Karlar bannaðir á sundstöðum borgarinnar?

18.9.2013

Blogg

Ég hef fylgst nokkuð náið með Jóni Gnarr eftir að hann bauð sig fram í borgarpólitíkina um árið. Mér finnst áhugavert að hlusta á hvernig hann tjáir sig. Þessi áhugi minn helgast fyrst og fremst af þeirri skoðun minni að ég tel að sú hugsjónabarátta sem hann stendur í sé dæmd til að mistakast. Eða eigum við að trúa því að þeir kraftar sem verka á alla stjórnmálamenn, verki einhvernveginn öðruvísi á hann? Ég held ekki.

Eitt af því sem þú þarft að tileinka þér til að ná árangri í stjórnmálum, er að geta bullað á meðvitaðan hátt. Þ.e. sagt eitthvað sem þú veist mætavel að er tóm þvæla en á svo sannfærandi hátt að þú virðist trúa bullinu þínu sjálfur. Þetta þarf stjórnmálamaður að gera þegar hann þykist vita að með bullinu gangist hann undir vilja hópa sem eru annaðhvort það stórir, eða það áhrifamiklir að velvild þeirra reynist stjórnmálamanninum nauðsynleg, ætli hann sér að ná frama á vettvangi stjórmálanna.

Þetta gerði Jón í dag þegar hann velti fyrir sér hvort ekki þyrfti að meina körlum aðgang að sundlaugum borgarinnar og hafa sérstaka kvennadaga. Með þessu var hann að taka undir áhyggjur Sóleyjar Tómasdóttur af því að konur virðast kjósa að sækja sundstaði borgarinnar í minna mæli en karlar. Þannig myndu konur geta synt hver innan um aðra án þess að þurfa að þola nálægð við ógeðslega karla.

Múmínálfurinn Jón er orðinn stjórnmálamaður.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

7 athugasemdir á “Karlar bannaðir á sundstöðum borgarinnar?”

 1. evaevahauksdottir Says:

  Þessi könnun var gerð á 3ja vikna tímabili. Einmitt á þeim tíma sem próf stóðu yfir í HÍ. Niðurstöðurnar voru þær að í hópi gesta væru stúlkur um 10% fleiri en drengir en karlar um 8% fleiri en konur. Bara blæðingar kvenna skýra um 5% af þessum örlitla kynjahalla og af einhverjum ástæðum virðist enginn hafa áhyggjur af því að drengir sæki ofurlítið minna í laugarnar en telpur. Þ.e.a.s. á tilteknum þremur vikum.

  • Sigurður Says:

   Þetta er áhugavert. Ég hafði ekki kynnt mér „þessa merku“ rannsókn.

   Það er þó merkilegt að borgarfulltrúar telji að við því þurfi að bregðast að konur fari minna í sund en karlar en hafi ekki samsvarandi áhuga á því að drengir sæki sundstaðina minna en stúlkur.

   Hvað sem því líður þá finnst mér þetta mál sýna hvað þessi kynjapólitík getur verið stórundarlegt fyrirbæri. Þarna voru hálaunaðir fulltrúar borgarbúa að verja orku í umræðu sem er ekki hægt að kalla annað en heimskulega.

 2. David Says:

  Sad but true…

 3. Sigurjón Says:

  Ég á mér kristalkúlu. Í henni sé ég framtíðina. Ég sé að þegar/ef þetta verður að veruleika þá mun dóttir mín þurfa að fara í sund. Og þar eð hún er ekki komin á þann aldur að geta farið ein þá mun ég þurfa að fara með henni (svo segir reglugerð um sundstaði).

  • Sigurður Says:

   Já. Auðvitað held ég að það sé engin hætta á að þetta verði að veruleika svosem, a.m.k. sýnist mér það á minni kristalkúlu.

   En flöturinn sem mér fannst áhugaverður var sá að þetta kæmi yfirleitt til umræðu og að borgarstjóra skyldi detta til hugar að láta þetta út úr sér.

 4. Sigurður Says:

  Smá viðbót: Langar að benda á úttekt Evu Hauks á þessu máli. Ég hafði ekki kynnt mér undirliggjandi gögn en í ljós kemur að þessi arfavitlausa hugmynd kemur til vegna upplýsingar sem fram koma í áfangaskýrslu stýrihóps um Kynjaða fjárhags- og starfsáæltunargerð á vegum borgarinnar. Þetta er með öðrum orðuim atvinnubótavinna fyrir forréttindafemínsta.

  Eins og svosem oft áður þá kemur manni hreinilega á óvart hvað femínistum dettur í hug. Kynjamunurinn nemur fjórum prósentustigum, konur er 46 hverra 100 fullorðinna einstaklinga sem sækja sundstaði skv. niðurstöðu „rannsókna“ hópsins.

  Þetta blessaða fólk sem „vann“ þessa skýrslu leggur til fjölþættar aðgerðir til að kanna þetta betur og lætur sig jafnvel dreyma um að fara í ítarlega tölfræðigreiningu meðal annars m.t.t. kynjaskiptingar í hverfum viðkomandi sundlauga enda hljóta allir að vera sammála um nauðsyn þess að verja opinberu fé í að komast að því hvar þessar fjórar kerlingar halda sig og koma þeim í sund hið snarasta.

  Grein Evu: http://blog.pressan.is/evahauks/2013/09/21/kynlegt-vandamal/

  • Guðmundur Örn Says:

   Reynar þá er kynjamunurinn 8% en ekki 4%, 46 á móti 54 eins og kemur fram í samantekt Evu. Ekki að það skipti máli þetta er ekki mikul munur og sennilega ekki ekki tölfræðilega marktækur þó ég viðurkenni fúselga að ég er ekki nógu og vel að mér í tölfræði.

%d bloggurum líkar þetta: