Klámráðstefna: Gluggi inn í alræðisblæti forréttindafemínista

7.10.2012

Blogg

Innanríkisráðuneytið, Velferðarráðuneytið og Mennta- og menningarmálaráðuneyti, í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands, efna til ráðstefnu um klám þann 16. október nk. Í tilkynningu frá Jafnréttisstofu segir að á ráðstefnunni verði fjallað um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og því velt upp hvert hlutverk löggjafans og stjórnvalda er í þeim efnum og hvernig skilgreina eigi klám.

Ég veit orðið nóg um kynjafræði og hætti forréttindafemínista, til að vita með nokkurri vissu hver verður niðurstaðan af þessari ráðsefnu og hvurslags fréttatilkyningar verða sendar til fjölmiðla að henni lokinni. Lykilfyrirlesari verður Gail Dines en það vill einmitt svo skemmtilega til að hún er yfirlýstur femínisti og ein þeirra sem markvisst breiðir út þær karlfyrirlitnginarhlöðnu hugmyndir að karlmenn breytist í apa ef þeir sjái klám. Þessum hugmyndum deilir hún með íslenskum forréttindafemínistum.

Grípum aðeins niður í skilgreiningar forréttindafemínista á klámi. Í Kynungabók, sem einmitt var gefin út af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samstarfi við Jafréttisstofu, og ætlað er að fræða ungmenni um jafnrétti kynja, segir:

“Klám hefur verið skilgreint á þann hátt að það sé efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar”

Og á öðrum stað í sömu bók:

“Hugtakið kynbundið ofbeldi er notað um ofbeldi sem karlar beita konur svo sem […] klám”

Í svari við spurningunni „Hvað er klám á Vísindavef Háskóla Íslands tekur svo Dr. Guðjörg Hildur Kolbeinsdóttir að sér að skýra hugtakið en það gerir hún á sama hátt og fram kemur í Kynungabók. Enn fremur segir hún:

„Ef lögum um klámefni væri framfylgt, ætti almenningur ekki að hafa aðgang að neinu því efni sem sýnir kynlíf eða aðrar kynferðislegar athafnir á opinskáan hátt. Lögunum er hins vegar ekki framfylgt nema í þeim örfáu tilfellum sem lögreglan gerir kvikmyndir upptækar hjá söluaðilum eða á myndbandaleigum.“

Þessi orð Guðbjargar verða svo sérstaklega uggvænleg ef við rifjum upp geðrof hennar í tengslum við útgáfu Smáralindarbæklings hér um árið. Þar beitti hún kynjagleiraugum sínum af slíkri lipurð að það vakti almenna eftirtekt. Þar lýsti hún mynd af fullklæddri 13 ára stúlku á þennan veg:

Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.”

Undir frétt dv.is um ráðstefnuna stekkur svo sjálfur aðstoðarmaður forsætisráðherra, Hrannar B. Arnarsson fram og gefur okkur frekari innsýn í brjálæðislegar hugmyndir róttæks femínisma. Innlegg hans sýna vel hvað er raunverulega að baki hugmyndum femínsta um klám, ekkert nema skoðanir þeirra sjálfra.

Þá veitir hann ágætis yfirlit yfir það hvernig áróður er notaður á fólk til að stjórna skoðunum þess, með útvíkkun eða bjögun hugtaka og stöðugri endurtekningu með vísan í „rannsóknir“ sem oftast eru ekkert annað en innantómt málskrúð. Önnur lykilregla, ætli maður að móta pólitíska stefnu sem byggir ekki á neinu nema skoðunum manns, er að stimpla sig út úr umræðu þar sem vegið er að niðurstöðum tilvitnaðra „rannsókna“ eða málflutningurinn á annan hátt dregin í efa:

Klám er ekki kynbundið ofbeldi. Til er aragrúi af konum sem framleiða klám og stjórna því hvernig það er framsett og markaðssett. Þeim fer reyndar ört fjölgandi m.v. karla sem framleiða klám. Þá er talsvert búið til af klámefni sem sýnir eingöngu homma- eða lesbískt kynlíf. Skv. þeim skilgreiningum sem forréttindafemínstar reyna nú að markaðssetja, er kynferðsilega opinskátt efni sem sýnir samkynhneigða einstaklinga í atlotum því ekki klám.

Nei sko, það er skoðun Hrannars að bein tengsl séu á milli kláms og kynbundins ofbeldis! Hvernig getur hinn siðvísi góðborgari fullyrt að í 90% tilvika sýni klám konur í fráleitum hlutverkum við að þjóna kynórum karla? Hvaðan hefur Hrannar upplýsingar um kynóra kvenna? Þá tekur Hrannar hér þátt í því að jaðarsetja konur sem kosið hafa að starfa við kynlífsiðnað. Einn af mörgum hópum kvenna sem forréttindafemínistar vildu helst að væru ekki til.

Hér hefur Hrannar mætt málefnalegri gagnrýni á umræðuþræðinum og á nokkuð í vök að verjast. Það er einmitt þá sem áróður fer að snúast um álit og skoðanir.

Ég hefði ekkert á móti því að lifa í heimi þar sem kynbundið ofbeldi (og annað ofbeldi) heyrði sögunni til. Það er hinsvegar yfirmáta barnalegt að halda að eitthvað kerfi geti fyrirbyggt alla glæpi. Ofbeldið sem yfirvöld í slíku kerfi myndu þurfa að beita borgara væri líka komið út fyrir allan þjófabálk. Ég ætla að gefa Hrannari það að hann viti vel að hann er að bulla, hann segi þetta bara af því að þetta hljómar vel.

Látum vera að fara út í þá gagnrýni sem Hrannar er að svara hér enda ekki aðalatriðið í sjálfu sér. Hefur þú, lesandi góður, orðið var við það að það ríki mikil þöggun um nauðganir og önnur kynferðisbrot? Þetta er tvímælalaust sá brotaflokkur sem hvað mest er rætt um, nema ef vera kynni efnahagsbrot núna allra síðustu misserin. Og ætli Hrannar sé raunverulega á þeirri skoðun að jafnrétti kynja sé skammt á veg komið eða veit Hrannar að þessi mantra fer vel í einhvern hóp sem hann vill njóta velvildar hjá?

Og þá toppar hann sig. Hrannari finnst eiginlega bara sorglegt að til sé fólk sem er ósammála honum og spyr hvort klámiðnaðurinn dragi upp raunsanna mynd af konum og afstöðu þeirra til kynlífs. Klám er ekki kynfræðsla og það tekur engin heilvita manneskja klámi sem slíku, þó eflaust hafi það hent í sögunni að einhver hafi lært eitthvað af klámi. Kannski Hrannar velti líka fyrir sér þeirri spurningu hvort Batman myndirnar dragi upp raunsanna mynd af ríkum karlmönnum með ofurhetjublæti?

Mér finnst klám vera helst til merkingarþrungið í huga Hrannars og vona satt best að segja að hann hafi ekki neytt þess í miklum mæli. Hann yrði bersýnilega frekar þversöm við það.

Eftir þessi ummæli nennti Hrannar ekki að ræða meira við viðmælandann sem hafði þrábeðið hann um að sýna fram á rannsóknir, fullyrðingum sínum til stuðnings. Maðurinn þarf jú ekkert að hafa fyrir sér. Hann er, eins og forréttindafemínistar,  á móti klámi – af því bara.

Hér er svo að lokum hljóðupptaka af pallborðsumræðum sem hinn tilvonandi íslandsvinur, Gail Dines tekur þátt í, ásamt Miss Maggie Mayhem og öðrum. Maggie er klámmyndaleikkona og baráttukona fyrir réttindum fólks í kynlífsiðnaði. Hún er mýtan sem Hrannar lýsir hér að ofan. Til að æra forréttindafemínsita þá er Maggie líka sérhæfð í BDSM klámi þar sem hún nýtur  þess að sýnast undirgefin karlmönnum. Hneigð sem geðlæknisfræðin hefur tekið afstöðu til og álítur ekki sjúklega.


Eftir pallborðið, lýsti Maggie því á öðrum vettvangi hvernig Gail neitaði að taka í hendina á henni að umræðum loknum og færðist þess í stað þjóstulega undan. Á upptökunni má heyra Gail viðhafa fjandsamleg orð í garð karla og líta fram hjá því að margar konur horfa á klám.

Þá sýnir hún Maggie endurtekið óvirðingu og ræðst í lokin að stjórnanda pallborðsins fyrir að þvælast fyrir sér með rökum sem andstæð eru hennar eigin. Sannkallaður forréttindafemínisti hér á ferð.

SJ

12 athugasemdir á “Klámráðstefna: Gluggi inn í alræðisblæti forréttindafemínista”

  1. Anna Says:

    Væri ekki skynsamlegra að fara á ráðstefnuna og hlusta á hana, áður en þú dæmir hana fyrirfram? Það er ekki gáfulegt að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram. Þú hljómar eins og þú sért í einhverju svakalegu stríði við vindmyllur. Svona eins og gamall kaldastríðsmaður sem sér kommúnista í hverju horni.

    • Halldór Says:

      Hvernig geturðu haldið því fram að þetta sé hugarburður hans þegar að lykilræðumaður er kona sem er lýst á Wikipedia sem „The world’s leading anti-pornography campaigner“, og hann gefur einnig krækju á YouTube myndbandið með Gail Dines sjálfri að tala gegn klámi?

      Þessi umræða eða ráðstefna er þegar hlutdræg, það getur hver maður séð. Það eina sem maður getur beðið með að dæma er hversu hlutdræg hún verður.

    • Sigurður Says:

      Ég held að það sé óhætt að segja að Gail hafi risið undir væntingum mínum Anna:

  2. Kristinn Says:

    Vel rökstudd grein. Ef ráðstefnan verður eins og þú lýsir kemur það lesendum þínum a.m.k. ekki á óvart. Vonandi verður það þó ekki.

    Engin ástæða til að ráðast að persónu þínni og fabúlera um að þú berjist við vindmyllur eða væna um annað ofsóknaræði. Merkilegt að láta þannig.

  3. Eva Hauksdóttir Says:

    Ég væri til í að mæta á ráðstefnu þar sem fulltrúum þeirra sem eru til umræðu er boðið að vera með. Í dag þykir ekki við hæfi að halda ráðstefnur um fatlaða eða eldri borgara án þess að bjóða neinum slíkum. Umboðsmaður barna er boðinn á ráðstefnur um málefni barna og helst eru börn fengin til að segja nokkur orð líka. Einu hópar samfélagsins sem aldrei eru spurðir álits á eigin málum eru glæpamenn og kynlífsþjónar.

  4. Sævar Says:

    Þessi maður, Hrannar, hljómar eins og trúaður að deila við efasemdarmann. Sama hvað sagt er við svona fólk og með hvaða rökum sem er, þá hlustar hann ekki, því hann „veit“ hvað er rétt.
    Femínistar hafa það að markmiði sínu að gera lítið úr konum. Í þeirra huga eru konur ekki helmingur mannkyns né með helming atkvæðafjölda til Alþingis- og forsetakosninga. Í þeirra huga geta konur ekki komist á Alþingi gegnum lýðræðisleg prófkjör þar sem flokksmenn af báðum kynjum hafa sama atkvæðisrétt um hvernig raða skuli á lista, heldur þarf að taka fyrir hendurnar á lýðræðinu með að láta tegund kynfæra ráða röðun á lista. Í þeirra huga hafa konur enga burði til að komast til áhrifa í atvinnulífinu án þess að vera troðið áfram með lagasetningum. Í þeirra huga eru engar konur sem hafa fjárhagslega burði til að stofna eigin fyrirtæki og ráða sína stjórn eftir eigin hentisemi, t.d. engöngu skipaða konum ef þær vildu. Í þeirra huga ráða konur engu, þrátt fyrir að eiga stóra hluta í fyrirtækjum um allt land. Í þeirra huga hafa konur engan áhuga á kynlífi né eiga sér nokkra kynóra, því allar hugmyndir um annað en trúboðastellinguna í myrkvuðu herbergi, eingöngu til að búa til börn, þ.e. kynlíf til skemmtunar, er runnið undan körlum og kynlífið er þeirra leið til að halda konum undirgefnum. Í þeirra huga hafa engar konur áhuga á að horfa á myndefni sem sýnir fólk stunda kynlíf, því kynlíf er ógeðslegt og konur eru saklaus blóm. Og af því að engar konur vilja horfa á klám, þá er hægt að segja með vissu að engin kona léti sér detta sjálfviljug í hug að taka þátt í að búa til slíkt myndefni.

    Afsakið langlokuna en ég verð bara að rasa út eftir að hafa lesið froðuna sem kemur frá þessu liði. Klám er mjög víðtækt hugtak, enda er því m.a. ætlað að fullnægja óendanlega fjölbreyttum kynórum fólks um allan heim. Eins og með trú og skoðanir, þá er vissulega til klám sem sýnir myrkari hliðar mannshugans, en ólíkt því sem femínistar halda þá er líka til klám þar sem einstaklingar af báðum kynjum eru sýndir í jöfnu ljósi, þ.e. án þess að karl sé beinlínis að kúga eða nauðga konu. Ég leyfi mér að fullyrða að meginþorri klámefnis sé þess eðlis að ekki sé hægt að lesa kúgun og ofbeldi úr því nema vera verulega blindaður af ofstæki. Til eru konur og karlar sem framleiða erótískt eða klámfengt efni sérstaklega ætlað konum, því hvort sem femínistar trúa því eða ekki, þá er fullt af konum sem hafa gaman að klámi.

    En líkt og með öfgahópa sem myndast um trúar- eða pólitískar skoðanir þá heldur öfga-armur femínista því fram að þeirra sannleikur sé hinn eini rétti og vonlaust að rökræða við þau.

  5. Sævar Says:

    Ég hef tekið eftir því að sumar þeirra sem hafa sig mest í frammi í „jafnréttisbaráttunni“, þ.e. öfgafemínistar hafa orðið fyrir barðinu á nauðgunum eða öðru kynferðisofbeldi.
    Eins mikið og mér þykir leitt að þær hafi orðið að upplifa slíkt ofbeldi, þá er ég hræddur um að reynslan hafi litað þær af hatri, þ.e. af því að sá sem braut á þeim var karlmaður gefi þeim rétt á að álíta alla karla vera eins. Minnir mig á mýmörg dæmi þar sem á einhverjum hefur verið brotið af völdum einstaklings af minnihlutahóp og fórnarlambið fer að fyrirlíta alla af þeim minnihlutahóp.
    Ég vil óska þessum manneskjum alls hins besta og vona að þær átti sig á því að ekki sé hægt að setja alla af tilteknum hópi undir sama hatt þó svo að örfá skemmd epli séu þar á meðal.

    • Sigurður Says:

      Blessaður og takk fyrir innleggin Sævar.

      Ég efast svosem um að forréttindafemínistar hafi það að markmiði sínu að gera lítið úr konum. Ég sé þetta frekar þannig að þær séu blindaðar af ágæti eigin hugmynda að að lítillækkun kvenna afleiðing af því án þess að það hafi verið markmið í sjálfu sér.

      Hitt er svo að ég hef fyrir löngu afskrifað möguleikann á að rökræða við forréttindafemínista. Baráttan gegn öfgum þeirra vinnst ekki með því að rökræða við öfgafólk. Það eflist bara við mótlæti. Baráttan vinnst með því að almenningur beri kennsl á öfgarnar fyrir það sem þær eru og afgreiði þær sem slíkar.

      Ég hef oft velt þessu fyrir mér, hvernig það væri að vera kona og sitja undir því alla daga að vera ófær um sjálfstæða hugsun og of veiklynd til að komast í gegnum daginn án fjölbreyttra stuðningsaðgerða frá hinu opinbera. Ég sakna þess svolítið að konur skuli ekki hafna þessari hugmyndafræði með skipulegum hætti, það virðist a.m.k. ekki vera skortur á konum sem vill munstra sig með skýrum hætti frá þessum bjargvættum.

  6. Sigurður Says:

    Ja hérna … það bara kemur endalaus ófögnuður upp eftir því sem maður kynnir sér „fræðimanninn“ Gail Dines betur. Skora á alla að horfa á Penn & Teller þáttinn sem ég var að skrifa um en hér er svo frásögn ungrar konu sem nam hjá Dines:

    http://ontheblank.com/2012/05/on-the-whistle-blowing-of-gail-dines-part-1/#comment-360

    Magnað hverskonar manneskjur veljast til að breiða út fagnaðarerindi forréttindafemínista.

  7. Sverrir Says:

    Skemmtileg síða, það sem ég hef séð af henni. Gott að fá þennan vinkil á íslenska umrædu sem er nokkuð einsleit. Sem karlkyns femínisti hefur margt slegið mig sem skrýtið og stuðandi í umræðunni. Það var því mikil uppljóstrun að sjá blogg Pelle Billing fyrir nokkrum misserum, sem nú er reynar að gefa út bók. Kannski ráðuneytin splæsi í ferð fyrir hann!
    En ég vildi bæta við orð Sævars að jú femínistar eru að reyna að skemma fyrir konum. Aðalatriðið er að kenna þeim stellingar fórnarlambsins og svo eru kynin orðin þrjú því það eru konur og svo eru það alvöru femínistar. Og ef þúert bara kona, biddu þá fyrir þér.

    • Sigurður Says:

      Velkominn Sverrir og takk fyrir innleggið.

      Ég kannast aðeins við skrif Pelle Billing en ef þú ert góður á sænskuna þá mæli ég líka með Par Ström sem hefur eimitt gefið út tvær bækur og heldur úti síðunni genusnytt.wordpress.com.

      Ég er einmitt hálfnaður með þýðingu á annari þeirra (Sex feministiska myter) en það er úr ensku þar sem ég er ekki alveg nógu sleipur í sænskunni til að þýða beint af henni.

      En í ljósi orða ykkar Sævars um að femínisminn sé konum að einhverju leiti fjötur um fót þá finnst mér svolítið sérstakt að ólíkt öllum öðum samfélögum sem ég hef skoðað í þessu sambandi þá eru engin önnur skilgeind og hófsamari femínistasamtök hér en Femínistafélag Íslands. Þá meina ég í hugmyndafræðilegum skilningi, það vantar ekki femínistafélögin svosem en þau virðast öll fylgja sömu línu.

      Þetta er svolítið merkilegt og maður veltir fyrir sér hvað umræðan þarf að súrna mikið áðurn en það ertir einhverja hópa kvenna til að sverja af sér þennan barlóm.

  8. Sigurður Says:

    Hér er svo stórgóð heimild um af öðru bloggil sem vert er að halda til haga.

    Þar hefur Einar Steingrímsson bloggari gert þeim Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra og Skúla Helgasyni varaformanni Allsherjar- og menntamálanefndar þann óleik að spyrja þá hvað þeir meina með orðum sínum:

    http://blog.pressan.is/einar/2012/10/18/klamstjarnan-gail-gudbjartur-og-skuli/

%d bloggurum líkar þetta: