Bækur: Sex femínískar mýtur (Frítt eintak á íslensku)

30.3.2013

Bækur

kapa_sex_feminiskar_myturÞað er mér sönn ánægja að kynna bókina Sex femínískar mýtur eftir hinn sænska Pär Ström í þýðingu minni.

Bókin er ekki löng, aðeins 60 síður en hún tekur á þeim sex femínísku mýtum sem höfundi þótti hvað mest áberandi í sænsku kynjaumræðunni. Það vill einmitt svo til að þær eru einnig nokkuð algengar í kynjaumræðunni hér á landi fyrir utan kannski eina.

Hér er alls ekki á ferðinni innihaldslaust raus heldur gefur höfundur hér gott yfirlit yfir vandaðar rannsóknir sem sýna að eftirfarandi fullyrðingar eru tóm þvæla:

  1. Ólík kyn eru afleiðing félagsmótunar.
  2. Konur fá lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu.
  3. Það er konum erfiðara að ná starfsframa.
  4. Karlar eru almennt gerendur í ofbeldismálum, konur þolendur.
  5. Konur vinna tvöfallt starf á við karlmenn.
  6. Konur fá verri heilbrigðisþjónustu en karlar.

Hér er skrifað út frá sænskum veruleika og rannsóknir höfundar þ.a.l. miðaðar við Svíþjóð en þó er nokkuð stuðst við alþjóðlegar rannsóknir. Ég hugsa að engar sambærilega rannsóknir hafi verið gerðar hér á landi enda sjálfsagt lítil stemning fyrir því að  kíkja undir húddið hjá forréttindafemínistum sem á einhvern ótrúlegan hátt hafa náð að berja samfélagið til fylgispektar við sig.

Það má þó ætla að þar sem um er að ræða sænskar rannsóknarniðurstöður sé málum ekki mikið öðruvísi farið hér á landi enda svíar frændþjóð okkar og samfélög okkar um margt svipuð.

Bókin á ernidi við alla sem hafa áhuga á baráttunni gegn forréttindafemínisma en ekki síst fjölmiðlafólki sem þarf nú að fara að taka sig saman í andlitinu hvað varðar samskipti sín við forréttindafemínista. Þá væri gaman ef stjórnmálafólk kynnti sér efni hennar og hætti að vera svona „propper“ þegar femínisma ber á góma.

Ég biðla til lesenda að senda eintak til þeirra sem þeir telja að geti haft áhuga á efni bókarinnar.

Þú getur nálgast bókina með því að smella hér.

Útgáfuár: 2013
Síðufjöldi: 60

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

15 athugasemdir á “Bækur: Sex femínískar mýtur (Frítt eintak á íslensku)”

  1. Eva Hauksdottir Says:

    Meiri eljan í þér. Þúsund þakkir fyrir að leggja á þig þessa vinnu. Ég hlakka til að lesa bókina.

  2. Ágústa Says:

    Takk fyrir að gera þetta aðgengilegt, hlakka til að lesa

  3. Bjammisei Says:

    Interesting, held ég skoði þetta.

  4. Eyjólfur Says:

    Frábær lesning! Niðurlagið (Eftirmáli höfundar) er stórkostlegt.

    Ég er sjálfur búinn að skoða mikið af frumgögnunum sem vísað er í og þekki lygavefinn því ágætlega. Það stendur ekki steinn yfir steini í neinum af helstu fullyrðingum þeirra geggjuðustu. Vonandi ratar þetta sem víðast; ekki veitir af!

    • Sigurður Says:

      Já, hann ritar góðan texta hann Pär og niðurlagið er inspírerandi. Ég vona að hann sjá sér fært að taka þátt í baráttunni aftur einhverntíman bráðlega. Hryggilegt að horfa upp á hvernig honum var bolað af vettvangi umræðunnar.

  5. Gunnar Says:

    Var að klára. Virkilega áhugaverður lestur! Ættir að senda Jafnréttisstofu eintak 😀

    • Sigurður Says:

      Það stendur til. Og fleirum í bransanum 😉

      Aðrir mættu líka dreifa bókinni til þeirra sem þeir telja að gætu haft áhuga á henni. Ef ekkert ber á þessari hlið þá breytist ekki neitt.

  6. Egill Says:

    Mjög flott og þarft innlegg. Nú er bara að vona að þeir sem þurfi hvað mest að lesa þetta, geri það!

    Takk fyrir að ráðast í þessa þýðingu, Ég hef þegar birt þetta á Fb hjá mér, þar sem margir femínistar búa 🙂 Þvímiður á ég ekki von á miklum viðbrögðum 🙂

  7. Sævar B. Says:

    Las þessa bók á um 2 tímum, auðskiljanleg og vel framsett bók, mæli hiklaust með henni. Hafðu þökk fyrir Sigurður, að standa í að þýða og dreifa þessari bók 🙂

  8. Dísa Says:

    Renndi í gegnum fyrsta kaflan. Kannaðist við nokkur nöfn á þessum vísindamönnum, nema nokkrum sænskum sem virðast ekki hafa náð að birta rannsóknir sínar utan Svíþjóðar, en flest allt sem þarna kemur fram hefur verið hrakið margsinnis. Sérstaklega kenningar Simon Baron Cohen sem er ein helsta sprautan í þessum geira, sem og kenningar Louann Brizendine (the female brain) sem ég var hálf hissa að höfundur skyldi ekki vitna í.

    Kjarninn í þessari gagnrýni er 1. gagnrýni á rannsóknaraðferðir. 2.skortur á sönnunum á orsakatengslum. Þ.e. HVAÐ er verið að mæla og HVAÐA ályktanir getum við dregið af því. Einfaldað dæmi; Rannsókn sýndi að tveggja vikna drengir horfðu lengur á farsíma heldur en andlit rannsakenda, tveggja vikna stúlkur horfðu hinsvegar lengur á andlit rannsakenda heldur en farsíma. Ergó drengir eru með betri rýmisgreind og þar af leiðandi betri í stærðfræði. Stelpur blablabla……hér í þessu dæmi eru engin sýnileg tengsl milli forsemda og ályktanna og væri því hægt að túlka þetta á nánast hvaða hátt sem er. (strákar eru fljótari að meðtaka heldur en stelpur og þurfa ekki jafn langan tíma til að átta sig á hlutnum, strákar kjósa frekar einföld form eins og ferhyrning heldur en flóknari form eins og andlit og eru því svona eða hinsegin)

    Skoði maður einnig svona rannsóknir yfir lengri tíma sér maður glöggt hvernig samfélagið sem og gildi þess geta fullkomlega blindað „hlutlausa“ vísindamenn og háalvarlegar mælingar þeirra. T.d. voru stelpur með töluvert lægri einkunnir í raungreinum heldur en piltar alveg fram til 1985-1990, síðan þá hefur þessi munur sem var um 20% horfið gersamlega. Hefur kvenkynið tekið líffræðilegum breytingum á 20-25 árum? varla…… Samfélagið…?

    Flestir femínistar hafa því ekki að það sé eðlislegur munur á kynjunum, hinsvegar telja þau flest að munurinn liggi ekki í þessari ying/yang skiptingu sem er notuð til að skapa mismun og ójafnrétti.

    Allavega, gagnrýni á allar þessar hugmyndir sem er tæpt á þarna mun aldrei komast fyrir ein í einu kommenti. Eigðu góðar stundir og gleymum því ekki að fyrir ekki of mörgum árum voru nær allar rannsóknir fullkomlega sammála um að það væri eðlislægur munur á greind fólks eftir kynþætti. …

    Gott yfirlit yfir slíkar rannsóknir og galla þeira má sjá í bók Cordiliu Fine, delutions of Gender. Skora á þig að renna í gegnum t.d. fyrsta hlutan.af henni.

    • Sigurður Says:

      Takk fyrir málefnalegt innlegg Dísa.

      Æ, ég veit ekki. Mér finnst hugmyndin um að enginn eðlislægur munur sé á kynjum vera eitthvað svo villt.

      Nú þekki ég ekki Cordiliu Fine eða kenningar hennar en mig langar á móti að mæla með bókinni Gender, Nature and Nurture eftir Dr. Richard A. Lippa. Í henni er gefið gott og hlutlaust yfirlit yfir bæði eðlisrökin og mótunarrökin. Þá er þar að finna ansi merkilegt yfirlit yfir samantektarrannsóknir (meta analysis) sem benda ótvírætt til þess að mótunarhugmyndir hvíli á veikum grunni.

      Höfundur skýrir líka ágætlega hve gríðarlega erfitt það er að mæla og greina mynstrið frá frávikahegðun og gerir aðferðafræðilegum takmörkunum femínískra rannsókna góð skil.

      Sjá: https://forrettindafeminismi.com/2012/09/21/baekur-gender-nature-and-nurture/

      Lippa kemur einnig við sögu í heimildaþættinum Brainsex: http://www.youtube.com/watch?v=qefUQzqHGhU

      Þá er einnig rætt við Lippa (og reyndar Cohen) í sænska heimildaþættinum Hjernevask sem fjallar um Jafnréttisþversögnina sem svíar hafa verið að átta sig á. Þ.e. að því meira valfrelsi og félagslegt rými sem kynin búa við, því kynhefðbundnari störf velji konur og karlar. Hægt er að sjá þáttinn með íslenskum texta hér: http://www.youtube.com/playlist?list=PLF1E5B4F42C775054

      Ég get skilið að forréttindafemínistar ríghaldi í hugmyndir um að félagsmótun sé ráðandi þáttur í sýnilegum atferlismun kynja. Á því hvílir barátta þeirra fyrir jafnstöðu fremur en jafnrétti og á grunni þessara hugmynda hefur verið komið á margskonar beinni mismunun gegn drengjum og körlum. Fyrsta skrefið í að vinda ofan af þessu misrétti er að horfast í augu við að konur og karlar eru ekki eins frá náttúrunnar hendi.

      Ég er svolítið betur settur en femínistar hvað þetta varðar að því leytinu til að ég þarf ekki að afsanna mótunarkenningar. Aðeins sýna fram á að þær eru alls ekki eins óumdeildar eða traustar og femínistar vilja vera láta. Það er algjörlega út í hött að karlar búi við beina lagalega mismunun á grunni þessara hugmynda.

  9. Jónsi Says:

    Frábært framtak!

%d bloggurum líkar þetta: