16 ára fangelsi fyrir að stinga fingri í klof konu?

28.9.2012

Blogg

Fréttamiðlarnir segja nú af því að nuddari hafi verið settur í farbann á meðan rannsókn stendur yfir á meintu kynferðisbroti hans gegn kvenkyns nuddþega.

Ég hef engar upplýsingar um málsatvik önnur en þau sem ég les í fréttum en skv. þeim mun maðurinn hafa sagt konu sem til hans kom, að afklæðast og  leggjast á bakið á nuddbekk. Glæpurinn sem maðurinn er sagður hafa framið er að hafa nuddað svæðið yfir lífbeini konunnar óþægilega nálægt kynfærum hennar, að hafa rennt hendinni yfir klof hennar svo hann snerti skapabarma hennar og loks renna fingri upp í klof hennar eins og það er orðað.

Þá kemur fram að refsing fyrir brotið varði allt að 16 ára fangelsi. Semsagt jafn löngum dómi og ef um morð væri að ræða.

SJ

7 athugasemdir á “16 ára fangelsi fyrir að stinga fingri í klof konu?”

  1. Matte Matik Says:

    16 years????

    • Sigurður Says:

      This is not the mans prison sentence and for sure he wont be sentenced to 16 years in prison for this. The man is accused of sticking a finger into a woman’s vagina during a massage session.

      This is however the maximum allowable prison term for the crime in question and that equals the maximum allowable prison term for murder and that is the point I’m making here.

      • Matte Matik Says:

        Thanks for clarifying, but still…. 16 years??? Same as murder? We have some pretty strange scale when it comes to „rape“ in Sweden as well, but not the same as for murder. In Sweden, same sentences has been given for very cruel violence (non-sexual, gang beatings where the victim has been severely injured with no chance of physical recovery whatsoever) as for things like these. The theoretical scale is not the same as for murder, however.

  2. Eva Hauksdóttir Says:

    Refsiramminn hefur aldrei nokkurntíma verið nýttur til fulls í kynferðisbrotamálum. Tvisvar hefur það gerst að helmingur hans væri nýttur og þar var ekki bara um kynferðisbrot að ræða heldur langvarandi kúgun og alvarlegar líkamsárásir.

%d bloggurum líkar þetta: