Sarpur | Blogg RSS feed for this archive

Ekki vera þessi stelpa

21.9.2013

6 athugasemdir

Flest þekkjum við einhver hinna fjölmörgu vitundarvakningarátaka sem femínistar standa fyrir í þágu fórnarlamba kynferðisofbeldis. Eða öllu heldur í þágu kvenkyns fórnarlamba karlkyns gerenda. Druslugangan, Nei verkefnið, Take back the night, Walk a mile in her shoes og hinir ýmsu alþjóðlegu baráttudagar kvenna sem snúa að þessu ýmist beint eða óbeint eru dæmi um þetta. […]

Continue reading...

Karlar bannaðir á sundstöðum borgarinnar?

18.9.2013

7 athugasemdir

Ég hef fylgst nokkuð náið með Jóni Gnarr eftir að hann bauð sig fram í borgarpólitíkina um árið. Mér finnst áhugavert að hlusta á hvernig hann tjáir sig. Þessi áhugi minn helgast fyrst og fremst af þeirri skoðun minni að ég tel að sú hugsjónabarátta sem hann stendur í sé dæmd til að mistakast. Eða […]

Continue reading...

Síðasti karlinn útskrifast með bakkalárgráðu árið 2025!

18.9.2013

2 athugasemdir

Ef íslenskir karlmenn háðu jafnstöðu- og forréttindabaráttu á borð við þá sem forréttindafemínistar hafa rekið, fengjum við reglulega að sjá yfirlýsingar á borð við fyrirsögn þessa pistlis í fjölmiðlum. Þessu svipar til fullyrðinga forréttindafemínista um að „launajafnrétti“ náist ekki fyrr en árið þrjúþúsundogeitthvað miðað við hvernig launamunur kynja hefur verið að þróast ár frá ári. […]

Continue reading...

Niðurstaða Gillz málsins

15.9.2013

11 athugasemdir

Gillz málið svokallaða hefur verið fyrirferðamikið í þjóðmálaumræðunni síðan greint var frá því í byrjun desember 2011 að ung stúlka hefði kært Egil Gillz Einarsson og unnustu hans fyrir nauðgun. Með viðtali Þóru Tómasdóttur við stúlkuna sem kærði Egil og Guðríði unnustu hans, Guðný Rós Vilhjálmsdóttir, í 9. tbl Nýs Lífs og loks svari Egils á Pressunni […]

Continue reading...

Fyrirlestur: Karen Straughan á flokksþingi bandaríska Frjálshyggjuflokksins

8.9.2013

Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur: Karen Straughan á flokksþingi bandaríska Frjálshyggjuflokksins

Hin kanadíska Karen Straughan hefur um árabil verið ötul baráttukona gegn forréttindafemínisma. Hún hefur haldið úti YouTube rásinni Girl Writes What frá árinu 2010 þar sem hún birtir vidoeblogga auk þess að skrifa greinar og stjórna útvarpsþáttum um jafnréttis- og karlréttindamál. Hér heldur hún u.þ.b. klukkustundar langan fyrirlestur, og svarar spurningum úr sal, á flokksþingi […]

Continue reading...

Kosningabarátta forréttindafemínista

14.4.2013

6 athugasemdir

Fréttir og fésbókarfár síðustu daga bera með sér að forréttindafemínistar hafi hleypt af stokkunum kosningabaráttu sinni. Baráttan er auðvitað ekki háð í nafni neins eins flokks því eins og flestir vita þá starfa forréttindafemínistar innan allra flokka þó vissulega verði þeir meira áberandi eftir því sem lengra til vinstri er horft. Baráttan er ekki háð […]

Continue reading...

Kynjavídd afstæðiskenningarinnar!

10.4.2013

2 athugasemdir

Ég viðurkenni fúslega að stundum þarf ég að hafa mig allan við til að vera málefnalegur þegar ég tala um sumar kenningar kvennafræðinnar. Mér finnst hugmyndin um þörfina á að vera málefnalegur líka stórlega ofmetin. Sá siður hefur gert það að verkum að okkur gengur ekki eins vel og ella að drepa afleitar hugmyndir í […]

Continue reading...

Konur sem berja karla

3.4.2013

Ein athugasemd

Femínistar tönnlast stanslaust á því að ofbeldi karla gegn konum sé sérstakt vandamál í heiminum. Þ.e. fremur en bara ofbeldi yfir höfuð. Þá tala femínistar oft um að menning okkar hvetji til, eða láti ofbeldi gegn konum óátalið. Undirliggjandi krafa er auðvitað sú að kvenkyns fórnarlömbum ofbeldis sé gert hærra undir höfði en karlkyns. Raunveruleikinn er […]

Continue reading...

Norræna Ráðherranefndin leggur til bann við andfemínisma

1.4.2013

6 athugasemdir

Svo gæti farið að þessi vefsíða verði ólögleg innan tíðar ef nýjar tillögur Norrænu Ráðherranefndarinnar ná fram að ganga. Í skýrslu sem kynnt er á vef nefndarinnar; Hvordan Motarbeide Antifeminisme og Høyre Ekstremisme?, setur ráðherranefndin fram tíu tillögur til aðildarríkja sinna um hvernig skal berjast gegn andfemínisma og hægri öfgum. Skýrslan er afrakstur ráðstefnu sem […]

Continue reading...

Vændið í Borgen

29.3.2013

Slökkt á athugasemdum við Vændið í Borgen

Ég fékk senda ábendingu um að nýjasti þáttur úr dönsku þáttaröðinni Borgen, sem sýndur er á RÚV um þessar mundir, gæti verið gagnlegt innlegg í kynjaumræðuna eins og henni er gerð skil hér á þessum vef. (Ég þakka fyrir ábendinguna) Í þessum 23. þætti í röðinni er fjallað um bæði frjást og þvingað vændi og […]

Continue reading...