Hildur Helga Sigurðardóttir – Tákngervingur baráttunnar gegn foreldrajafnrétti

20.10.2012

Blogg, Myndbönd

Eitt er það sem aðgreinir forréttindafemínista frá jafnréttisfemínistum öðru fremur; andstaða þeirra við foreldrajafnrétti. Þetta er auðvitað ekki viðurkennt af hreyfingunni og þegar hún berst gegn framgangi foreldrajafnréttis þá gerir hún það oftast undir öðrum formerkjum en hreinni andstöðu við það að foreldrar og öll börn búi við jafnan rétt. Þær gera sér auðvitað grein fyrir því að það „lúkkar“ einhvernveginn ekki vel að berjast við að viðhalda forréttindum.

Hér langar mig að rekja hvernig hreyfingin stendur með óformlegum hætti gegn framgangi foreldrajafnréttis. Þ.e. hvernig forréttindafemínistar vinna markvisst að því að afvegaleiða umræðu um málefni tengd foreldrajafnrétti og ráðast harkalega að þeim sem leggja það á sig að berjast fyrir því. Ég ætla að fylgja eftir einni manneskju í þessum tilgangi, Hildi Helgu Sigurðardóttur. Ekki vegna þess að mér er hún sérstaklega hugleikin umfram aðra femínista, heldur vegna þess að hún gefur gott færi á sér og hefur látið að sér kveða innan femínistahreyfingarinnar og getur því vart talist persona non grata. Hún kom t.a.m. að stofnun Kvennaathvarfsins á sínum tíma.

Hildur á nokkur innslög á síðunni konur sem hata karla og þau tengjast, ef ég man rétt, öll andstöðu hennar við foreldrajafnrétti. Ótrúlega rætnar árásir hennar á málstaðinn og fólk sem starfar að framgangi foreldrajafnréttis, vöktu forvitni mína og leiddu mig á endanum að viðtalsþætti frá árinu 2008. Þetta er þátturinn Sunnudagskvöld með Evu Maríu frá 20. apríl það ár. Í þessum þætti, sem ég held að fólk hafi alla jafna verið fengið í til að taka notalegt spjall um lífið og tilveruna, gat Hildur ekki stillt sig um að dreifa ósannindum um frumvarp Daggar Pálsdóttur að nýjum Barnalögum sem þá var í meðförum þingsins og tala eins og karlmenn væru almennt ofbeldishneigðir.

En við skulum byrja á að renna yfir nokkur ummæla hennar sem öll hafa birst á dv.is tiltölulega nýlega. Svipuð dæmi en mun eldri má finna á áðurnefndri síðu, konur sem hata karla.

Fyrst er það bloggfærslan „Ofbeldiskonur“ sem birtist á dv.is þann 20. sept. sl., eftir Heiðu B. Heiðarsdóttur, stjórnarmann í Félagi um Foreldrajafnrétti. Í henni fjallar Heiða um vandamál sem sannarlega er undir yfirborðinu í íslensku samfélagi og allt of lítið er talað um; konur sem beita umgengnistálmunum og svipta föður og barn möguleikanum á að mynda eðlileg tengsl eða bara nokkur tengsl yfir höfuð. Hér byrjar hún á að taka undir orð annarar konu sem sagði færsluna sorglega og til þess fallna að hjálpa ofbeldismönnum:

Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að konur beita börn ofbeldi í meira mæli en karlar þá er eins og að í huga Hildar leiki enginn vafi á því að karlar séu vondir og konur góðar. Seinna, undir sömu færslu, lýsir Hildur þessum þræði sem sjúkum eftir að hafa sætt málefnalegri gagnrýni fyrir fordóma sína.

Tveimur dögum seinna birtir Heiða svo færsluna „Katrín hefur ekki hitt pabba sinn í tvö ár„. Hér reifar Heiða mál stúlku sem hafði ekki fengið að hitta föður sinn í tvö ár vegna þess að móðir hennar tálmar umgengni. Þetta særir fram heift Hildar sem sprettur fram og færir inn eftirfarandi þrjár athugasemdir (sem raunar hafa verið fjarlægð ásamt þræðinum öllum):

Karlfyrirlitning Hildar birtist okkur hér á tvennan hátt. Í fyrsta lagi tekur hún hér skýra afstöðu með hinni brotlegu móður. Hún þekkir ekkert til málsins og gefur sér einfaldlega að móðirin sé að vernda dóttur sína frá vonda karlinum. Í öðru lagi ákveður hún að hefja ófrægingarherferð gegn föðurnum. Í þeim tilgangi dregur hún fram dóm sem hann hafði áður hlotið fyrir að rækta kannabis.

Ekkert kemur fram um brotaferil móðurinnar annað en þegar hafði verið sagt um tálmun hennar, sem vissulega brýtur í bága við lög. Þá sjáum við hérna viðhorf sem því miður virðist vera frekar algengt meðal forréttindafemínsta, að hafi menn brotið gegn einhverjum lögum – alls óháð börnunum sem um ræðir, þá sé það orðið hlutverk móður og jafnvel skylda hennar að hegna manningum og barninu/börnunum sem um ræðir með því að slíta á öll tengsl þeirra við föður sinn. Alveg finnst mér þetta sérstaklega kynrembulegt viðhorf … nema auðvitað Hildur sé því sammála að karlar eigi að ræna börnum sínum af mæðrunum gerist þær brotlegar við hegningarlög? Ég efast einhvernveginn um það.

Hildi yfirsést (vitaskuld alveg óvart) að í dóminum, sem hún finnur þarna til, stendur að vettvangur glæps hafi verið í öðru húsnæði en á heimili mannsins. Samt dylgjar hún að því að barnið hafi verið á vettvangi glæpsins og jafnvel beðið skaða af því.

Fjórum dögum síðar birtir dv.is umfjöllun um grein manns sem lýsir því hvernig hann hafi heyrt atganginn þegar verið var að fremja heimilisofbeldi á hæðinni fyrir ofan hann einhverjum árum fyrr. Semsagt, einskonar hugvekja um ofbeldisvandann. Og hvernig lá á Hildi þetta miðvikudagskvöld? Bara einhvernveginn svona:

Hildur staðfesti í annari athugasemd á sama þræði að hin vel skipulögðu samtök ofbledismanna og kvenna sem hún vísar hér til séu Félag um foreldrajafnrétti. Annaðhvort er það bara það fyrsta sem Hildi dettur í hug þegar hún heyrir orðið ofbeldi eða þá að Hildur vill nota hvert einasta tækifæri sem gefst til að rægja fólk sem stendur í jafnréttisbaráttu þeirrar gerðar sem henni hugnast ekki. Ég veit ekki hvort er en ég veit að ef ég tengdist þessu félagi þá myndi ég beita mér fyrir því að Hildur yrði kærð fyrir þessi meiðandi ummæli.

Að lokum skulum við svo skoða viðtalið við Hildi þar sem hún kaus að breyta notalegu sunnudagsviðtali í vettvang til að fara vísvitandi með rangfærslur sem bersýnilega var ætlað að vekja andstöðu við Barnalagafrumvarp Daggar Pálsdóttur. andstöðu sem byggðist á röngum forsendum enda fer Hildur vísvitandi með ósannindi í viðtalinu.

Ég segi vísvitandi vegna þess að hún segist hafa „lúslesið“ frumvarpið. Þá hefur hún áratugalanga reynslu af frétta- og blaðamennsku svo texti og textagreining ætti ekki að vera henni svo framandi. Raunar eru sumar af rangfærslum hennar svo sláandi að það væri freistandi að gefa sér að hún hafi ekki lesið frumvarpið. Ég ætla hinsvegar að gefa mér að hún hafi lesið það og að rangtúlkanir hennar séu gerðar viljandi með það fyrir augum að auka andstöðu við frumvarpið, vitandi fullvel að fæst fólk les lagafrumvörp jafnvel þó það tjái sig heil ósköp um þau.

Hér er viðtalsbúturinn. Hann tekur rétt rúmar 5 mínútur og að honum loknum skulum við kíkja á nokkrar fullyrðinga hennar og sjá hvernig þær standast skoðun samanburð við sjálft frumvarpið.

Fullyrðing nr. eitt: „Það á að neyða þær [mæðurnar] til að vera með sameiginlegt forræði, alltaf“.

Þetta er alrangt. Í frumvarpinu er aðeins kveðið á um það að dómurum verði heimilt að dæma sameiginlega forsjá telji þeir það vera barninu fyrir bestu. Hér er Hildur vísvitandi að fara með fleipur til að höfða til fólks sem þarf ekki miklar upplýsingar til að mynda sér skoðanir.

Fullyrðing nr. tvö: „Börnin eiga lögheimili á tveimur stöðum, þá þrjá og hálfan dag á einu og þrjá og hálfan dag hjá hinu“.

Þetta er alrangt. Lögheimili og forsjá er hér ruglað saman en það að geta skráð lögheimili barns á báðum heimilum sínum hefur ekkert með umgengni eða skiptingu á umgengni að gera og það veit Hildur. Aftur er hún að segja hluti sem hún veit að æsir áðurnefndan hóp fólks til andstöðu á röngum forsendum.

Fullyrðing nr. þrjú: „Börnin eiga […]  jafnvel að ganga í tvo skóla“.

Þetta er alrangt. Frumvarpið segir ekkert um þetta og það hefur enginn sem vinnur að foreldrajafnrétti nokkru sinni stungið upp á viðlíka vitleysu. Þetta veit Hildur en nú verð ég að viðurkenna að ég veit ég ekki til hvaða fólks hún er að reyna að höfða því ég neita að trúa að til sé fólk sem er nógu heimskt til að trúa svona vitleysu.

Bara svona að gamni hafði ég samband við kvennaathvarfið og spurði hvert væri hlutfall skjólstæðinga þess sem leitaðu til athvarfsins vegna ofsólkna fyrrverandi maka. Hildur sagði þetta vera helming skjólstæðinga athvarfsins en hið rétta er að um þriðjungur skjólstæðinga athvarfsins eru í þessari stöðu og þeir eru alls ekki allir með börn en þar sem það er ekki skráð þá fást ekki upplýsingar um það. Þá má þó gefa sér að hlutfallið sé verulega mikið lægra en Hildur heldu fram.

Heiða B. Heiðars skrifaði Hildi svo opið bréf á bloggi sínu daginn eftir þáttinn þar sem henni ofbauð vitleysan sem Hildur lét frá sér í þættinum. Hildur sá sér, af einhverjum ástæðum, ekki fært að svara því.

Eins og fyrr sagði ætlaði ég bara að fara yfir það hvernig hreyfing forréttindafemínista berst gegn foreldrajafnrétti með óformlegum hætti. Mýmörg dæmi eru til sem sýna hvernig hreyfingin berst gegn foreldrajafnrétti með formlegum hætti, s.s. á vettvangi stjórnmála en það er efni í aðra færslu.

Örstutt samantekt á baráttuaðferð forréttindafemínista gegn foreldrajafnrétti gæti þá litið einhvernveginn svona út: Svífstu einskis í rætnum persónuárásum á fólk sem kemur við sögu í umræðunni, beittu lygum og blekkingum hiklaust til að afvegaleiða umræðuna og höfðaðu til tilfinninga fólks með gildishlöðnum gýfuryrðum. En umfram allt, taktu ekki undir nokkrum kringumstæðum þátt í að svara fyrir rangfærslur þínar þegar þær eru bornar upp á þig.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

, , , ,

4 athugasemdir á “Hildur Helga Sigurðardóttir – Tákngervingur baráttunnar gegn foreldrajafnrétti”

 1. Ingimundur Says:

  Smá hugleiðing vegna viðtala í ríkissfjölmiðlum…

  Meðvirkni íslenskra sjónvarpsspyrla veldur ótrúlega miklum skaða, eins og meðvirkni gerir sjálfsagt yfirleitt. Meðvirkni, sem birtist m.a. í að spyrja viðmælendur sína lítið um það sem þeir tjá sig um, hvort sem það er vegna vankunnáttu á viðfangsefninu – ekkert lesið sig til – hræðslu við að sýna vanþekkinguna eða skorti á hæfni til að stýra sjónvarpþætti þegar viðkomandi, hugsanlega á sömu skoðun og viðmælandinn, er ófær um að spyrja gagnrýnna spurninga um það sem viðmælandinn tjáir sig um.

  Slíkt gagnrýnisleysi ef segja má, eða skortur á spurningum virðist styrkja gagnrýnislausar sálir í trú sinni, telja það staðfestingu á þeirra skoðunum ef spyrill gagnrýnir þær ekki. Hættan samfara því að öfgasinnar fái að tjá sig í ljósvakamiðlum, við þessar gagnrýnislausu aðstæður, er þess vegna mikil.

  Ég held þess vegna að við þurfum enn á ný að fara að krefjast bættari vinnubragða, lágmarksptótókolla sem viðhöfð eru í ljósvakamiðlum ríkisins.

  Nú kann þetta að vera erfitt í útfærslu sem fyrr, gagnrýni kann að hrökkva af Páli Magnússyni og fleirum eins og vatn af gæs, en ef einhver tæki sig til og gerði rannsókn á Kastljósi t.d., „Brandarakastljósi“ eins og Eva Hauksdóttir kallar það, greindi hvort og hvernig spyrlar spyrðu viðmælendur sína, hvort spyrlar byggðu á þekkingu eða spyrðu fyrst og fremst opinna eða leiðandi spurninga (þ.e. „hvað segir þú um það“? eða “ þú sagðir… (svo þögn)?“), þ.e. hvort spyrlar kæmu undirbúnir eða ekki. Og bæri niðstöðurnar saman við viðurkenndar aðferðir í fréttavinnslu, nú eða bara hvað gert er annars staðar, þá verður erfitt fyrir stjórnvöld að krefjast ekki breyttra vinnubragða eða nýrra yfirmanna sem líklegir eru til að fylgja samþykktum um bætt vinnubrögð.

  Ég tel að þá muni þeim fækka sem tilbúnir eru til að mæta í sjónvarpssal og buna út úr sér órökstuddum fullyrðingum – ósannleik, og um leið berst minna af ósannleik til þeirra sem hættt er við að að taka gagnrýnislaust upp viðhorf og sýn annnarra.

  Það er til mikils að vinna í þessum efnum.

  • Sigurður Says:

   Jú þú bendir á mikilvægt atriði, meðvirkni fjölmiðla. Mér finnst það svosem ekkert endilega eiga við í þessu tilviki þar sem þetta er meira svona spjallþáttur á léttu nótunum. Í raun finnst mér kannski vandræðalegast hér hvað þetta upphlaup hennar er í miklu ósamræmi við umgjörð þáttarins.

   En það er auðvitað rétt, fjölmiðlar hér eru gjörsamlega vanhæfir þegar kemur að þessum málum. Dæmin sanna það og þau eru mörg skráð hér. Nýjasta dæmið er klámráðstefnan en ég er ekki frá því að það hafi aðeins snúist í höndunum á femínistum. Bendi sérstaklega á samskiptin sem Einar Steingrímsson átti við Velferðarráðherra og varaformann Allsherjar og Menntamálanefndar. Sjá: http://blog.pressan.is/einar/2012/10/18/klamstjarnan-gail-gudbjartur-og-skuli/

   Ég held að það sé nú ansi óþægilegt að þurfa að standa svona fyrir máli sínu þegar ekki er meira að baki fullyrðingum manns. Ef fólk færi að spyrja bæði ráðamenn og fjölmiðlafólk á hverju það byggir fullyrðingar sínar þá er auðvitað hætt við að fyrirferð femínisma í umræðunni minnki til muna.

   • Ingimundur Says:

    Því miður hefur fjarað undan fjórða valdinu, fjölmiðlum, hvað varðar að veita aðhald, á síðustu 15 árum. Réttara væri kannski að segja að þeir hafi sjálfir grafið sig dýpra. Hvað sem því líður þá hjálpar það ekki til í dag, að viðmælendur geti haldið næstum hverju sem er fram án þess að fréttamaður noti svo mikið sem almenna skynsemi. Sé þetta endurtekið þá verður það að viðteknum sannleik á endanum, verður hin nýja almenna skynsemi. Í því liggur hættan.

   • Sigurður Says:

    Ég er sammála, það hefur orðið ákveðin framboðsþensla á fjölmiðlamarkaði. Ég fór að velta þessu fyrir mér þegar sólarhringsstöðin fór í loftið, hvað hét hún nú, NFS held ég.

    Eitthvað verða þessir miðlar að hafa að segja og þegar svo við bætist að auglýsingatekjur eru í beinu sambandi við það hve oft smellt er á fréttir, hefur poppið innreið sína. Meira að segja mbl.is er komin með bleikar fréttir og maður sér skýrt hvernig dv.is beinlínis reiðir sig á þetta. Það líður vart sá dagur að ekki birtist þar efni sem líklegt er til að valda kynjarirfrildi með tilheyrandi heimsóknafjölda. Þetta verða oft mest lesnu og mest um ræddu fréttirnar á miðlinum.

    Annars er fréttaflutningur og viðtal við Gail Dines sennilega ágætt dæmi um þetta vandamál sem þú talar um. Það þarf varla annað en að gúgla nafnið hennar til að sjá að þar fer mjög umdeild manneskja, svona vægast sagt.

%d bloggurum líkar þetta: