Kynungabók: Gagnkynhneigðarremba

11.9.2011

Blogg, Tilvitnanir

„Ýmislegt í menningu okkar virðist t.d. ýta undir gagnkynhneigðarrembu“

Kynungabók bls. 30

7 athugasemdir á “Kynungabók: Gagnkynhneigðarremba”

 1. Kristinn Says:

  Skemmtilegt nýyrði. En er þetta ekki nokkuð nærri lagi hjá þeim, þótt hlutirnir hafi mikið þokast í rétta átt síðustu áratugi?

 2. Sigurður Jónsson Says:

  Það kann að vera. Í hugtakaskýringum Kynungabókar segir:

  „Þetta hugtak hefur verið notað sem þýðing á hugtökunum heterosexismi og hómófóbía. Heterosexismi felst í því að gera ekki ráð fyrir annarri kynhneigð en gagnkynhneigð en hómófóbía getur birst í einfaldri hræðslu við hið óþekkta í samkynhneigð og tvíkynhneigð en líka í opnu hatri og fyrirlitningu á hommum og lesbíum“

  Eins og með annað í kynjaumræðunni þá vakna oft spurningar um hina hliðina á peningnum. Það er t.d. ekkert talað um heterófóbíu í þessari bók sem ég hugsa að geti nú verið meira áberandi en hómófóbía. En hverjar eru svosem líkurnar á að höfundar Kynungabókar bryddi upp á því?

 3. Jens Ívar Says:

  Núna er ég að lesa kynungabók…

  en ég sé þetta orð ekki, þá sérstaklega ekki á blaðsíðu 30.

  Click to access Kynungabok_2010.pdf

 4. Gunnar Says:

  Ég sé þetta.

  Farðu á þessa slóð: http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf/kynungabok-vefutgafa.pdf

  ctrl + f „gagnkynhneigðarrembu“ færir þig á bls. 30
  ctrl + f „gagnkynhneigðarremba“ færir þig á bls. 41

 5. Jens Ívar Says:

  Takk kærlega fyrir þetta. Ég sé þetta núna.

  En hvað er heterofobíu? Hræðslan við Gagnkynhneigð?

  • Sigurður Jónsson Says:

   Femínistar eru stundum gagnrýndir á þeim grunni að viðhorf þeirra til kynferðismála beri með sér heterófóbíu. Ef þú skoðar hvernig orðið hefur verið þýtt hérlendis þá sérðu að til eru a.m.k. tvær ólíkar skilgreiningar á hugtakinu.

   Dæmi um það sem mér finnst að heterófóbía gæti átt við eru t.d. þessi ummæli forréttindafemínistans Robin Morgan:

   “I claim that rape exists any time sexual intercourse occurs when it has not been initiated by the woman”

%d bloggurum líkar þetta: