Til er það fólk sem talar opinskátt um að það vilji slaka á kröfum um sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum eða jafnvel snúa alfarið við sönnunarbyrðinni. Ég hef mikinn og vaxandi áhuga á þessu viðhorfi og ætla að tileinka þessa, og nokkrar aðrar færslur þessu fólki.
Þetta fólk, og allt fólk sem lætur sig mannréttindi varða, ætti að kíkja á bandarísku heimildarmyndina Witch Hunt frá árinu 2008. Myndin fjallar um réttarfarshneyksli sem átti sér stað í Kern sýslu í Kaliforníuríki á níunda áratug síðustu aldar en þá voru rúmlega þrjátíu karlar og konur dæmd til fangelsisvistar fyrir barnaníð. Sumt þetta fólk fékk fleiri hundruð ára dóma eins og tíðkast sumstaðar í Bandaríkjunum.
Og hvert var hneykslið?
Jú, allt þetta fólk var dæmt á grundvelli falskra ásakana og a.m.k. eitt dæmið virðist vera tilvik um falskar minningar sem mér hefur skilst á ófáum góðbloggaranum að óæskilegt sé að svo mikið sem minnast á.
Eins og umfjöllunin um málið er sett fram í þessari kvikmynd virðist rót vandans í þessu tilviki hafa verið ofurmetnaður nýs saksóknara sem svífst einskis til að ná fram sakfellingum.
Dómum yfir öllu þessu fólki var snúið við eftir áralanga baráttu við kerfi sem misst hafði sjónar á grundvallarreglum réttarríkisins. Öllum nema tveim, sem létu lífið innan fangelsisveggja áður en rættlætið sigraði að lokum.
Hér má sjá kynningarmyndband um kvikmyndina:
Myndin er framleidd af leikaranum Sean Penn og er um 90 mín að lengd. Frekari upplýsingar um myndina má nálgast hér.
Þá er ekki úr vegi að minnast á að ég óska eftir að komast í samband við einstaklinga sem á hafa verið bornar falskar ásakanir um kynferðisbrot. Sjá nánar hér.
SJ
15.10.2012 kl. 10:30
Jæja. „Til er það fólk sem talar opinskátt um að það vilji slaka á kröfum um sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum eða jafnvel snúa alfarið við sönnunarbyrðinni.“ Merkilegt hvað er hægt að klifa á þessu. Ef þú finnur einhverja hérlendis skaltu endilega upplýsa hverjir það eru og hvernig viðhorf þeirra birtast.
15.10.2012 kl. 10:39
Velkominn Gísli og takk fyrir innleggið. Ég myndi segja að í eftirfarandi fimm færslum finnir þú tilvik og yfirlit yfir það hvernig þessi viðhorf birtast í íslensku samfélagi:
https://forrettindafeminismi.com/2011/12/07/sekur-sama-hvad/
https://forrettindafeminismi.com/2012/02/24/baratta-feminista-fyrir-afnami-mannrettinda/
https://forrettindafeminismi.com/2012/03/04/ofug-sonnunarbyrdi-ja-takk/
https://forrettindafeminismi.com/2012/04/07/med-og-a-moti-afnami-mannrettinda/
https://forrettindafeminismi.com/2012/05/14/aerandi-thogn-stigamota/
Bestu kveðjur,
Sigurður
30.11.2012 kl. 10:55
Þetta var svo að detta inn rétt í þessu. Tuttugu femínistar sem vilja öfuga sönnunarbyrði: https://forrettindafeminismi.com/2012/11/30/knippi-af-feministum-sem-vilja-ofuga-sonnunarbyrdi/
16.10.2012 kl. 13:22
Ekki einungis má sjá af upptalningu Sigurðar heimildir fyrir þessari afstöðu róttækra femínista heldur er hin annars ágæta HIldur Lilliendahl Viggósdóttir með viðtal í Fréttatímanum 5. okt. sl. þar sem hún annað hvort misskilur eða snýr út úr því út á hvað gagnrýnin á „öfuga sönnunarbirgði“ snýst um.
http://www.frettatiminn.is/vidhorf/vidhorf_hildar_lilliendahlglaepurinn_er_ekki_framinn_thegar_hann_er_sannadu
Hildur segir:
„Hugmyndin um að femínistar vilji berjast fyrir öfugri sönnunarbyrði kviknar út frá ákveðinni endurskilgreiningu á nauðgunum sem hefur verið að eiga sér stað, kannski sérstaklega meðal femínista en er vonandi hægt og bítandi að skila sér út í almenna umræðu. Þessari endurskilgreiningu má sjá stað í málflutningi Nei-hópsins, í druslugöngunni og hjá Samþykkishópnum og gengur út á þá einföldu hugmynd að sá sem fær ekki samþykki en ríður samt telst hafa nauðgað.“
Þetta er bara hreinlega rangt. Það hefur ALDREI farið fram sú umræða af hálfu gagnrýnenda femínisma að það sem Hildur nefnir hér að ofan sé „öfug sönnunarbyrði“. Annað hvort er Hildur að misskilja þetta all illilega eða er að snúa út úr og afvegaleiða umræðuna, gera þessa kröfu undir yfirskini misskilnings og læða þessu inn bakdyramegin í skjóli nætur.
Ef hún hefur misskilið þetta þá má benda á linkana hjá Sigurði hér að ofan eða á aðrar greinar eftir Evu Hauksdóttir, sem einnig hefur gagnrýnt þessa kröfu um „öfugu sönnunarbyrði“. Sem snýst í raun um það að gefa afslátt af sönnunarkröfu ríkissaksóknara í sakamáli þar sem nauðgun er kærð.
Ef hún hefur ekki misskilið þetta, og er í raun að snúa út úr og gengisfella grundvallar mannréttindi í vestrænu réttarríki, þá er það alger skilda og nauðsyn að til staðar séu sterkar raddir á borð við Sigurð hér, Evu Hauksdóttir og Brynjar Níelsson, sem standa upp og afhjúpa ruglið fyrir það sem það er.
Lifið heil.
16.10.2012 kl. 15:33
Áhugavert, takk fyrir ábendinguna um þetta viðtal við Hildi. Ég var ekki búinn að sjá það.