Vændið í Borgen

29.3.2013

Blogg

Ég fékk senda ábendingu um að nýjasti þáttur úr dönsku þáttaröðinni Borgen, sem sýndur er á RÚV um þessar mundir, gæti verið gagnlegt innlegg í kynjaumræðuna eins og henni er gerð skil hér á þessum vef. (Ég þakka fyrir ábendinguna)

Í þessum 23. þætti í röðinni er fjallað um bæði frjást og þvingað vændi og fylgst með stjórmálafólki sem er gjörsamlega á valdi tilfinninga sinna og tilraunum þess til að koma á banni við kaupum á vændi með sama hætti og nú er í Svíþjóð og hér á Íslandi.

Það á kannski ekki oft við um skáldskap, en eftir að hafa horft á þáttinn verð ég að segja að mér finnst hann bara vera nokkuð raunsönn lýsing á því hvernig þessi mál hafa verið rekin. Þá finnst mér þátturinn gera persónum og leikendum í hinum raunverulega pólitíska leik nokkuð góð skil.

Við höfum hér stjórnmálakonuna sem lætur til skarar skríða eftir að upp kemst um hræðilegt mansalsmál og hvernig hún leggur frjálst vændi að jöfnu við mansal vegna þess að hún trúir því ekki að nokkur kona geti sjálfviljug kosið að veita kynlífsþjónustu.

Við fylgjumst með tilraunum hennar til að drífa lög um bann við vændi í gegnum þingið með því að ýmist höfða til tilfinninga fólks í öðrum flokkum eða kúga það til fylgis við hugmyndir sínar.

Við sjáum femínistalobbýið beita blekkingartölfræði og þöggun og síðast en ekki síst sjáum við hvernig hin frjálsa vændiskona og skoðanir hennar og reynsla er virt að vettugi í pólitískum leik sem hefur auðvitað meira með þarfir kvennahreyfingarinnar að gera heldur en nokkurntíman hagsmuni kynlífsþjóna.

Hægt er að horfa á þáttinn á vef RÚV með því að smella hér.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: