Niðurstaða Gillz málsins

15.9.2013

Blogg

Gillz málið svokallaða hefur verið fyrirferðamikið í þjóðmálaumræðunni síðan greint var frá því í byrjun desember 2011 að ung stúlka hefði kært Egil Gillz Einarsson og unnustu hans fyrir nauðgun. Með viðtali Þóru Tómasdóttur við stúlkuna sem kærði Egil og Guðríði unnustu hans, Guðný Rós Vilhjálmsdóttir, í 9. tbl Nýs Lífs og loks svari Egils á Pressunni held ég að málið hafi verið tæmt a.m.k. hvað varðar staðreyndir þess og málatilbúnað.

Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með málinu sem óhætt er að segja að hafi verið há-kynjapólitískt. Í raun var hér um hinn fullkomna storm að ræða. Egill var og er sennilega sá íslenski karlmaður sem forréttindafemínistar hata mest. Ekki aðeins vegna tíðra og beinna ögrana hans í garð þeirra heldur einnig vegna þess sem hann stendur fyrir. Þá hafði hann einnig ögrað hópum sem standa nálægt femínistahreyfingunni í pólitísku og menningarlegu tilliti. Stúlkan var aftur á móti ung og valdalaus, a.m.k. hvað viðvíkur femínískum hugmyndum um völd.

Segja má að femínistahreyfingin hafi lagt allt undir í þessu máli. forréttindafemínistar settu þetta strax í kynjapólitískt samhengi. Töluðu um félagslegan aðstöðu- og valdamun milli Guðnýjar og Egils og réttlættu þannig það að beita femínistabatteríinu í þágu Guðnýjar án þess þó að nokkuð lægi fyrir um sekt Egils.

Þannig segir Drífa Snædal fyrrv. framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar og Samtaka um kvennaathvarf í færslu sem hún titlar Valdamisræmi:

“Átján ára kona hefur kært Egil Einarsson og kærustuna hans fyrir nauðgun. Ég held ég hafi ekki frétt af slíku hugrekki áður og tek ofan fyrir þessari konu. Egill Einarsson er ekki hver sem er, hann er opinber persóna sem fjöldi fóks á mikið undir að verði ekki sakfelldur fyrir nauðgun. […] Gegn þessu stendur 18 ára kona og er varla hægt að finna meira valdamisræmi. Það er eiginlega ekki hægt að ætlast til þess af nokkurri manneskju að fara í gegnum réttarkerfið á þessum forsendum. Það er því á ábyrgð hins opinbera að styðja hana í gegnum málið því aðeins þannig munum við komast nálægt einhverjum sannleika í málinu. Það verður að taka tillit til valdamisræmisins og viðurkenna það.”

Ég vek athygli á að slóðin á grein Drífu sýnir að hún titlaði greinina upphafliega “Ég heimta opinbera kæru” en það, eins og það sem ofan greinir sýnir að í huga Drífu leikur ekki nokkur vafi á um sekt Egils og unnustu hans.

Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna krossaði fingur að gefin yrði út ákæra sem sýnir auðvitað að hún var búin að gera upp hug sinn. Móðir Sóleyjar og Þóru, Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta nýtti fjölmiðlafárið sem varð í kjölfar kærunnar til að kynna þá hugmynd sína að sú grundvallarregla siðaðra réttarríkja, að maður skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð, væri bara úrellt hugmyndafræði. Femínistafélag Íslands póstaði þessum ummælum á fésbókarvegginn sinn. Ummæli Guðrúnar voru birt fjórum dögum eftir að fregnir bárust af kærunni á hendur Agli og mér finnst liggja í augum uppi að tímasetninginn er engin tilviljun. Hér átti að afla einni alviltustu hugmynd forréttindafemínismans fylgis í félagslegu andrúmslofti sem líklegt þætti að almenningur væri móttækilegur fyrir því að afsala sér þessum mikilvægu mannréttindum.

Fjölmiðlar hafa svo ekki látið sitt eftir liggja í ófræingarherferðinni. DV og nú síðast Nýtt líf hafa haldið því fram að við læknisskoðun hefðu greinst áverkar sem staðfestu valdbeitningu og að fjarlægja hefði þurft tíðartappa úr leghálsi Guðnýjar sem hefði að því er virtist hafa verið troðið þangað við nauðgunina. Í grein Egils eru útdrættir úr læknisskýrslum sem sýna að þetta er einfaldlega ekki satt. Hinir meintu áverkar myndu hafa fundist á konu sem nýbúin hefði verið að stunda kynlíf með eðlilegum hætti og tíðartappinn var fjarlægður í þeim tilgangi að taka úr honum lífsýni.

Fótgönguliðar hreyfingarinnar sáu svo um að ófrægja Egil í ummælakerfum og áreita fólk sem bauð Agli að vinna fyrir sig eða ljáðu honum rödd. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Mónitor birti viðtal við Egil. Agli var líkt við Breivik, mann sem myrti hvorki meira né minna en 69 ungmenni köldu blóði og annar sómafemínistinn birti mynd af honum þar sem hann hafði skrifað annarsvegar “Aumingi” og hinsvear “Fuck you rapist bastard”

Ég verð að segja svona fyrir mitt leyti að eftir að hafa lesið grein Guðnýjar og svo svar Egils þá á ég afskaplega erfitt með að sjá að þær sakir sem Guðný bar á Egil og unnustu hans séu réttmætar. Grein Guðnýjar er lýsing hennar á upplifun sinni en eins og grein Egils og fylgigöng sýna, þá styður hvorki vitnisburður hlutlausra vitna né sönnunargögn málsins þá frásögn, bara hreint ekki. Þættir sem eru vel rekjanlegir eins og smáskilaboð sem Guðný segist hafa sent, voru einfaldlega ekki send. Augljóst er að Guðný sagði ósatt um marga þætti í aðdraganda þess að fólkið ákvað að halda heim á leið. Ljósmyndir sýna að Guðný átti náin samskipti við unnustu Egils, Guðríði og vöruðu þessi samskipti skv. vitnum umtalsvert lengur en Guðný hefur áður fullyrt. Barþjónn hefur gefið vitnisburð um að Guðný hafi verið tíður gestur á skemmtilstaðnum Austur og hafi verið um nokkurt skeið, þvert á fullyrðingar Guðnýjar um að hún hafi verið þarna í fyrsta sinn umrætt kvöld. Þá styður vitnisburður leigubílstjóra ekki frásögn Guðnýar um samskipti við vinkonu sína við leigubílinn og gengur raun þvert á það sem hún segir í vitnisburði sínum hjá lögreglu. Þá getur sami leigubílstjóri heldur ekki stutt frásögn Guðnýjar um samskipti sem fóru fram í bílnum eftir að lagt var af stað úr miðbæ Reykjavíkur auk þess sem hann kannast ekki við að Guðný hafi spurt sig spurninga sem hún sagðist síðar hafa gert.

Guðný gat ekki haldið þræði um það hver það var sem á að hafa leitt hana frá leigubílnum og inn í húsið. Í fyrstu yfirheyrslu segir hún að Egill hefði leitt sig en breytti svo framburði sínum og sagði að Guðríður hefði leitt sig. Leigubílstjórinn staðfestir að konurnar voru samferða inn í húsið á meðan Egill stóð við leigubílinn og greiddi fyrir farið. Þá hefur vitnisburður vinkvenna Guðnýjar einnig reynst rangur, SMS skeyti sem Guðný segist hafa sent, og vinkonurnar móttekið, sjást ekki á símum þeirra né staðfesta notkunaryfirlit símafyrirtækja að þau hefði verið send. Sama máli gegnir um hjálparbeiðni sem Guðný kveðst hafa sent kærasta sínum með SMS skeyti, ekkert finnst um það í yfirlitum símafyrirtækis. Fram kemur í grein Egils að telja megi einar sex útgáfur af vitnisburðum Guðnýjar sem í sé mikið innra ósamræmi. Þetta er í samræmi við mat Ríkissaksóknara eins og það kemur fyrir í ákvörðun embættisins um að gefa ekki út ákæru á hendur Agli og Guðríði.

Gögn málsins sýna einnig að þegar vinkonur Guðnýjar komu að sækja hana á leigubíl eftir hina meintu nauðgun þá var karlmaður með þeim í för sem var mjög æstur. Skv. vitnisburði leigubílstjóra gerði maðurinn sinn líklegan til að æða inn og beita Egil ofbeldi. Vinkonurnar segjast við yfirheyrslu ekki kunna nein deili á þessum manni sem þær þó ákváðu að taka upp í leigubíl með sér. Daginn eftir kveðst Egill hafa fengið viðvörun frá handrukkara um að hann yrði beittur ofbeldi vegna málsins.

Það er vitaskuld ekkert hægt segja til um samskipti fólksins eftir að heim var komið. Að þeim samskiptum voru engin hlutlaus vitni eða önnur gögn sem sanna eða afsanna eitt né neitt. Það er þó fullsannað að Guðný sagði ósatt um ansi marga þætti þar sem auðvelt reyndist að kanna sannleiksgildi staðhæfinga hennar. Hví skyldi hún hafa sagt ósatt um allt það en ekki það sem gerðist þegar heim var komið? Hversvegna hefði fórnarlamb nauðgunar rýrt svo mjög möguleika sína á að ákæra sín leiddi til dóms yfir sakamanninum með því að ljúga til um svo marga þætti sem hægt er að sanna eða afsanna?

Ég er ekki maður til að kveða upp dóm yfir einum né neinum en mér er sem betur fer enn frjálst að gera upp hug minn og tjá hann. Miðað við það sem fram er komið í þessu máli þá finnst mér alveg klárt mál að Egill og Guðríður eru saklaus af því að hafa nauðgað Guðnýju. Guðný er aftur á móti sek um að hafa lagt fram falska ásökun um nauðgun.

Kaldhæðni örlaganna er svo sú að allt sem forréttindafemínistar sögðu í stuðningi sínum við Guðnýju á sínum tíma á nú við um Egil. Valda- og aðstöðumunurinn reyndist snúa á hvolfi miðað við mat forréttindafemínista. Svo virðist sem það hafi verið Egill sem átti við við ofurefli að etja, femínistahreyfingu sem teygir anga sína vítt og breytt um samfélagið og beitti sér eftir fremsta megni gegn honum um leið og ásökunin kom fram. Þær beittu sér á allan þann hátt sem þeim var mögulegt og það er dagljóst að það átti að taka manninn af lífi í félagslegu tilliti. Áhrifakonur innan hreyfingarinnar kröfðust þess að maðurinn yrði ákærður jafnvel löngu áður en haldbærar upplýsingar komu fram í málinu. Það virtist því engu skipta fyrir þessar konur hvert mat Ríkissaksóknara yrði. Fyrrverandi framkvæmdastjóri þáverandi ríkisstjórnarflokks krafðist opinberrar ákæru, borgarfulltrúi sama flokks krossaði fingur og talskona best fjármögnuðu femínistasamtaka Íslands spurði hvort ekki væri tími til kominn að hætta þessu veseni að sanna þyrfti sekt manna, a.m.k. í tilvikum þar sem konur hefðu hag af því þessi grundvallarmannréttindi yrðu aflögð.

Femínistahreyfingin mun ekki sætta sig við þessi málalok. Hún mun ekki viðurkenna mistök sín í þessu máli. Hún mun færa áhersluna frá málsatvikum og ágöllum þeim sem fram hafa komið í málatilbúnaði Guðnýjar yfir á upplifun hennar. Upplifun kvenna er alpha og omega femínískrar hugmyndafræði og ef kona svo mikið sem sér eftir kynífsathöfnum sínum þá munu forréttindafemínistar vilja finna karlmenn til að gera ábyrga fyrir líðan hennar. Eins og þetta mál allt sýnir þá munu þær svífast einskis á þessari vegferð sinni.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

11 athugasemdir á “Niðurstaða Gillz málsins”

 1. Jón Stefán Says:

  Rosalega flott orðað, og vona að þetta mál hverfi núna.

 2. Eddi Says:

  Amen.

 3. benzi Says:

  hvað ef henni var ekki nauðgað..?

 4. Gunnar Haukur Says:

  Þessi Handrukkari sem var með vinkonum hennar (fyrir tilviljun) kom hann brjálaður út úr bílnum áður en Guðný fór inn í bílinn eða eftir á ? maður bara spyr . Það ætti að kæra alla þá aðila sem komu að þessari kæru fyrir að eyðinlega mannorð Egils og unnustu hans.
  aftur kalla ætti starfsleyfið hjá DV og Nýtt líf.

 5. Sigurjón Says:

  Glæsilegur pistill. Aðför femínista að sjálfsögðum mannréttindum um réttarríkið var gróf misnotkun á máli stúlkunnar. Þau ætluðu að ganga milli bols og höfuðs á Agli, og réttarríkinu í leiðinni, og notuðu stúlkuna sem vopn í þeirri ógeðslegu aðför.

  Skömm þeirra er mikil. En þau eru óforskömmuð og munu ALDREI játa mistök né biðjast afsökunar á einu né neinu.

  Ég vorkenni stúlkunni sem og þeim Agli og Gurrý.

 6. Nafnlaus (af gefnu tilefni) Says:

  Ekkert í þessari svargrein Egils breytti neinu um þetta mál. Þarna voru smáatriði málsins blásin upp og gert að aðalatriði.

  Hvaða máli skiptir t.d í nauðgunarkæru hvernig meint fórnarlamb hagaði sér fyrr um kvöldið áður en meint nauðgun átti sér stað.

  Ömurlegt að shá hve mikið að fólki hrækir framan í meint fórnarlamb Egils. Hvað ef þessi stúlka væri dóttir þín? eða systir. Væruð þið jafn æst í þessari aðför ykkar að henni þá?

  Og hvað varðar Egil og þetta mál að þá fór hann fyrst með þetta í fjölmiðla. Þannig að kenna öðrum um ef eitthvað meint mannorð hafi skaðast.

  Núna hafa báðir aðilar sett sína hlið fram. Getum við ekki bara hætt núna? Að sjá fullorðið fólk velta sér upp úr þessu og smjatta á þessu… þetta er ógeðslegt.

  • Kristinn Says:

   Hvaða máli skiptir þetta? Ólíkt því sem þú virðist meina (og aðrir hafa afgerandi meinað) er að hér sé í gangi eitthvað „victim blaming“ og að þau gögn sem Egill hefur sett fram séu til að réttlæta það að hún hafi boðið upp á eitthvað.

   Ef það er meining þín (sem og fjölda annara) þá er það alger misskilningur. Tilgangur þess að setja þessi gögn fram er að sýna fram á trúverðugleika hins meinta fórnarlambs. Trúverðugleiki sem er enginn. Ekki bara er hún margsaga um aðdraganda hinnar meintu nauðgunar heldur virðist hún hafa ákveðið að fá vinkonur sínar í lið með sér um að ljúga um einhver samskipti þeirra á milli meðan hún á að hafa dvalið í íbúð parsins.

   Þau gögn sem Egill setur fram miða að því einu að sanna sakleysi þeirra hjúa sem er jú afgerandi (í skilningi laganna) og ástæða þess að saksóknari sá enga ástæðu til þess að gefa út ákæru. Það er EKKERT sem styður þá fullyrðingu að nauðgun hafi átt sér stað annað en framburður vægast sagt ótrúverðugs meints fórnarlambs.

   Þessi systravinkill þinn miðar bara að einu marki og það er að hengja menn án dóms og laga. Ef þetta hefði verið systir okkar þá hefðum við látið tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur og gert eitthvað heimskulegt. En hey, rústum mannorði einhvers bara vegna þess að þetta gæti verið systir okkar.

   Og heldurðu virkilega að Egill hafi ákveðið að gefa bara út yfirlýsingu í fjölmiðla af því bara? Það er alveg klárt mál að það stóð til að afhjúpa nafn hans og fjölmiðlar hafa verið farnir að spyrjast fyrir um málið. Þú þarft ekkert að vera sérfræðingur í almannatengslum til þess að átta þig á því.

 7. pallivalli Says:

  Ef þetta hefði verið systir manns ?

  Er ekki hægt að henda þessu til baka, hvað ef gillz væri bróðir þinn ?

  Skil ekki svona rugl.

 8. Símon Says:

  Ég myndi vilja sjá kæru Egils gegn Guðnýju tekna fyrir og hún látin gjalda fyrir að ljúga upp á hann, með því fæst úr því skorið hvort að kona getur farið á „bömmer“ og látið upplifun sína eftir kynmök verða mæling á hvað í rauninni gerðist eða upplifun á meðan kynmökum stendur. Þetta er ógeðslegt mál þar sem búið er að reyna að ljúga og ófrægja saklausann, versta eineltismál íslandssögunnar og ætti að vekja alla vel til umhugsunar um það rakalausa fasisma og forréttinda hóp sem að feministar eru.

%d bloggurum líkar þetta: