(Uppfært. Myndina má nú sjá með íslenskum texta með því að smella hér)
Sænska heimildamyndin Könskriget er tveggja tíma löng verðlaunmynd sem framleidd var af Nordisk Film og Evin Rubar fyrir Sænska Ríkissjónvarpið og sýnd þar í mai 2005.
Nú er hún komin með enskum texta á Youtube. Styðja þarf á CC hnappinn í neðra hægra horni myndrammans og þá birtist textinn. Í myndinni er sjónum beint að Ireen von Wachenfeldt, formanni sænsku kvennaathvarfahreyfingarinnar ROKS, Evu Lundgren, Prófessor í félags- og kynjafræði við Háskólann í Uppsölum og Margaret Winberg, fyrrum ráðherra jafnréttismála í ríkisstjórn Göran Person frá 1998 til 2003.
Bæði Ireen og Margaret Winberg hafa komið hingað til lands í boði íslenskra kvennahreyfinga.
Sjón er sögu ríkari:
Fyrri þáttur, hluti 1 af 6
Fyrri þáttur, hluti 2 af 6
Fyrri þáttur, hluti 3 af 6
Fyrri þáttur, hluti 4 af 6
Fyrri þáttur, hluti 5 af 6
Fyrri þáttur, hluti 6 af 6
Seinni þáttur, hluti 1 af 6
Seinni þáttur, hluti 2 af 6
Seinni þáttur, hluti 3 af 6
Seinni þáttur, hluti 4 af 6
Seinni þáttur, hluti 5 af 6
Seinni þáttur, hluti 6 af 6
Góðar stundir.
SJ
9.9.2011 kl. 21:15
Mögnuð mynd .. mögnuð!
Hér eru amk tvær þeirra sem er talað við í myndinni í heimsókn á vegum kvennahreyfingarinnar: http://www.feministinn.is/myndir/winberg9sept/index.htm
Magga Winberg og Gunilla.