Bækur: A brief history of Swedish sex

2.10.2012

Bækur

Bókin A brief history of swedish sex er fyrsta bók sem ég hef lesið um femínisma sem er svo skemmtileg að ég get varla lagt hana frá mér. Höfundur bókarinnar, Oscar Swartz velur þá leið að skrifa hana í formi atburðarrásar (tímalínu) en hún samanstendur af mörgum litlum köflum sem eru tilvitnanir eða atvikalýsing á veigamiklum atburðum í kynlífssögu Svíþjóðar.

Lesandi fær innsýn í það hvernig Svíþjóð fer frá því að vera leiðand á sviði frjálslyndis í kynferðismálum frá sjötta áratug fram á 10 áratug síðustu aldar, yfir í að verða leiðandi í skinhelgi og forpokun á sviðinu með innleiðingu femínískrar hugmyndafræði sem byggir í raun ekki á neinu nema hugmyndum femínista sjálfra um hvernig kynlíf „ætti að vera“.

Við sjáum hvernig ríkisvæddur femínismi hefur getið af sér kúltúr karlfyrirlitningar þar sem venjulegir karlmenn eru úthrópaðar skeppnur og hvernig starfsfólk í ferða- og hótelgeiranum hefur verið þjálfað til að bera kennsl á mögulega vændiskaupendur, sem ríkisreknar stofnanir segja um leið að geti verið hver sem er.

Við fáum lýsingu á því frá fyrstu hendi, hvernig óeinkennisklæddir lögreglumenn liggja á hleri utan við hótelherbergi eða heimili og ryðjast svo inn til að handtaka karlmenn ef þeir heyra munúðarfullar stunur berast frá þessum vistarverum.

Síðast en ekki síst fáum við innsýn í það hvernig kjörnir fulltrúar femínista úthúða karlmönnum og vinna kerfisbundið að því að svipta þá því sem vil tölum jafnan um sem sjálfsögð mannréttindi.

Undirtitill bókarinnar; How the nation that gave us free love redefined rape and declared war on Julian Assange er sumpart villandi en áður en ég las bókina hélt ég að hún snérist meira um mál hans og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Þó máli Assagne séu gerð ágætis skil í síðasta hluta bókarinnar þá eru fyrri tveir hlutar bókarinnar þess eðlis að þeir stæðu alveg undir bókinni einir og sér en fyrirferð Assagne málsins er ekki sú að málið geti talist neitt aðalatriði í bókinni.

Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér femíníska hugmyndafræði annarsstaðar en hérlendis vita að það eru talsverð líkindi með róttækum femínistum á Íslandi og í nágrannaþjóðum. Miðað við stöðu mála í Svíþjóð má þó segja að hvergi í heiminum hafi forréttindafemínistar komist til jafn mikilla áhrifa. Bóknin varpar ljósi á það en íslenskir lesendur, sem fylgst hafa með baráttu forréttindafemínsta hér, munu sjá hvernig þeir hafa ekki bara sótt innblástur sinn til Svíþjóðar heldur beinlínis flutt inn sænskar hugmyndir og aðgerðir. Það eitt og sér er útaf fyrir sig hrollvekjandi. Þeir sem lesa þessa bók og kannski kíkja á sænsku heimildamyndina Kynjastríð (Könskriget) munu vita hvað ég á við með því.

Ef þú vilt kynna þér á hvaða vegferð íslenskir forréttindafemínistar eru í raun og veru þá er þetta bókin fyrir þig!

Útgáfuár: 2012
Síðufjöldi: 179

SJ

4 athugasemdir á “Bækur: A brief history of Swedish sex”

  1. Matte Matik Says:

    I’m glad to see you read it and found it useful. When you read it in a timeline like this it impossible not to laugh at it, since it shows how insanely absurd things are in Sweden, and as I’ve come to know from this blog, Iceland as well.

    • Sigurður Says:

      I read it in three days. Couldn’t stop! Thanks for telling me about this book.

      Yes, the timeline format made it clear how Icelandic feminists have really been importing ides from Sweden. Many of the most epic absurdities we have seen, seem to be of Swedish origin and appear in Iceland at the exact same time or just after the they have appeared in Sweden.

      • Matte Matik Says:

        I think I read it in two evenings. Interesting to hear that events seem to be synchronized between our countries. Like you’ve said earlier, the ladies in ROKS seem to be close friends with the Icelandic feminist elite, and they apparently have strong connections. Timed campaigns points in that direction.

  2. davidrurik Says:

    Hlakka til að lesa þessa!

%d bloggurum líkar þetta: