Síðasti karlinn útskrifast með bakkalárgráðu árið 2025!

18.9.2013

Blogg

Ef íslenskir karlmenn háðu jafnstöðu- og forréttindabaráttu á borð við þá sem forréttindafemínistar hafa rekið, fengjum við reglulega að sjá yfirlýsingar á borð við fyrirsögn þessa pistlis í fjölmiðlum.

Þessu svipar til fullyrðinga forréttindafemínista um að „launajafnrétti“ náist ekki fyrr en árið þrjúþúsundogeitthvað miðað við hvernig launamunur kynja hefur verið að þróast ár frá ári.

Ég þyrfti auðvitað að vera frámunalega heimskur til að trúa því að síminnkandi hlutfall karla sem útskrifast úr Háskólum þessa heimshluta, þýði að á endanum útskrifst enginn karl.

Það er þó svolítið merkilegt til þess að hugsa að hlutfall karla á móti konum í háskólum í hinum þróaða heimi stendur nú í um 35% og ef hlutfallið héldi áfram að minnka á sama hraða og það hefur gert hingað til, þá myndi síðasti karlinn útskrifast með bakkalársgráðu árið 2025.

Ætli umræða um þetta væri jafn fyrirferðalítil ef þessu væri öfugt farið, ef konur væru þetta langt undir helmingi háskólastútenta og hlutur þeirra færi síminnkandi?

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

2 athugasemdir á “Síðasti karlinn útskrifast með bakkalárgráðu árið 2025!”

 1. evaevahauksdottir Says:

  Góður punktur. Ég held reyndar að það séu litlar líkur á launajafnrétti fyrr en eftir 20-30 ár vegna þess að elsta kynslóð kvenna hefur ekki þá menntun og starfsreynslu sem elsta kynslóð karla hefur. Þessvegna væri líka meira vit í því að skoða sérstaklega laun hjá fólki undir fertugu eða jafnvel bara undir þrítugu. Ef enginn kynbundinn launamunur er hjá yngstu hópum á atvinnumarkaðnum þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af þessu.

  • Sigurður Says:

   Ég lít nú reyndar svo á að hér ríki fullt launajafnrétti en það var tryggt í lögum fyrir áratugum síðan.

   Spurningin um launajöfnuð kynja er aftur á móti annars eðlis en ég held að svona óýkt stefni í hann innan fárra áratuga miðað við þróun fyrri ára (semsagt ekki þrjúþúsundogeitthvað). Reynslumunur eldri kynslóða kvenna og karla er jú veigamikil skýring á því að munur mælist á launum kynja en fleiri þættir koma til.

   Rannsóknir sem unnar eru af öðrum en femínistum benda sterklega til að ein helsta ástæða þess að konur hafi að meðaltali lægri laun en karlar liggi í því að vali þeirra sjálfra á hvernig þær kjósi að forgangsraða þáttum í lífi sínu. Þá hafa rannsóknir sýnt að í sumum geirum mælist launamunur kynja körlum í óhag og þá einmitt hjá yngri aldurshópum.

   Sumir eru farnir að spá því að það verði almennt þannig um áratuga skeið þegar sá mikli munur á menntun kvenna og karla, sem hér var til umfjöllunar, fer að segja til sín fyrir alvöru.

%d bloggurum líkar þetta: