20:58
Ég segi bara það sama! Jahérna maður fær nú bara fyrir hjartað… ætli þessi Hildur eigi börn? Er hægt að kalla þetta fyrir jafnréttisbaráttu eða hatursbaráttu? Ég er oft hissa á karlrembusvínum, en ég sé að það fynnst greinilega líka mikið af kvennrembusvínum!
25.9.2012 kl. 21:23
Velkominn Ingólfur og takk fyrir innleggið.
Já, kvenremba er í tísku um þessar mundir virðist vera. Nú má segja allan andskotann um karla og um leið feta þrönga stigu rétthugsunar þegar talað er um konur.
Áhugaverðast þykir mér þó að sjá hvað þær stöllur eiga auðvelt með að yfirsjást bjálkinn í eigin auga. Ég hefði vel getað tekið fleiri dæmi af téðu bloggi en mér fannst þetta alveg nóg til að undirstrika meininguna.
Öll kynremba er leiðinileg en það er áhugavert að velta fyrir sér hvað ákveðnir femínistar í dag eiga mikið sameiginlegt með hörðustu karlrembum.
25.9.2012 kl. 22:39
Já öll kynremba er leiðinileg, en ekki bara leiðinleg, heldur á hættulegan haturs farveg og komin inn á opinberar stofnanir sem raun ber vitni i heimildarmyndini Kynjakstríðið frá Svíþjóð! Sem betur fer sjá heilbrygðar sálir í gegnum svona öfgar sem myndin vísar og það sem hneigsla mig mest er að hægrihönd fyrrverandi ráðherra Margarétu Winberg er í fullum trúnaði eftir sem áður hjá ráðherranum, þá varð ég allveg paff! Allir sem hafa horft á kynjastríði segja að svona getur þetta alldrei gengið upp! Það er eins og öfgarnir í þessum málum eru að leggja eða pota sig inn á vinstri væng stjórnmála og blanda þessu inn í réttlætis og jafnréttisbaráttu að heilbryggðri skynsemi! Þetta verður alldrei neinu stjórnmálaafli til framdráttar, hvort sem það er til vinstri, miðju eða hægri! Og ekki minst neikvætt fyrir réttlætisbaráttu sammkynhneigðra! En vonandi eru þessir öfgar og verða bara á netinu og grær ekki inn í stjórnsýsluna sem raun bar vitni í Svíþjóð! Allir tala um að Svíar séu lengs komnir í jafnrétti, tel ég það rangtúlkun þegar maður tekur eftir hversu langt þeir eru komnir yfir strikið samanber kynjastríðið!
Vonandi komast ekki minst öfgafeministar að því að þetta slær til baka og gerir jafnréttisbaráttuna að stríðsbaráttu kynjana!
Annars fynnst mér þetta vera meira sem rifrildi milli karlrembu og kvennrembu en eðlileg samskifti kynjana!
25.9.2012 kl. 22:49
Já ég kannst einmitt vel við Könskriget, ég þýddi hana fyrir skömmu og birti youtube rásinni minni. Þekkir þú vel til í Svíþjóð?
Ég er einmitt að lesa hreint ótrúlega bók um framgang öfgafemínista í Svíþjóð, bókina A brief history of Swedish sex eftir Oscar Swartz. Skuggaleg heimild og eftir því sem fram vindur sé ég betur og betur hvað sænskir harðlínufemínistar og íslenskir eru á svipuðum slóðum í hugmyndafræðinni.
Annars held ég að allt of fáir geri sér grein fyrir að femínismi er fyrir löngu búinn að slíta barnsskónum og er svo mikið meira en áhugamál lítils hóps kvenna. Femínistar og forréttindafemínistar hafa náð gríðarlegum árangri í sérhagsmunabaráttu sinni enda vel skipulögð lobbýistahreyfing.
26.9.2012 kl. 12:30
Ég bý í Svíþjóð og maður forðast helst þessa umræðu. Þetta er jafn ljótur blettur á þjóðfélaginu! Öfgar hjá báðum! En verst þykir mér þegar stjórnvöld eru viðriðin eins og raun ber vitni í Könskríget og fjögur önnur mál sem eru mér minnistæð fyrir all nokkrum árum, um það að það er í lægi að fórna og eyðileggja líf saklausra með ofstæki og lygum 2 eru um saklausar konur og 2 um saklausa menn! Þetta er svo grátlegt að horfa upp á svona að maður er stundum kjaftbit! Jú ég veit að við getum flest öll brustið í dómgreind sérstaklega í hita leiksins, en þegar yfirvöld með alla þessa sérfræðinga á sínum snærum, er ófyrigefanlegt! Öðrum orðum “ misbeiting valds“!
Hefði viljað byðja þig um aðgang að framhaldi af Norska þættinum (Jafnréttisþversögnin (Likestillingsparadokset)) ef það er nokkur kostur af einhverjum ásæum misti ég af þessum og horfði á fyrsta hluta hér og þá kemur upp forvitnn í framhaldið á þessum jafnréttisþversögnum! Sem eru lálin líðast á öllum stigum þjóðfélagsins!
26.9.2012 kl. 21:06
Það þarf nú fleiri hófstillta andstæðinga öfgafemínisma. Það hvað þessi umræða er á tíðum subbuleg gerir hana óaðgengilega mörgum sem hafa kannski ýmislegt gott fram að færa.
Ég væri forvitinn að vita til hvaða fjögurra mála þú ert að vísa. Ég hef vaxandi áhuga á stöðu mála í Svíþjóð þar sem það samfélag er skyldara okkur en t.d. Bandaríkin og þónokkur samgangur hefur verið milli sænskra og íslenskra femínista. Er t.d. núna að rannsaka mál ungrar konu sem nam við lögregluskólann en fjármagnaði námið með vændi. Líf hennar var svo lagt í rúst þegar flett var ofan af henni af Aftonbladed.
Sendu mér tölvupóst á sigurdur.jonsson.annar hjá gmail.com og ég svara þér með slóð og lykilorði á restina af norsku þáttunum. Ég kann ekki við að pósta lykilorðinu opinberlega.