Penn & Teller: Bullshit! – The War on Porn

17.10.2012

Blogg, Myndbönd

ATH: Vegna gríðarlegs fjölda beiðna um að sjá myndbandið í dag (24. okt). Læt ég slóðina að myndbandinu fylgja hér í dag og á morgun. Smelltu hér til að horfa.

Ég ætlaði ekki að skrifa annan stafkrók um Gail Dines og þá fásinnu að skattpeningar okkar hafi verið notaðir til að fljúga þessu skoffíni hingað til lands … alveg dagsatt … en svo rakst ég á lang fyndnasta Penn & Teller þátt sem ég hef nokkru sinni séð, þáttinn War on Porn.

Í þessum þætti skoða þeir félagar hvort eitthvað sé til í því að klámneysla leiði til kynferðisofbeldis. Tveir femínistar verða í þættinum fyrir barðinu á sjálfum sér en annar þeirra er einmitt hinn nýbakaði íslandsvinur, Gail Dines.

Hér sérðu hvaða innistæða er fyrir þeirri skoðun femínista að klám sé skaðlegt og leiði jafnvel til kynferðisofbeldis, þú verður þess áskynja að Gail virðist fá geðrof í hvert sinn sem henni er hleypt í hljóðnema og þú færð að sjá hana svara þeirri spurningu hvort til séu rannsóknir sem sýna fram á að fullyrðingar hennar eigi við rök að styðjast. Svarið kann að koma Íslendingum á óvart þar sem einhver ríkisstofun hefur rétt nýlokið við að greiða henni fyrir að koma hingað en skv. Gail sjálfri er ekki ein einasta rannsókn til sem staðfestir það sem hún er að halda fram.

Það sést meira af holdi í þættinum en þeir hjá Youtube eru tilbúnir að sætta sig við og því verð ég að hafa þann háttinn á með þetta myndband að það er ekki öllum opið. Aðeins þeir sem vita slóðina á myndbandið geta horft á það. Það er kannski rétt að aðvara karlmenn sérstaklega við því en skv. stjörnufemínistanum Gail Dines, er það að horfa á klám nokkurskonar forleikur fyrir karla að því að nauðga dætrum sínum, einkum ef konurnar í þessum myndum hafa fjarlægt öll kynhár.

Ef þú vilt sjá þáttinn sem tekur tæpar 30 mínútur, sendu mér þá tölvupóst með því að slá inn gmail netfangið sem þú sérð hér fyrir neðan og ég sendi þér slóðina um hæl. Það er nóg til af nammi svo ekki hika, þetta er það langfyndnasta sem ég hef séð úr furðuheimi forréttindafemínista.

antispam

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: