Fyrirlestur: Dr. Janice Fiamengo: What’s Wrong With Women’s Studies?

Hér ræðir Dr. Janice Fiamengo, prófessor við Háskólann í Ottawa, kvennafræði sem hún vill meina að standi höllum fæti hvað varðar fræðilegt gildi og inntak. Hún gagnrýnir kvennafræðiprófessora fyrir kreddufestu og það að innræta nemendum sínum þvælu ásamt því að umgangast tölfræði með verulega óábyrgum hætti.

Það er Canadian Association for Equality (CAFE) sem stendur að fyrirlestrinum sem haldinn var við Háskólann í Toronto þann 7. mars sl.

Dr. Fiamengo er nýr talsmaður karlréttinda og fyrrum róttækur femínisti. Það sem endanlega ofbauð henni, og varð til þess að hún gekk til liðs við karlahreyfinguna, var að horfa á það hvernig karlar urðu hvað eftir annað fyrir beinni mismunun í nafni „jafnréttisbaráttu“ femínista. Þá þannig að þeir voru kerfisbundið sniðgengnir á grundvelli kynferðis síns í ráðningum við Háskólann í Ottawa. Þá hefur Dr. Fiamengo nefnt að henni finnist orðið nóg um þá menningu karlfyrirlitningar sem femínismi hefur skapað og fóstrar innan kanadísks háskólasamfélags.

Femínistar efndu að þessu sinni, ekki til ofbeldisfullra óeirða, eins og gerðist á síðasta fyrirlestri CAFE þar sem Dr. Warren Farrell hafði framsögu. Þeir ollu þó töfum á fyrirlestrinum með því að setja brunabjöllu í gang áður en fyrirlesturinn hófst sem leiddi til rýmingar á húsnæðinu og seinkunar á því að fyrirlesturinn gæti hafist.

Þá mótmæltu femínistar því að þessi fyrirlestur fengi að fara fram innan veggja háskólans og einhver kvennafræðiprófessorinn sagði viðburðinn vera móðgun við allar konur í Háskólanum.

Fyrirlesturinn sjálfur er tæpur klukkutími og ég mæli eindregið með honum. Ég læt svo fylgja með sjónvarpsviðtal sem tekið var við Dr. Fiamengo af Charles Adler á Sun News eftir að fyrirlesturinn hafði farið fram. Þar ræðir hún m.a. hversvegna hún sagði skilið við femínistahreyfinguna, hversvegna femínismi nýtur fylgis meðal stjórmálamanna og hversvegna andóf gegn fasískum furðuhugmyndum femínista er ekki meira áberandi en raun ber vitni.

Fyrst er það fyrirlesturinn:

Og svo sjónvarpsviðtalið:

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: