Konur sem berja karla

3.4.2013

Blogg

Femínistar tönnlast stanslaust á því að ofbeldi karla gegn konum sé sérstakt vandamál í heiminum. Þ.e. fremur en bara ofbeldi yfir höfuð. Þá tala femínistar oft um að menning okkar hvetji til, eða láti ofbeldi gegn konum óátalið. Undirliggjandi krafa er auðvitað sú að kvenkyns fórnarlömbum ofbeldis sé gert hærra undir höfði en karlkyns.

Raunveruleikinn er þó allt annar en femínistar vilja meina. Langsamlega flestir karlar fyrirlíta ofbeldi gegn konum og raunar er líklega fátt sem gerir karla árásargjarnari (gagnvart öðrum körlum) en að verða vitni að ofbeldi karls gegn konu.

Viðhorf kynja til ofbeldis  hafa verið rannsökuð og í ljós kemur að konur líta á ofbeldi kvenna í garð karla bæði ásættanlegt og jafnvel æskilegt. Þessu er aftur á móti þveröfugt farið meðal karla sem í yfirgnæfandi meirihluta finnst ofbeldi gegn konum aldrei réttlætanlegt.

Ég rakst nýlega á ummæli hóps kvenna í ummælakerfi dv.is undir frétt af konu sem dæmd hafði verið fyrir líkamsárás. Ummæli þessara brjálæðinga eru einmitt lýsandi fyrir þessi viðhorf:

viljum berja karla

Hér fagna konur ofbeldi konu gegn karli og tvær þeirra hreykja sér beinlínis að því að hafa beitt karlmann alvarlegu ofbeldi.

Þetta skjáskot, og mörg sambærileg þar sem konur hvetja til og fagna ofbeldi gegn körlum, er að finna á vefnum konur sem hata karla.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

One Comment á “Konur sem berja karla”

  1. Bjammisei Says:

    Amm klikkun..

%d bloggurum líkar þetta: