Innilegar hamingjuóskir til 223 kvenna

13.9.2012

Blogg

Kvennatrompið

Á dögunum voru sagðar fréttir af því að skv. úttekt KPMG vanti 223 konur til að taka að sér stjórnarsetu í Lífeyrssjóðum og stærri fyrirtækjum til að ákvæði laga um kynjakvóta, sem taka munu gildi þann 1. sept. 2013, séu uppfyllt. Hér er vísað til breytinga á annarsvegar lögum um hlutafélög (nr. 2/1995) og hinsvegar lögum um einkahlutafélög (nr. 138/1994) en þessar breytingar voru samþykktar á Alþingi þann 4. mars 2010 þó enn sé ár í að þær komi til framkvæmda.

Þessi dagsetning mun marka djúp spor í sögu ójafnréttis á Íslandi enda er hér um að ræða beinlínis lög um ójafnrétti þar sem enginn þeirra karlmanna sem nú sitja í stjórnum fyrirtækja, byggja stjórnarsetuna á rétti þar að lútandi. Eini lögvarði réttur varðandi skipun í stjórnir fyrirtækja hefur hingað til verið sá að eigendur geta á aðalfundum valið sér fulltrúa  í krafti eignar sinnar í viðkomandi félagi, sem aftur veitir eigendum áhrif í samræmi við eignarhlutdeild sína. Í raunveruleikanum er það þannig að stjórnarmenn veljast annaðhvort úr hópi fólks sem gefur kost á sér til stjórnarstarfa eða er teflt fram af hluthöfum eða hluthafahópum sem síðan kjósa sína fulltrúa inn í stjórn. Hér er nú  verið að takmarka rétt hluthafa og veita konum á móti rétt á að sitja í stjórnum fyrirtækja á grundvelli kynferðis síns. Allt þetta er svo að sjálfsögðu gert í nafni „jafnréttis“ eins og það hugtak hefur nú verið skrumskælt til mótsagnar við sjálft sig.

Þær breytingar sem um ræðir á hlutafélagalögum eru helstar þær að við 63. gr. bætist nú við eftirfarandi málsgrein:

„Í stjórn hlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn. Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar en ákvæði um þetta efni skal taka upp í samþykktir félags. Í tilkynningum um stjórnir til hlutafélagaskrár skal sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna í stjórn. Í hlutafélögum, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, skal jafnframt sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna meðal starfsmanna og stjórnenda félagsins.“

Og við 1. mgr., 65. gr. sömu laga bætist nú við:

„Gætt skal að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra og skulu hlutafélagaskrá gefnar upplýsingar í tilkynningum til skrárinnar um hlutföll kynjanna meðal framkvæmdastjóra“

Breytingar á lögum um einkahlutafélög fela í sér sama ójafnréttið nema hvað smærri einkahlutafélög eru að einhverju leyti undanskilin þessari lagagrein. 1. mgr., 39. gr. laganna mun hljóða svo:

„Í stjórn einkahlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn nema hluthafar séu fjórir eða færri, þá nægir að stjórnina skipi einn eða tveir menn. Ef stjórn félags er skipuð einum manni skal valinn a.m.k. einn varamaður. Þegar stjórnarmenn eru tveir eða þrír í félagi þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar en ákvæði um þetta efni skal taka upp í samþykktir félags. Í tilkynningum um stjórnir til hlutafélagaskrár skal sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna í stjórn. Í einkahlutafélögum, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, skal jafnframt sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna meðal starfsmanna og stjórnenda félagsins“

Eins og sjá má eru konur nú formlega orðinn eini þjóðfélagshópurinn, utan eigenda, sem hefur rétt á að sitja í stjórnum hlutafélaga. Hvernig það á að auka veg og virðingu kvenna er vandséð en það er er svosem ekki aðalatriði þessarar færslu. Það sem mér finnst markverðast við þessi ójafnréttislög er það að hér er á ferðinni það sem forréttindafemínistar kalla jákvæða mismunun. Hér er mismunun gegn karlmönnum beinlínis lögfest konum í hag. Karlmaður sem hefur metnað og áhuga á að verja kröftum sínum til stjórnarstarfa, jafnvel í krafti eignarhlutar síns, á nánast enga von til að svo verði næstu misserin enda er hér nokkuð bil sem þarf að brúa. Þá mun þetta vitaskuld leiða til þess að einhverjir karlmenn sem fyrir eru þurfi frá að hverfa.

Reynslan erlendis frá, þar sem svona ólög hafa verið sett, er sú að þetta leggur konum rauðan dregil í störf sem karlar hafa alltaf þurft að berjast fyrir. Þá hefur reynslan sýnt að konur sem sitja í stjórnum, í krafti kynjakvóta, hafa ekki þurft að standa körlum jafnfætis hvað varðar reynslu og hæfni. Þær hafa verið talsvert yngri, reynsluminni og minna menntaðar auk þess sem þær hafa hoppað yfir minnst eitt reynslulag þar sem lög um kynjakvóta, knýja á um að þær séu settar í stjórn.

Þessar 223 konur sem nú verður skellt inn í stjórnir fyrirtækja eru ekki einsleitur hópur. Hluti þeirra situr nú þegar í stjórnum annara fyrirtækja og hafa þurft að berjast til áhrifa á jafnréttisgrundvelli þar sem þær hafa náð árangri og staðfest hæfni sína. Nokkrar líkur standa til að þessar konur muni starfa í mörgum stjórnum enda eftirspurnin eftir konum með staðfesta getu auðvitað mest, rétt eins og er í tilviki karlmanna. Annar hópur þessara kvenna hefur enga reynslu af stjórnarstörfum en mun valda starfi sínu með sóma eða vaxa með því eins og sagt er. Enn annar hópur þessara kvenna mun ekki hafa nokkra getu né nokkuð erindi inn í stjórnir þessar fyrirtækja og sætu þar aldrei nema sakir þess að þær eru konur.

Ég vona að þær konur sem fylla fyrstu tvo hópana muni njóta viðurkenningar og virðingar fyrir framlag sitt til jafns við karlmenn þó óumdeilanlega muni þær nú að glíma við ákveðna tortryggni þar eð þær gætu jú alltaf tilheyrt þeim þriðja, ekki satt?

SJ

,

2 athugasemdir á “Innilegar hamingjuóskir til 223 kvenna”

  1. Matte Matik Says:

    How long has this law been in effect in Iceland? Strangely enough, we don’t have this law in Sweden yet, but oh, they are demanding it constantly… That it’s not enough women to fill the places tells that there are no hordes of qualified women that are shut out by evil patriarchy – it’s the same situation in Norway. A few women profit from it greatly though – on the expense of men, but hey, that’s what „equality“ means nowadays.

    • Sigurður Says:

      Hey Matte, nice to see you again. I took some time of from blogging and just came back.

      Well, you swedes keep beating us in handball. We have to conquer you in something 😉

      Actually this has not taken effect yet. The law was passed through parliament in 2010 but the quota doesn’t take effect until September 1. next year. The time between passing of the law and it coming in to effect was to be a a time for the corporate sphere to „make amends“.

      I guess it’s only a matter of time until this becomes a law in Sweden? You do however have some programs of gender quotes, even though they are not legally stipulated, right?

%d bloggurum líkar þetta: