Upptaka af Nicole Ryan að semja við ætlaðan leigumorðingja um að myrða mann hennar

8.2.2013

Blogg, Myndbönd

Nú hefur lögreglan í Kanada sent frá sér myndbandsupptökur af því þegar Nicole Ryan samdi við mann, sem hún taldi vera leigumorðingja, um að myrða eiginmann hennar, Michael Ryan.

Ég skrifaði grein um málið fyrir nokkrum dögum þegar Hæstiréttur Kanada felldi málið niður og hún gekk frjáls ferða sinna og án allra eftirmála. M.ö.o; hún gekk frjáls frá því að hafa ráðið mann til að myrða eiginmann sinn og barnsföður.

Dómstólar á öllum stigum í Kanada tóku Nicole Ryan trúanlega og var maður hennar ekki einu sinni kallaður fyrir réttinn til að svara fyrir þessar ásakanir konu sinnar. Svo fór að málið var látið niður falla með þeim orðum að hún hefði mátt þola nóg þegar.

Þetta er ekkert einsdæmi en nokkur ríki í hinum vestræna heimi viðurkenna nú málsvarnartaktík sem nefnd hefur verið “batterend women syndrome” eða “battered wife syndrome” og gengur í stuttu máli út á það að kona réttlætir morð á manni sínum á þeim grundvelli að hann hafi beitt hana annaðhvort líkamlegu eða andlegu ofbeldi.

Það er þetta kerfisbundna og lögfesta misrétti sem skýrir aftur áhuga minn á málum sem þessum. Ef forréttindafemínistar eru látnir óáreittir gætum við vel séð álíka ólög innleidd í íslenskt réttarfar þó mörgum finnist það líklega ótrúlegt.

En lítum nú á myndbandið. Nicole er bara nokkðu glaðbeitt í samskiptum sínum við lögreglumanninn og upplýsir að hún hafi verið að skipuleggja morðið í um sex mánuði. Hún viðurkennir á einum stað að hún muni hafa hag af því að Michael verði myrtur þar sem þau séu enn gift að lögum.

Þá spyr lögreglumaðurinn hana um hvort hann hafi lagt á hana hendur sem hún þvertekur fyrir. Þær ásakanir eiga eftir að koma fram síðar þegar hún hefur augljósan hag af því að halda þeim fram. Einnig virðist hún segja manninum að láta það ekki trufla sig þó dóttir þeirra verði vitni að morðinu.

Sjón er sögu ríkari, sérstaklega þegar haft er í huga að konan fékk enga refsingu:

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: