Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, hefur verið dugleg að lýsa óánægju sinni með að konur þurfi að lúta sömu lögum og karlar hvað varðar sönnunarfærslu í sakamálum. Nú síðast í grein á vefnum knús.is.
Inntak greinarinnar er nokkuð svipað og afar umdeild ummæli Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta sem féllu fyrir nokkrum mánuðum síðan. Meðal annars er látið að því liggja að fyrst fjöldi dóma fyrir nauðganir er lægri en t.d. komur á neyðarmóttöku v. nauðgana, þá hljóti kerfið að líta svo á að stór hluti kvenna sé að ljúga til um hin meintu brot – að því er virðist, burt séð frá því hvort þær kæra eða ekki.
Ég hef fylgst grannt með þessari umræðu og þá sérstaklega viðbrögðum forréttindafemínsta við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið. Margir túlkuðu orð Guðrúnar á þann veg að hún væri að krefjast þess að sönnunarbyrði yrði snúið við í nauðgunarmálum og að þar með mælti hún gegn grundvallarmannréttindum. Mér þótti einkar áhugavert að sjá að þeir femínistar sem voru þessu til andsvars, virtust langfæstir tilbúnir til að hafna hugmyndum um öfuga sönnunarbyrði fyrirvaralaust. Flestir tönnluðust einfaldlega á því að orð Guðrúnar þýddu bara eitthvað allt annað eða að enginn málsmetandi femínisti hefði nokkurntíman sett fram kröfu um að sönnunarbyrði yrði snúið við (ellegar ekki látið standa sig að því).
Mér fannst þetta enn áhugaverðara þegar ég leiddi hugann að því að Stígamótum var á hverjum tíma í lófa lagið að senda frá sér yfirlýsingu þar sem áréttað væri að meining Guðrúnar væri alls ekki sú að snúa ætti við sönnunarbyrði í nauðgunarmálum og svipta þannig karlmenn grundvallarmannréttindum. Aðgangur Stígamóta að fjölmiðlum er greiður og ef þetta er ekkert annað en leiður misskilningur þá hefði maður haldið að samtökin vildu strax leiðrétta hann til að forða ímyndarlegum skaða enda hafa sjálfsagt fæstir Íslendingar þol fyrir baráttu gegn mannréttindum.
Mér fannst þessi þögn ærandi og fyrir um þremur vikum sendi ég því eftirfarandi áskorun til Stígamóta:
„Sæl og blessuð Guðrún,
Eins og þú hefur líklega ekki farið varhluta af þá hváðu margir við þegar ummæli þín um að hugmyndafræðin saklaus uns sekt sannast væri ófullnægjandi í nauðgunarmálum. Það hefur svosem ekki komið mér á óvart að margir femínistar hafa tekið upp hanskan fyrir þig og Stígamót í kjölfar þessara ummæla en hitt er ekki síður athyglivert að ég hef bara ekki séð marga femínista taka eindregna afstöðu gegn afnámi þeirra mannréttinda að ásakaður maður skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð. Miklu fremur hef ég séð femínista hafna því að þetta hafi nokkurntíman komið fram og þegar viðkomandi femínistum er bent á dæmi um það þá er þeim dæmum hafnað á grundvelli þess að manneskjan sem lét ummælin falla sé ekki rétt tegund af femínista eða þá að túlkunin byggi á misskilningi.Ekki er útilokað að túlkun mín og annara gagnrýnenda sé á misskilningi byggð en þá get ég líka sagt að ég saknaði þess að sjá yfirlýsingu frá Stígamótum þar um. Því datt mér í hug að skora á þig fyrir hönd Stígamóta að lýsa eindreginni andstöðu við alla tilburði við að afnema gildandi mannréttindi og snúa við sönnunarbyrði með því að láta á ásakaðan mann sem sekan áður en sekt sannast. Þetta ætti að vera hægt um vik og koma ykkur til góða enda óþarfi að Stígamót sitji undir ásökunum um eitthvað sem er á misskilningi byggt og síst vil ég hafa Stígamót fyrir rangri sök.
Ég tek mér því það bessaleyfi að leggja til eftirfarandi yfirlýsingu sem ég mun fúslega birta á bloggi mínu um leið og þú hefur samþykkt það og þið gætuð sent á þá fjölmiðla sem þið kjósið:
„Í tilefni af ummælum mínum er kynnt voru á vegg fésbókargrúppu Femínstafélags Íslands hinn 6. desember 2011 vil ég taka eftirfarandi fram: Aðstandendur Stígamóta þvertaka fyrir að hér hafi meiningin verið að mæla fyrir því að einstök mannréttindi yrðu tekin af karlmönnum eða öðrum. Það er alls ekki skoðun okkar að líta beri á ásakaða menn sem seka og munu samtökin aldrei leggja til slíka breytingu á réttarkerfinu né heldur með öðrum hætti stuðla að því að hér á landi verði tekin upp öfug sönnuarbyrði í sakamálum.
Samtökin harma þann misskilning sem þessi ummæli hafa valdið og biðjast velvirðingar á óskýrri framsetningu.
f.h. Stígamóta,
Guðrún Jónsdóttir“
Mér finnst þetta ná vel utanum þá gagnrýni sem Stígamót hafa fengið á sig í kjölfar ummælana og vel til þess fallið að leiðrétta misskilning sé hann fyrir hendi. Þú getur að sjálfsögðu gert breytingu á orðalagi ef þér finnst þörf á því en ég held að það sé mikilvægt að yfirlýsingin sé eindregin, skýr og stutt, til að taka af allan vafa. Kannski einna helst að það mætti reifa hina raunverulegu meiningu.
Heyri frá þér!
Bestu kveðjur,
Sigurður Jónsson“
Ég hef ekki fengið svar við þessu erindi né heldur hef ég séð að Stígamót hafi talið ástæðu til að senda frá sér tilkynningu á þessum nótum og leiðrétta þannig hinn meinta misskilning.
Það segir mér aðeins eitt.
SJ
15.5.2012 kl. 20:48
Ég hef margsinnis reynt að fá feminista til að svara því hvernig þau vilji koma lögum yfir fleiri menn án þess að draga úr sönnunarkröfum. Ef ég á annað borð fæ svar, sem er sjaldnast, þá eru þau í þá veru að það eigi að meta andlega áverka (sem þegar er gert og hefur verið gert lengi) og að það eigi að gefa orðnum brotaþola meira vægi. Þetta merkir auðvitað ekkert annað en að þau vilji draga úr sönnunarkröfum, sem hefur í för með sér að sönnunarbyrðin færist yfir á sakborning. Þegar ég hef bent á ótal dæmi um að saklausir menn hafi verið dæmdir og þeim refsað, ekki bara í Bandaríkjunum heldur á Norðurlöndunum, þá er því bara ekkert svarað.
20.5.2012 kl. 1:49
Við verðum að stöðva þessa feminista. Þeir munu vona og treysta á að ofga feminista ríkisstjórnin sem nú er við völd muni fá annað kjörtímabil. Ef svo verður fá þeir breytingarnar á sönnunarbyrgðinni í gegn, ásamt líklega netlöggu og fangelsisrefsingum fyrir skoðun karla á klámi á friðhelgu heimili sínu.
Stefna norrænna feminista er miklu alvarlegri og róttækari en almenningur áttar sig á.
Þetta er háþróuð pólitík og industry sem full ástæða er til gagnrýna og hefta. Þeir starfa gjarnan í skjóli almennra slagorða sinna eins og “ feministi er manneskja sem veit að jafnrétti er ekki náð og vill gera eitthvað í því “ þeir predika boðskapinn sem er fínn, almennur og góður, en framkvæmdin er alsherjar rotering á samfélaginu þar sem reynt verður að brjóta gegn réttarríkinu, mannréttindum karla og eðlislegri óskaðlegri hegðun þeirra. Þetta er verið að gera með lagasetningum sem í orði er beint að báðum kynjum en í framkvæmd og eðli sínu beinast að karlkyni. Þetta veldur því að beitt verður refsingum, nafnbirtingum og fangelsunum á hegðun karla sem í réttarríki flokkast sem mannlegur breyskleiki. Markmiðin eru heilög í þeirra huga.
Íslenskir feministar hafa oft talað opinberlega um að breyta þurfi hugsun karla, þe ÞEIR FEMINISTARNIR ætla að breyta hugsun karla. Hversu sick er þetta. Hver vill láta þrýstihóp eða pólitíkan aðgerðarsinnahóp nú eða bara stjórnmálaflokk breyta hugsun sinni með valdi? Þetta eitt og sér finnst mér gróft brot á mínum mannréttinindum.
Ef heldur fram sem horfir mun á Íslandi myndast nýr jaðarhópur sem sætir ofsóknum, nafnbirtingum og fangelsunum fyrir það eitt að neyta að yfirgefa feðraveldið. Enda hefur margoft komið fram í málflutningi feminista um allan heim að markmiðið sé útrýming feðraveldisins og aðferðirnar við það eru okkur nú þegar ljós, þe framkvæmdin í verki hefur litið dagsins ljós. Okkur ber skylda til aðgerða, og ég hef nú þegar ákveðið að við næstu alþingiskosningar verði feminisminn stóra málið hjá mér og mun ég því athuga feminiska stöðu þeirra frambjóðenda og flokka sem til greina koma og hafna þeim flokki/frambjóðendum sem eru feminiskir. Vandamálið er líka það að feminisminn í frambjóðendum felur sig þegar kosningar eru í nánd en með skoðun má hafa uppi á þeim.
20.5.2012 kl. 1:56
„sönnunarbyrði“ skiptir svo sem engu máli.