Grínararnir á Pressunni

15.5.2012

Blogg

Ég hef þá trú að undirliggjandi neikvæð viðhorf til karla valdi því að í samfélaginu þrífist ýmiskonar lögfest mismunun gegn þeim. Jafnvel fólk sem Ríki og Sveitarfélög hafa ráðið til þess að vinna að jafnréttismálum virðist ekki sjá neitt athugavert við það að mismuna körlum og sýna þeim megna lítilsvirðingu í hvívetna.

Ég hefði undir öllum venjulegum kringumstæðum fagnað allri umræðu um eitthvað af þessu lögfesta misrétti sem karlar búa við. Frétt Pressunnar um bága stöðu umgengnisforeldra er dæmi um mjög þarfa umræðu að mínu mati en þeir birtu nú í morgun frétt undir fyrirsögninni: „8.000 feður voru skráðir einhleypir: Greiða meðlög – ekkert tillit til umgengni og njóta í engu bótakerfisins“.

Það var hinsvegar eitthvað sem sló á ánægjutilfinninguna þegar ég opnaði fréttina. Get ekki alveg sett fingurinn á hvað það var en eitthvað var það, einhver tónn kannski?

SJ

, ,

3 athugasemdir á “Grínararnir á Pressunni”

  1. Sigurður Jónsson Says:

    Svo virðist sem fréttin hafi nú verið tekin út af Pressunni.

  2. wa Says:

    Sá þetta og ætlaði að senda þér. Þetta er illa ömurlegt en maður er samt ekki hissa. Svona „fréttamennska“ þykir bara allt í lagi hjá sumu fólki.

%d bloggurum líkar þetta: