Kosningabarátta forréttindafemínista

14.4.2013

Blogg

Fréttir og fésbókarfár síðustu daga bera með sér að forréttindafemínistar hafi hleypt af stokkunum kosningabaráttu sinni. Baráttan er auðvitað ekki háð í nafni neins eins flokks því eins og flestir vita þá starfa forréttindafemínistar innan allra flokka þó vissulega verði þeir meira áberandi eftir því sem lengra til vinstri er horft.

Baráttan er ekki háð á málefnagrunni heldur virðist hún ganga út á að dólgast í fólki sem er femínistunum ekki að skapi, draga fram gömul skrif frambjóðenda sem ekki þykja nógu femínísk og þar fram eftir götunum. Ég er svosem löngu hættur að furða mig á hræsni og tvöfeldni í fari forréttindafemínista en finnst engu að síður áhugavert hvernig þessu fólki hefur tekist að halda þeim sess að vera enn tekið alvarlega. A.m.k. af hluta samfélagsins.

Ég hef hér á þessum vef og á systurvefjum skráð fjöldan allan af dæmum um femínista sem mæla fyrir ofbeldi, hvetja til þess eða láta það óátalið. Í þessari hugvekju ætla ég hinsvegar bara að halda mig við dæmi þar sem um er að ræða nafntogaða femínista eða samtök þeirra og ég ætla að sleppa því að telja upp dæmi um skrif femínista sem ala á neikvæðum staðalímyndum um karlmenn enda er þessi vefsíða sneisafull af dæmum um það.

Drífa Snædal er fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka um Kvennaathvarf og Vinstri Grænna. Hún er nú framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Hér tekur hún upp hanskan fyrir Valerie Solans sem mælti fyrir útrýmingu karla. Ekki bara það heldur upplýsir Drífa okkur um að hún skilji bara ekkert í því af hverju konur hafi ekki gert blóðuga byltingu gegn körlum. Sjá hér.

Hér er svo skjáskót af tölvupósti Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum af póstlista Femínistafélags Íslands. Póstinn sendi hún eftir að íslensk þýðing á riti geðsjúklingsins sem að ofan greinir, Sori manifestó, var auglýst á póstlistanum. Eins og lesendur sjá virðist Guðrún ekkert sjá athugavert við þessa upphafningu á verkum og athöfnum Solanas (en Solanas lét sér ekki nægja að mæla bara fyrir ofbeldi gegn körlum heldur lét hún það eftir sér að skjóta karlmann). Það eina sem Guðrún bendir á er að það ætti að fara varlega í að tala um þetta þegar aðrir en femínistar einir sjái til. Sjá hér.

Nú, sleggjur komu við sögu í virkilega ósmekklegum ummælum í garð Hildar Lilliendahl. Sleggjur hafa líka komið við sögu í efni frá femínistum. Hér er ljósmynd af kápu ársskýrslu Stígamóta en þar segir „Sleggjurnar sem berja niður alla kúnnana sem ganga um í bænum“. Sleggjuummælin standa á mynd með málverk af sleggjum í forgrunni. Sjá hér.

Og það eru ekki bara sleggjur sem femínista dreymir um að berja karla með. Leggangasjár hafa einnig verið nefndar til leiks eins og sjá má á þessu efni Femínistafélagsins Bríetar. Sjá hér og hér.

Þá hafa femínistar líka látið sig dreyma um að grýta karla með bleiku grjóti og viðrað það blæti á fésbókarvegg Femínistafélags Íslands án þess að það væri fjarlægt eða ummælin fordæmd. Sjá hér.

Þetta er ekki eina dæmið um að Femínistafélag Íslands lætur ofbeldi gegn körlum óátalið og hvetur jafnvel til þess. Hér er annað dæmi þar sem prestur og yfirlýstur femínisti segist vilja berja mann sem hefur ekki nógu femínískar skoðanir. Sjá hér.

Og að lokum er hér svo dæmi af Hildi Lilliendahl sem í viðtali við fjölmiðla segist ekki treysta sér til að taka til greina afsökunarbeiðni vegna ummælanna í hennar garð, sem óumdeilanlega voru mjög ósmekkleg. Mér er ekki kunnugt um að hún hafi beðist afsökunar á þessari færslu sem ber með sér mikið og djúpt hatur á karlmönnum. Sjá hér.

Sannkölluð úrvalssveit mannvina og siðgæðispostula hér á ferð. Verst að kjósendur virðast ekki ætla að setja x við forréttindafemínisma í næstu kosningum ef marka má kannanir.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

6 athugasemdir á “Kosningabarátta forréttindafemínista”

 1. Bjammisei Says:

  Æjji ég bjóst við að þú mundir kryfja þetta mál staðinn fyrir að fara að plammera á móti mar 😛

  Er akkurat búinn að pæla mikið í þessari feminisku herferð gegnum pírötum.

  Ekki ánægður með þig í þetta sinn 🙂

 2. Sigurður Says:

  Takk fyrir hreinskilnina.

  Ég er svosem búinn að vera að hugsa mikið um þetta og alls ekki viss um að ég láti staðar numið við þessa grein. En mér finnst nú alveg þarft að minna á þetta í ljósi þeirrar heilögu vandlætingar sem skekur samfélag femínista þessa dagana.

  Það er þetta tvöfalda siðgæði sem vekur áhuga minn. Þær mega segja og gera hvað sem er en aðrir mega ekki einu sinni ýja að því að félagslegt rými kvenna, sem vilja vinna heima hjá sér, hafi minnkað í byltingu femínista.

  Ein vinstri græn hneykslaðist á því að Píratar hefðu ekki jafnréttiskafla í stefnuskrá sinni en virtist sofa róleg yfir því að Vinstri Grænir hafa aldrei haft jafnréttiskafla á stefnuskrá sinni, heldur aðeins kvenréttindakafla.

  Forréttindafemínistar eru að missa völd sem þeir hafa haft síðustu fjögur árin. Þegar núverandi ríkisstjórn komst til valda mátti sjá með skýrum hætti hvernig barátta þeirra breyttist samfara því að þær voru ráðnar inn til ráðuneytanna og annara stofnana ríkisins. Grasrótarstarfið minnkaði til muna og sjáft Femínistafélag Íslands veiktist greinilega um tíma enda voru þær farnar að hrinda hugmyndafræðinni í framkvæmd innan stjórnsýslunnar.

  Nú sjá þær fram á að flokkarnir sem þær eru mest áberand í muni verða sendir í frí og ég held að þennan skæting í garð pírata megi rekja til þess að nú á að bjarga því sem bjargað verður og ná sem mestu til baka af femínistafylginu.

  Sorglegast er þó að sjá hvað þær eiga auðvelt með að berja stjórnmálamenn til fylgilags við sig. Píratinn sá sér þann kost vænstan að skrifa eitthvað yfirklór sem innihélt allar réttu setningarnar en ég hjó þó eftir einu sem hann sagði:

  „Ég þoli ekki kúgun og mun benda á hana þar sem mér sýnist hún vera, þótt það sé innan hreyfinga sem vilja berjast fyrir jafnrétti og frelsi“

  Það væri gaman ef hann vill berjast gegn þeirri kúgun sem við höfum verið að sjá síðustu daga en ég vil segja að þetta er ekkert annað en kúgun. Femínistar hafa náð ótrúlegum árangri í að gæða kynrembu sína fræðilegan eða þekkingarlegan blæ, fyrst og fremst með því að leggja rækt við kynjahyggju sína innan veggja menntastofnana. Þetta vilja femínistar svo meina að „valideri“ femíníska kynjahyggju og berja svo á öllum sem hafa aðrar skoðanir en femínískar.

 3. Sigurður Says:

  Og í framhaldi af þessu langar mig að benda á afbragðs fína grein eftir Ástu Pírata: http://blog.piratar.is/asta/2013/04/13/um-feminisma-og-pirata/

  Það eru ekki margir stjórnmálamenn sem þora að drepa á því að hluti femínistahreyfingarinnar er öfgafólk sem stendur í hreinni forréttindabaráttu.

  Nú, viðbrögð forréttindafemínista láta ekki á sér standa og ég myndi segja að síðasta kommentið (þegar þetta er skrifað) segi allt um þassa bullying taktík:

  „Ég sé á DV kosningaprófinu að Ástu, meintum femínista, finnst fullu jafnrétti náð á Íslandi. Það er afar óvenjuleg skoðun hjá femínista verð ég að segja.

  Það er eiginlega skoðun þeirra sem ekki eru femínistar.!“

  Svo er þarna ein perla sem gerir henni upp að vera skítsama um kynferðisofbeldi í ofanálag.

  Hvað skyldu stjórmálamenn og frambjóðendur ætla að láta bjóða sér þetta lengi?

 4. Bjammisei Says:

  Sammála öllu sem þú skrifaðir núna, því miður. Feministar hafa verið sér sérstaklega mikið til skammar undanfarnar vikur.

 5. Bjammisei Says:

  Hvað finnst þér um þessa ? Ef allir feministar töluðu eins og þessi þá væri maður ekki að halda fram þeirri „staðreynd“ að það sé munur á jafnréttissinna og feminista….

  Mjög ánægður með þennan fyrirlestur hjá henni.

 6. Simon H. Says:

  Það hlýtur að koma að því að samfélagið overdós-i af feminisma, það getur engin verið í svona bullandi krísu og hersástandi yfir engu endalaust, vona að það fari að gerast fljótlega því það er svo margt annað mikilvægt en bara feminismi.

  Frábær samantekt og sýning af þessum bullum sem feministar eru.

%d bloggurum líkar þetta: