Spjallþáttastjórnendur fagna aflimun ákaft

2.10.2012

Blogg, Myndbönd

Karlfyrirlitning er að mínu mati skilgetið afkvæmi þess femínisma sem rekin er áfram af öðru en jafnréttishugsjón, forréttindafemínisma. Það er engin spurning að karlahatur eða karlfyrirlitning fer vaxandi og nýtur skuggalega mikillar viðurkenningar í samfélagi okkar. Það er kannski ekki að furða þegar forréttindafemínistar hafa geðsjúklinga á borð við Valerie Solans í hávegum.

Ein svakalegasta birtingarmynd karlfyrirlitningar birtist okkur þegar fréttir berast af því að konur hafi skorið undan mönnum sínum. Nánast ekkert ber á formælingum yfir því, líkt og treysta má á þegar við heyrum fréttir af því að karlmenn aflimi eða umskeri konur.

Mér finnst algjör óþarfi að gæta tungu minnar í sambandi við þetta þar sem dæmin eru svo skýr og fullyrði að konur sem skera undan körlum eru settar á stall af ákveðnum þjóðfélagshópum.

Hér fáum við sýnishorn af þessu. Myndbrotið er úr spjallþætti CBS sjónvarpsstöðvarinnar, The Talk en umræddum þætti stýra þær Julie Chen, Sara Gilbert, Sharon Osbourne, Holly Robinson Peete og Aisha Tyler.

Þetta innslag vakti hörð viðbrögð innan bandarískra karlréttindahreyfinga og skyldi engan undra. Það varð til þess að í þættinum sem fór í loftið viku síðar baðst Julie Chen afsökunar fyrir hönd þáttarstjórnenda en það gerði hún flissandi.

Myndbrotið er textað. Smellið á cc til fá upp íslenskan texta ef þið svo kjósið.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

3 athugasemdir á “Spjallþáttastjórnendur fagna aflimun ákaft”

  1. Sævar B. Ólafsson Says:

    Sé fyrir mér úlfaþytinn ef hópur karlmanna færi að hlæja í sjónvarpi af limlestingum kvenna. Menn yrðu hreinlega stjaksettir. Ömurlegt að sjá hversu fáránlega stefnu „jafnréttisbaráttan“ hefur tekið, þegar lífshættulegar líkamsárásir eru allt í einu farnar að vera fyndnar og jafnvel réttlætanlegar þegar þeim er beint að tilteknum þjóðfélagshópi.

  2. Anna Says:

    Eru þessar konur eitthvað sérstaklega þekktar fyrir það að vera jafnréttissinnaðar eða femínistar? Held ekki. Þær eru að reyna að vera fyndnar. Vissulega er þetta ósmekklegt hjá þeim, en hefur nákvæmlega ekkert með femínsma eða jafnréttisbaráttu að gera. Að spyrða þetta saman er jafn heimskulegt eins og ef þú segðir að réttindabarátta blökkumanna hefði gengið of langt, af því að einhverjir svartir grínistar segja ósmekklega brandara um hvíta.

    • Sigurður Says:

      Velkomin Anna og takk fyrir innleggið. Ég veit nú bara ekkert hvar þær eru staddar m.t.t. femínisma en það skiptir svosem ekki máli hvað varðar inntak greinarinnar eins og ég ætlaði því að vera.

      Ég er ósammála þér því að þetta sé óskilt. Ég trúi því að karlfyrirlitning sé getin af róttækum femínisma en þér er velkomið að finnast það heimskulegt.

%d bloggurum líkar þetta: