Af hverju þéna konur minna að meðaltali en karlar að meðaltali? Þetta er spurningin sem Warren Farrell tekur að sér að svara í þessum fyrirlestri sem byggir á rannsóknum hans fyrir bókina Why Men Earn More sem út kom árið 2005. Warren hefur einstakt lag á að koma efni frá sér á einfaldan, líflegan og skýran hátt en það gerir þennan fyrirlestur hans einkar skemmtilegan.
Niðurstöður rannsókna Farrell’s eru kannski of framúrstefnulegar í hugum þeirra sem halda dauðahaldi í samsæriskenningar um að karlmenn hafi skipulagt og viðhaldi allsherjar samsæri gegn konum á vinnumarkaði. Ástæðan fyrir launamun kynja er, skv. Farrell, ekki kerfisbundið samsæri karla gegn konum heldur endurspeglast, í launamuninum, munur í vali kynja þegar kemur að starfi og áherslum í lífinu. M.ö.o. konur eru ekki heilalaus gæludýr karlmanna heldur sjálfstæðar hugsandi verur. Farrell skilgreinir í bók sinni 25 þætti í starfsvali sem rannsóknir sýna að eru mjög kynbundnir og skýri um leið launamuninn.
Fram kemur í kynningu að haft hafi verið samband við fjölmarga atvinnufemínista til að vera Farrell til andsvars en enginn hafi þekkst boðið enda kannski uppteknar við að dæla út rannsóknum sem sem eru svo aðferðafræðilega gallaðar að erfitt er að tala um annað en skipulegar falsanir.
Það er Cato stofnunin sem hýsir viðburðinn undir stjórn David Boaz þann 1. febrúar 2005.
–
SJ
11.2.2013 kl. 20:19
Vildi bara pósta einhverstaðar að mér finnst þessi síða hjá þér helvíti góð og speglar mikið af mínum eigin skoðunum. Líka fínt að finna hér sannanir og tilvísanir í hluti sem maður hafði „tilfinningu“ fyrir en hafði annað hvort ekki haft fyrir því að leita að upplýsingum til að skoða málið betur, eða þá að maður hafði einfaldlega ekki metnað í það……
Allavega, kúdós, mikill snillingur fyrir að standa í þessu.
11.2.2013 kl. 20:31
Velkominn og takk fyrir að ómaka þig við að láta skoðun þína í ljós. Forréttindafemínstar toppa sjálfa sig eins lengi og þeir geta. Það er því nauðsynlegt að hefja skipulega baráttu gegn ofstæki þeirra.
11.2.2013 kl. 20:51
Ég er sammála þér sem mér finnst mjög svo sorglegt. Væri vænlegast ef fólk gæti unnið í sameiningu að jafnrétti. Það er bara mjög lítill hópur…. Tja öfgafeminista hef ég kallað þetta, sem hafa ýtt af stað breytingum og málefnum sem mér finnst bara langt í frá að vera í lagi. En ég held að það sé nú ein af þeim ástæðum að VG sé að deyja út. (Hef kosið þá sjálfur og mundi ekki detta í hug að gera það í dag, samanber fléttulistum einungis fyrir kvennfólk og fleirra)
12.2.2013 kl. 11:36
Það er nú efni í sér færslu, hvað VG hafa færst langt frá allri jafnréttisbaráttu. Þetta var, síðast þegar ég gáði, eini flokkurinn sem hafði ekki jafnréttisstefnu á sinni málefnaskrá heldur var þar kvenfrelsiskafli. Flokkurinn hefur enda unnið markvisst gegn karlréttindum í samræmi við stefnumál sín, bæði með því að beinum aðgerðum en einnig með því að láta sig ekki varða málefni karla.
Kvenréttindabarátta er aðeins jafnréttisbarátta svo fremi að kröfurnar gangi ekki framar réttindum karla. Eins og jafnréttisbarátta kvenna er háð í dag er auðvelt að segja að baráttan snúist um að tryggja konum ýmiskonar forréttindi og því hef ég kallað þennan nútímafemínisma forréttindafemínisma.
Annars er rétt að taka fram að ég skoða jafnréttismálin ekki út frá flokkspólitískum vinkli. Ég hef skrifað um forréttindafemínisma m.a. sjálfstæðismanna einnig og það finnast vissulega forréttindafemínísk viðhorf innan þess flokks þó í miklu minna mæli sé en hjá miðju og vinstri flokkum.