Flest þekkjum við einhver hinna fjölmörgu vitundarvakningarátaka sem femínistar standa fyrir í þágu fórnarlamba kynferðisofbeldis. Eða öllu heldur í þágu kvenkyns fórnarlamba karlkyns gerenda. Druslugangan, Nei verkefnið, Take back the night, Walk a mile in her shoes og hinir ýmsu alþjóðlegu baráttudagar kvenna sem snúa að þessu ýmist beint eða óbeint eru dæmi um þetta.
Herferðinni Don’t be that guy var hleypt af stokkunum í Edmonton borg Kanada í Nóvember 2010. Hluti herferðarinnar gekk út á að hengja upp plaköt með myndum og stuttum texta sem átti að vekja karlmenn til umhugsunar um að það að hafa mök við konu án samþykkis hennar teldist undantekningalaust vera nauðgun.
It’s not sex when she’s wasted, It’s not sex when she’s passed out og Just becuase she isn’t saying no doesn’t mean she’s saying yes og fleira í þessum dúr mátti lesa af plakötunum.
Aðstandendur Don’t be that guy herferðarinnar segja rannsóknir sýna að það að beina forvörnum að mögulegum fórnarlömbum nauðgana sé ekki vænlegt til árangurs, beina þurfi skilaboðunum til mögulegra gerenda. Í meðförum forréttindafemínista þýðir þetta svo auðvitað það að herferð sem þessari verður beint að karlkyns gerendum eingöngu.
Karlkyns fórnarlömb nauðgana af hálfu kvenna, svo og konur sem verða fyrir nauðgun annara kvenna, falla utan áhugasviðs aðstandenda þessara verkefna sem þó eru oft fjármögnuð að hluta til fyrir opinbert fé. Femínistar réttlæta þetta jafnan með því að þessir tveir þolendahópar séu svo litlir að þeir skipti ekki máli.
Aðstandendur átaksins segjast vona að með þessu verði Edmonton fyrirmynd annara borga hvað þetta varðar og er átakið hugsað sem árlegur viðburður. Átakið hefur vakið mikla hrifningu borgarbúa enda sem betur fer næstum því allir sammála um að það að fækkun hverskyns ofbeldisglæpa sé af hinu góða. En þetta er auðvitað ekki eina vandamálið sem uppi er í samfélagi kynja. Annað vandamál, sem ýmislegt bendir til að karlar séu að upplifa í síauknum mæli, snýr að fölskum ásökunum um kynferðisbrot.
Staðfest dæmi um falskar ásakanir, þar sem dómar hafa fallið, sýna að um tilurð vandamálsins verður ekki deilt, það er til staðar. Það er hinsvegar hægt að deila um umfang vandans. Hinsvegar finnst mér að þegar femínisti geri lítið úr þessum vanda þá geri hann sig um leið uppvísan að hræsni því slíkt gengur þvert á hugmyndir femínista um meðhöndlun vandamála sem eiga einkum að snúa að konum. Man annars einhver eftir femínista sem hefur fundist hann þurfa að hlusta á sjónarmið karla við að skilgreina kynbundin vandamál sín?
Það var til höfuðs þessu vandamáli sem karlréttindahópurinn Men’s Rights Edmonton hleypti af stokkunum átakinu Don’t be that girl. Það átak gekk út á að hengja upp ámóta plaköt um borgina sem fólu í sér skilaboð til kvenna um að það að ásaka karl um nauðgun, þegar það samræmdist ekki sannleikanum, væri undantekningalaust glæpur.
Just because you regret a one night stand, doesn’t mean it wasn’t consensual og Just because she’s easy, doesn’t mean you shouldn’t fear false criminal accusations voru meðal þeirra staðhæfinga sem lesa mátti á Don’t be that girl plakötunum.
Það er skemmst frá því að segja að þetta lagðist ekki vel í forréttindafemínsita, hreint ekki. Lisa nokkur Gotell, prófessor við kynjafræðideild Háskólans í Alberta gekk fram á eitt þessara plakata. Svo sjokkeruð var hún að í reiði sinni ákvað hún að ekkert minna dygði en að gera lögreglu viðvart. Lögreglan brást svo við á þann furðulega hátt að senda sveit manna í að rífa niður þessi plaköt enda dugar vart minna þegar verja þarf forréttindafemínista fyrir tilfinningalegu uppnámi eða hvað?
Í kjölfarið upphófst mikið fjölmiðlafár og fjallað var um málið á öllum stærstu fréttamiðlum Kanada og víðar. Viðbrögðin voru allt önnur en viðbrögðin við samsvarandi skilaboðum femínistahópa sem um gat hér að ofan.
Femínistar sögðu þetta vera móðgun við öll fórnarlmömb kynferðisofbeldis (klassík) og að átakið gengi út á að afsaka nauðganir. Þá reyndist ekki erfitt fyrir fréttamenn að hafa upp á forréttindafemínista sem var tilbúinn til að fullyrða að falskar ásakanir gætu hreinlega ekki átt sér stað. Það var Karen Smith, yfirmaður athvarfs fyrir fórnarlömb nauðgana í Edmonton sem sagði eitthvað á þá leið að engin kona myndi leggja fram kæru að ástæðulausu vegna þess hve kæruferlið væri konum þungbært (önnur ódrepandi klassík).
Hér fyrir neðan má sjá stutta fréttaumfjöllun um málið þar sem rætt er við Karen Straughan, fulltrúa hópsins sem stóð að átakinu. Eins og hún kemur inn á, sýna viðbrögðin við þessu hversu miklu minna félagslegt rými karlar hafa en konur þegar kemur að því að benda á og vinna úr vandamálum sem karlar eiga einkum við að etja. Jafnvel lögreglan fæst til að þagga niður í körlum þó svo engin lög hafi verið brotin. Nægja þykir að viðkvæmu tilfinningalífi eins forréttindafemínsita sé raksað.
Fólk, sem ekki er einatt á valdi tilfinninga sinna, sér að hér eru tvö óskyld vandamál á ferðinni. Annarsvegar raunverulegar nauðganir sem líkast til enginn heilbrigður maður vill að þrífist í samfélaginu og hinsvegar alveg jafn raunverulegur glæpur, sá glæpur að saka aðra manneskju um háalvarlegan glæp, sem manneskjan ekki framdi, og rústa þannig lífi hennar.
Framganga forréttindafemínista í þessu máli sem og öðrum viðlíka, sýnir að það er ekki öllum boðið til jafnréttisveislunnar, forréttindafemínismi er í eðli sínu hrein kvenhyggja þvert á það sem femínistar reyna að telja okkur trú um. Karlar geta bara farið til andskotans ef það hentar forréttindabaráttu þeirra og jafnréttisbarátta karla fer bókstaflega í taugarnar á þeim. Það sýnir sig hér sem endranær.
–
SJ
21.9.2013 kl. 14:30
Ég var einmitt að fjalla um þetta í gærkvöldi:
Ég er að verða geðveikur á öllu þessu gegndarlausa rugli.
21.9.2013 kl. 19:35
Og ruglið virðist bara vera að aukast.
Ég fæ ekki upp þessi skrif þín.
„The page you requested cannot be displayed right now. It may be temporarily unavailable, the link you clicked on may have expired, or you may not have permission to view this page.“
Væri gaman að sjá skrifin. Gætir jafnvel bara póstað þeim hér í athugasemd?
22.9.2013 kl. 0:20
Þú þarft að vera fb vinur Theodórs til þess að sjá þetta. Hér er færslan:
„Mér líður stundum eins og ég hljóti að vera eitthvað klikkaður. Ég rekst sífellt á fleira og fleira fólk sem hugsar ekkert út fyrir einhvern feminiskan rétttrúnað. Ekkert sem beinir gagnrýni að feminískri umræðu á rétt á sér. Karlmenn eru bara svín. Það magnaða er að ungir karlmenn, sem gjarnan ganga með alskegg, eru alveg sammála feministunum. Þeir eru búnir að setja sig með þeim á einhvern feministastall og tala niður til okkar gömlu afturhaldsseggjanna sem langar til að hanga á smá raunsæi í tilverunni.
Ég skora á fólk og sérstaklega feminista að horfa á þessa þáttaröð. Ég er ekki að halda því fram að hér sé um að ræða skotheld vísindi, eða að svona sé hinn heilagi sannleikur, heldur vil ég benda á að það sé a.m.k. ástæða til að taka til við að skoða heiminn án kynjagleraugna Kynjafræðiskorar Hálskóla Íslands. Það eru tvær hliðar á samskyptum kynjanna. Ekki bara ein.“
24.9.2013 kl. 14:33
hey! Mér líður eins og ég sé útundan. Hvaða þáttaröð er hér til umræðu?
24.9.2013 kl. 14:35
Í framhaldi af þessari umfjöllun langar mig að benda á mjög áhugaverðan videoblogg Karen Straughan þar sem hún fer ítarlega yfir þetta mál og reifar rök sem áhugafólki um þetta efni ættu að þykja áhugaverð.
11.10.2013 kl. 22:28
Eflaust eru margir femínistar sem verja það að þessu átaki sé eingöngu beint að karlkyns gerendum og kvenkyns fórnarlömbum með þeim rökum að flest fórnarlömb séu konur og gerendur karlar. Með sömu rökum mætti setja upp sambærilegt átak gegn þjófnaði eða ofbeldisglæpum í tilteknum borgum þar sem meirihluti gerenda er t.d. hörundsdökkur, slagorðið gæti verið: „don’t be THAT black guy!“
Annars er ótrúlegt hversu auðvelt femínistar eiga með að fá framgengt kröfum sínum um að brjóta á tjáningarfrelsi annarra með því að segja einfaldlega að þeim þyki boðskapurinn móðgandi, jafnvel þó ekkert megi finna þar sem stangast á við lög.