Typpabrandari skekur heimsbyggðina

28.3.2013

Blogg

„Donglegate“ kalla þeir málið, gárungarnir sem muna þann tíma þegar fréttir þurftu enn að hafa einhvern „substance“ til að vera sagðar. Fyrir þá sem ekki vita, þá er þetta skírskotun til Watergate hneykslisins sem kom upp á áttunda áratugnum og leiddi síðar til þessa að Richard Nixon, bandaríkjaforseti sagði af sér, fyrstur þarlendra forseta.

Donglegate hneykslið er einnig bandaríkst að uppruna en þó af allt öðrum toga. Hvorki demókrataflokkurinn eða repúblíkanaflokkurinn koma þar við sögu, né heldur sitjandi forseti eða nokkur annar embættismaður. Allt sem þurfti til voru tveir tækninördar og einn forréttindafemínisti. Málið hófst þegar Adria Richards (femínistinn) ákvað að skella sér á PyCon upplýsingatækniráðstefnuna sem haldin var í Kaliforníu vikuna 13. til 21. mars sl.

Á fimmta degi ráðstefnunnar gerðist sá hræðilegur atburður sem virðist hafa orðið til þess að sálarlíf Adriu hrundi. Í næstu sætaröð fyrir aftan hana sátu karlmenn á tali og a.m.k. einn þeirra sagði brandara við félaga sinn sem varðaði netpung (e. dongle) sem hann líkti við getnaðarlim.

Teningnum hafði verið kastað og femínistinn greip til sinna ráða. Ekki með því að leiða það hjá sér sem hún heyrði, og ekki með því að snúa sér við og biðja mennina um að lækka róminn þegar þörfin til að segja typpabrandara segði til sín næst.  Nei, Adria snéri sér við, tók ljósmynd af mönnunum og póstaði á tvitter síðu ráðstefnunnar ásamt eftirfarandi athugasemd:

talk_to_staff

Eins og sjá má létu viðbrögðin ekki á sér standa og er fórnarlamb typpabrandarans snarlega boðað upp á starfsmannaskrifstofu ráðstefnunnar. Væntanlega til að ákveða næstu skref og hugsanlega til að ræða við áfallahjálparteymið.

Fregnum ber ekki saman um hvort körlunum sem göntuðust sín á milli var vikið af ráðstefnunni fyrir að hafa sært tilfinningar Adriu, en þeim ber þó saman um að einum mannana (þriggja barna föður) var vikið úr starfi sínu fyrir að hafa komið femínistagreyinu í tilfinningalegt uppnám.

Adria lýsti sjálfri sér, í framhaldinu, sem hetju og nefndi Jóhönnu af Örk sem vænlega stallsystur. Málið ræddi hún allt í femínísku samhengi. M.a. hefur hún sagt að konur þurfi, allt frá fæðingu til starfsloka, að fá þau skilaboð að þær séu hæfar og velkomnar til starfa í upplýsingatæknigeirann. Þá virðist hún sjá málið í því ljósi að karlar kúgi konur með typpabröndurum og geri starfsgreinina þannig óaðgengilega konum (því eins og við vitum öll þá limpast konur niður við það eitt að heyra typpabrandara, ekki satt?). Þessi þvæla hennar fékk vitaskuld nokkurn hljómgrunn meðal annara forréttindafemínista en mig grunar að stuðningur við Adriu markist nokkurn veginn við hreyfingu þeirra.

Málið vakti gríðarlega athygli innan faggeirans og m.a. varð vefsíða vinnuveitanda Adriu fyrir árásum tölvuhakkara í kjölfarið. Málið allt varð til þess að á endanum var henni sagt upp störfum hjá fyrirtæki sínu, SendGrid, fyrir að hafa kallað yfir fyrirtækið neikvætt umtal og brugðist starfsskyldum sínum sem upplýsingafulltrúi þess.

Þetta fár hefur ýmsar áhugaverðar hliðar sem varða okkur hér upp á Íslandi. Fyrir utan að sýna okkur að femínismi getur haldið konum föstum í barndómi langt fram eftir aldri, sýnir það okkur hvað samfélagið er í raun sýkt af femínískri hugmyndafræði. Ef ég væri ráðstefnuhaldari og fengi til mín konu í geðshræringu yfir því að karlmenn í næstu sætaröð hafi sagt typpabrandara, hefði ég gert mér upp hluttekningu og sagt eitthvað sem leiddi til þess að hún hætti að gera ofurviðkvæmni sína að mínu vandamáli. T.d. klappað henni á kollinn og sagst þurfa að hlaupa á fund.

Það gerðu skipuleggjendur PyCon hinsvegar ekki enda höfðu þeir innleitt siðareglur sem samdar voru af Ada Initiative, einhverskonar stuðningsbatteríi fyrir konur í upplýsingatækni (því konur þurfa það, ekki satt?). Ada Initiative tekur meðal annars að sér að fræða ráðstefnuhaldara um það hvernig á að gera ráðstefnur öruggar fyrir konur. Þessar siðareglur banna m.a. allt kynferðislegt tal. Þ.e.a.s. allt kynferðislegt tal sem ekki er sett fram á jákvæðan hátt fyrir konur (e. woman positive way).

Þá sýnir þetta mál líka hvað femínistar eru reiðubúnir að ganga langt til að kúga annað fólk. Þó ekki sé nema til annars en að tryggja að viðkvæmt tilfinningalíf fárra kvenna raskist ekki. Hér missti þriggja barna faðir lífsviðurværi sitt fyrir að segja brandara sem kom Adriu í tilfiningalegt uppnám og við fréttum af því alla leið hingað. Pæliði í því.

Og fyrst við erum nú á annað borð að tala um óþol Adriu fyrir typpabröndurum, þá er hér skjáskot af typpabrandara sem Adria Richards setti sjálf á veraldrarvefinn aðeins þremur dögum áður en að henni fannst viðeigandi að láta refsa tveimur körlum fyrir að segja typpabrandara sín á milli:

dick-joke

Ég efa það ekki að hún kunni einhverjar femínískar skýringar á því hvernig hennar typpabrandari, og birting hans á veraldarvefnum, sé viðeigandi á meðan typpabrandari sem sagður er í tali tveggja karla er það ekki.

Ég er hinsvegar jafn viss um að þær skýringar verði mér jafn óskiljanlegar og svo margt annað í femínískri hugmyndafræði.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: