Þann 15. júlí sl. sló Fréttatíminn upp frétt undir fyrirsögninni „Klám skoðað í Ráðhúsinu“. Mér datt samstundis í hug að hysterían, sem skók samfélag femínsta þegar Jón Gnarr gantaðist með það að hann skoðaði klám mest á internetinu, hefði tekið sig upp aftur en sú var nú ekki raunin.
Tilefni fréttarinnar að þessu sinni var rannsókn sem kynjafræðineminn Thomas Brorsen Smidt vinnur nú að um klámnotknun í vinnuumhverfi Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands en að hans sögn er tilgangur rannsóknarinnar m.a. að komast að því hvort klámnotkun sé stórt og raunverulegt vandamál á vinnustöðum.
Af skarpsgyggni, sem aðeins kynjafræðingum virðist gefin, hefur Thomas komist að þeirri niðurstöðu að klámnotkun á vinnustöðum sé form af kynferðislegri áreitni. Þetta leiðir hann út frá því að karlar noti klám almennt til að fróa sér en það kunni að vera vandkvæðum bundið á vinnustað sem getur af sér spurninguna; til hvers horfa karlar á klám í vinnuni? Jú, til að áreita konur beint eða óbeint t.d. vegna þess að karlmenn eigi í basli með karlmennsku sína séu þeir látnir vinna með eða undir konum að sögn Thomasar. Við skulum þessum unga kynjafræðinema orðið:
„Kenning mín er að klám á vinnustað myndi einhvers konar varnarhjúp og innan hans geti karlarnir litið konur, femínista og jafnréttissjónarmið hornauga. Þarna getur þú skemmt þér og félögum þínum með því að segja klámbrandara og getur í öryggi tjáð reiði þína í garð kvenkyns vinnufélaga án þess að vera stimplaður karlremba vegna þess að þú veist að gaurarnir eru með þér í liði“
Mér datt nú samstundis í hug hvort ekki mætti einmitt segja það sama um femínisma eins og hann er praktíseraður í dag; hvort femínismi myndi ekki einskonar varnarhjúp og innan hans geti femínistar litið karla og réttindamál karla hornauga. Þar sem þú getur skemmt þér og vinkonum þínum með því að gera gys að karlmönnum og áliti þeirra á jafnréttisbaráttunni og í öryggi tjáð reiði þína og hatur í garð karlmanna án þess að vera stimpluð kvenremba vegna þess að þú veist að píurnar eru með þér í liði. Nei, bara svona pæling.
Þess má að lokum geta að einhverjum embættismönnum þótti við hæfi að ráðstafa skattfé borgaranna í styrk til Thomasar en rannsókn hans er styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna og Reykjavíkurborg. Kannski ég ætti að sækja um opinberan styrk til að pæla aðeins betur í þessu?
SJ
27.9.2011 kl. 12:59
Er gefið að um einhverja reiði í garð kvenkyns vinnufélaga sé að ræða?
Hvaða þvæla er þetta?
Á þarsíðasta vinnustað vann ég nánast eingöngu með konum og ein þeirra var yfirmaður minn. Það var bara mjög notalegt og ég var hvorki að rúnka mér við vinnustöðina mína né innst inni að ala á reiði í garð kvennanna.
En kannski er ég bara svona undarlega laus við kvenhatur.
27.9.2011 kl. 19:34
Einmitt það sama og ég husgaði Kristinn. Hér er gefið í byrjun að karlar eigi erfitt með að vinna með konum. Þetta er ótrúlegt, sérstaklega að þetta skuli hafa verið ríkisstyrkt. Það verður botnfrosið í helvíti þegar karl getur labbað inn á gafl hjá hinu opinbera og fengið styrk til að kanna klámnotkun kvenna á vinnustöðum.
27.9.2011 kl. 22:55
Mér finnst merkilegt að ekki hafi borið á neinni umræðu um þetta eftir að Fréttatíminn skrifaði þessa grein. Annaðhvort er blaðið með svona lítinn lestur eða fólk orðið svo dofið fyrir furðum femínismans að það tekur ekki eftir undarlegheitum sem þessum.
Mér þótti þetta eftirtektarvert eins og ykkur en hjó líka eftir því að Thomas virðist ætla konum að vera óskaplega viðkvæmar verur. Miðað við þær forsendur sem Thomas gefur sér vakna óneitanlega upp spurningar um andrúmsloftið í kynjafræðinni í dag.
27.9.2011 kl. 22:59
ROFL … ætli það hafi einhverntíman gerst að nemandi hafi komið með rannsóknarhugmynd til kennara í kynjafræði en verið sagt að þetta væri aaaaaðeins of villt hugmynd?
Fréttin sjálf virkar á mig eins og gott grín! 😀
28.9.2011 kl. 19:51
Jæja, enn einn kómedían á leiðinni úr þessum kreðsum. Ætli þetta bjóði upp á enn meira skemmtanagildi en „nördar í flíspeysum“ (frá þeim sem hvað mestan áhuga þykjast hafa á staðalímyndum) rannsóknin á menningu í raun- og tæknivísindagreinum í HÍ? Fyrir forvitna er hún hér: http://skemman.is/item/view/1946/7259
Þeir sem nenna ekki að lesa þetta í heild sinni geta prófað að leita að orðunum „typpi“, „flís“ og „nörd“ og lesa það sem kemur upp. Þetta var styrkt af jafnréttisnefnd Háskóla Íslands.
29.9.2011 kl. 11:08
Takk fyrir þessa ábendingu Eyjólfur. Ég skrunaði létt yfir þetta og á enn eftir að lesa þetta almennilega en það sem ég sá þótti mér áhugavert. Eftir því sem ég les meira úr ranni Kynjafræðinnar þá rennur alltaf betur og betur upp fyrir mér að eitt helsta afrek greinarinnar er að unga út grömu og reiðu ungu fólki sem verður sífellt útsjónasamara í að sjá karlmenn sem skrímsli og konur sem heilalaus fórnarlömb.
Ég mun bráðlega birta færslu hérna um annan leiðbeinandann sem skráður er á þessar ritgerð. Í henni þykist ég hafa staðið hana að villandi og rangri framsetningu upplýsinga í rannsóknum sínum í þeim tilgangi að viðhalda staðalímyndinni um veslings litlu konurnar og stóru ljótu karlanna.
Ef álit lögfræðinga persónuverndar verður mér hagfellt þá mun ég birta tölvupóstsamskipti við hana sem segja allt sem þarf um þessa „fræðigrein“.