Tag Archives: Karlfyrirlitning

Kötlufellsmálið: Kona brennir eiginmann sinn lifandi og mætir stuðningi í samfélaginu

13.10.2013

12 athugasemdir

Eftir að hafa skrifað um Nicole Ryan, konuna sem reyndi að ráða leigumorðingja til að myrða eiginmann sinn og hlaut enga refsingu fyrir, fékk ég senda forvitnilega ábendingu. Það var kona á besta aldri sem minntist íslensks sakamáls þar sem ung kona myrti barnsföður sinn og eiginmann með því að kveikja í honum þar sem […]

Continue reading...

Ekki vera þessi stelpa

21.9.2013

6 athugasemdir

Flest þekkjum við einhver hinna fjölmörgu vitundarvakningarátaka sem femínistar standa fyrir í þágu fórnarlamba kynferðisofbeldis. Eða öllu heldur í þágu kvenkyns fórnarlamba karlkyns gerenda. Druslugangan, Nei verkefnið, Take back the night, Walk a mile in her shoes og hinir ýmsu alþjóðlegu baráttudagar kvenna sem snúa að þessu ýmist beint eða óbeint eru dæmi um þetta. […]

Continue reading...

Karlar bannaðir á sundstöðum borgarinnar?

18.9.2013

7 athugasemdir

Ég hef fylgst nokkuð náið með Jóni Gnarr eftir að hann bauð sig fram í borgarpólitíkina um árið. Mér finnst áhugavert að hlusta á hvernig hann tjáir sig. Þessi áhugi minn helgast fyrst og fremst af þeirri skoðun minni að ég tel að sú hugsjónabarátta sem hann stendur í sé dæmd til að mistakast. Eða […]

Continue reading...

Kosningabarátta forréttindafemínista

14.4.2013

6 athugasemdir

Fréttir og fésbókarfár síðustu daga bera með sér að forréttindafemínistar hafi hleypt af stokkunum kosningabaráttu sinni. Baráttan er auðvitað ekki háð í nafni neins eins flokks því eins og flestir vita þá starfa forréttindafemínistar innan allra flokka þó vissulega verði þeir meira áberandi eftir því sem lengra til vinstri er horft. Baráttan er ekki háð […]

Continue reading...

Konur sem berja karla

3.4.2013

Ein athugasemd

Femínistar tönnlast stanslaust á því að ofbeldi karla gegn konum sé sérstakt vandamál í heiminum. Þ.e. fremur en bara ofbeldi yfir höfuð. Þá tala femínistar oft um að menning okkar hvetji til, eða láti ofbeldi gegn konum óátalið. Undirliggjandi krafa er auðvitað sú að kvenkyns fórnarlömbum ofbeldis sé gert hærra undir höfði en karlkyns. Raunveruleikinn er […]

Continue reading...

Norræna Ráðherranefndin leggur til bann við andfemínisma

1.4.2013

6 athugasemdir

Svo gæti farið að þessi vefsíða verði ólögleg innan tíðar ef nýjar tillögur Norrænu Ráðherranefndarinnar ná fram að ganga. Í skýrslu sem kynnt er á vef nefndarinnar; Hvordan Motarbeide Antifeminisme og Høyre Ekstremisme?, setur ráðherranefndin fram tíu tillögur til aðildarríkja sinna um hvernig skal berjast gegn andfemínisma og hægri öfgum. Skýrslan er afrakstur ráðstefnu sem […]

Continue reading...

Typpabrandari skekur heimsbyggðina

28.3.2013

Slökkt á athugasemdum við Typpabrandari skekur heimsbyggðina

„Donglegate“ kalla þeir málið, gárungarnir sem muna þann tíma þegar fréttir þurftu enn að hafa einhvern „substance“ til að vera sagðar. Fyrir þá sem ekki vita, þá er þetta skírskotun til Watergate hneykslisins sem kom upp á áttunda áratugnum og leiddi síðar til þessa að Richard Nixon, bandaríkjaforseti sagði af sér, fyrstur þarlendra forseta. Donglegate […]

Continue reading...

Upptaka af Nicole Ryan að semja við ætlaðan leigumorðingja um að myrða mann hennar

8.2.2013

Slökkt á athugasemdum við Upptaka af Nicole Ryan að semja við ætlaðan leigumorðingja um að myrða mann hennar

Nú hefur lögreglan í Kanada sent frá sér myndbandsupptökur af því þegar Nicole Ryan samdi við mann, sem hún taldi vera leigumorðingja, um að myrða eiginmann hennar, Michael Ryan. Ég skrifaði grein um málið fyrir nokkrum dögum þegar Hæstiréttur Kanada felldi málið niður og hún gekk frjáls ferða sinna og án allra eftirmála. M.ö.o; hún […]

Continue reading...

Jafnréttisstofa stuðlar að útbreiðslu neikvæðra staðalímynda um karlmenn

6.2.2013

5 athugasemdir

Ég ætla að halda áfram að röfla yfir því að íslenska kvennahreyfingin skuli hafa staðið fyrir, og hampað komu Germaine Greer hingað til lands árið 2006. Ég veit að þetta eru endurtekningar en það skiptir máli að rekja alla þræði, ætli maður að sýna fram á hræsni og kvenrembu forréttindafemínista með fullnægjandi hætti. Nú er […]

Continue reading...

Háskólinn á Bifröst; vettvangur karlfyrirlitningar

22.1.2013

4 athugasemdir

Ég skrifaði fyrir skemmstu um komu karlahatarans Germaine Greer hingað til lands. Það er óþarfi að endurtaka allt sem ég hef sagt um Greer að öðru leyti en því að mér finnst það ákveðið sjúkdómseinkenni á íslensku kvennahreyfingunni að hún skuli velja að bjóða hingað til lands jafn ruglaðri og hatursfullri manneskju og Greer er. […]

Continue reading...