Ég var nýlega gagnrýndur fyrir að gefa mér fyrirfram hver yrði niðurstaða klámráðstefnunnar sem femínistar standa nú fyrir. Kastljósviðtal við Gail Dines í gærkvöldi staðfestir allt sem ég taldi mig vita.
Gail er ekkert að skafa utan af hlutunum enda málefnið sem hún sérhæfir sig í, þess eðlis að fáir vilja stilla sér upp á móti og hætta á ásakanir um klámfýsn. Gail veit auðvitað að sakir þessa, getur hún sagt það sem henni sýnist um klám og afleiðingar klámneyslu.
Ég dróg saman svona það helsta sem sérfræðingurinn hafði um klám að segja:
Klám hefur orðið grófara með tilkomu internetsins og nú er svo komið að ekkert mildilegt klám finnst á alnetinu. Þess í stað finnst svokallað Gonzo klám sem er einskonar samnefnari fyrir svæsið, grimmilegt og niðurlægjandi kvenhatursklám. Þetta er orðið hið almenna klám (e. mainstream porn).
Þetta klámefni er framleitt af frekar litlum hópi karla í Los Angeles en 70 – 80% kláms sem neytt er, kemur þaðan. Þessir karlar hata konur, eru grimmir og ofbeldisfullir. Gail segir þá ákveða hver eigi að vera kynferðisleg viðmið drengja um allan heim og hvernig kynferðisleg sjálfsmynd þeirra eigi að vera. Efni þeirra teljist til helstu kynfræðslu sem drengir fái um mest allan heim um þessar mundir.
Um það hvað telst vera dæmigert klám segir Gail það vera efni sem sýni eina konu og þrjá karla sem hafa við hana munnmök, skeiðar- og endaþarmssamfarir sem séu svo ruddalegar að líkami konunnar gefist upp og raunar endist konur ekki nema að meðaltali þrjá mánuði í bransanum, þá sé líkami hennar búinn. Þá er einnig dæmigert að rifið sé í hár hennar, hún uppnefnd og að hún sé kæfð með getnaðarlimum svo hún sé við það að kafna og æli jafnvel. Þá ku vera vinsælt að hrækja framan í konur í þessu dæmigerða klámefni.
Vék hún þá máli að Paris Hilton. Af skarpskyggnni upplýsir Gail okkur um það að Paris hafi orðið það sem hún kallar fræg háklassadræsa fyrir algera slysni. Hún var svo óheppin að vera með manni sem var ellefu árum eldri en hún og giftur í þokkabót (helvítið á honum). Hann hafi tekið samfarir þeirra upp á myndbandsupptökuvél og sett út á kynlífsmarkaðinn í óþökk hennar. Paris ákvað í framhaldinu að verða bara sú allra besta (mesta?) dræsa sem heimurinn hafði augum litið.
Og þá fáum við dræsuvandamálsklímaxinn: Gail hefur fyrir því lærðar heimildir að ef stúlka er kölluð dræsa á skólaaldri þá jafngildi það einskonar opinberri nauðgun á sjálfsmynd hennar, hvorki meira né minna. Það leiðir svo til síðbúinnar áfallastreitu með tilheyrandi ofsakvíða, þunglyndi, áfengis- og vímuefnavanda. Einkenna sem svipi mjög til þeirra einkenna sem fórnarlömb raunverulegrar nauðgunar glími við! (Þetta er sú alöflugasta og stysta galdraþula sem ég hef nokkru sinni heyrt um: dræsa).
Niðurstaða Gail er auðvitað ekkert minna en faraldurskennd. Sá mýgrútur vandamála sem klámneysla hefur getið af sér, er slíkur að takast þarf á við hann sem almennt heilbrigðisvandamál. Þá mælir Gail aukinheldur með lagasetingu til að stemma stigu við þessum ófögnuði.
Sérfræðingurinn margundirstrikar að það verði að finna leiðir til að koma í veg fyrir að íslenskri karlmenn hafi aðgang að grófu klámi. Það sé einfaldlega forsenda fyrir því að konur og stúlkur búi við jafnan rétt kynja að karlar horfi ekki á gróft klám. Klámneysla karla og jafnrétti kynja fari einfaldlega ekki saman.
Góðu fréttirnar fyrir karlmenn eru þær að Gail segir femínista vera bestu vini karlmanna. Femínistar hafi trú á körlum, svona inn við beinið. Það þurfi bara að taka af þeim þetta helvítis klám sem gerir þá að vændiskaupendum og misneytendum.
–
SJ
21.10.2012 kl. 13:12
.