Vill skerða rétt gerenda til að nauðga

20.5.2012

Blogg

Anna Bentína Hermansen hefur verið liðtæk í kynjaumræðunni. Ég hef lesið þónokkuð af skrifum hennar, bæði greinum og athugasemdum en af þeim sést að þar fer femínisti sem er sannfærð um að skoðanir sínar séu þekking og þar af leiðandi „réttar“.

Þrátt fyrir kynjafræðimenntun sína, eða kannski öllu heldur vegna kynjafræðimenntunar sinnar hefur henni tekist að telja sér trú um að hér á landi hafi menn rétt til að nauðga konum. Þetta er skjáskot af ummælum Önnu sem birtust undir grein hennar; „Líf kvenna – Lög karla„:

Flest vitum við auðvitað að það er ólöglegt að nauðga og þ.a.l. hefur enginn rétt til þess að nauðga. Fyrir mér eru tvær áhugaverðar hliðar á þessari túlkun Önnu. Annarsvegar er það skemmtilega hliðin, þ.e. að sjá hvað hægt er að enda í miklum ógöngum, fylgi maður femínískri hugmyndafræði út í æsar.

Hitt er sú ógeðfellda fyrirlitning sem í því felst að trúa að karlmenn hafi í bandalagi mótað hér heilt réttarkerfi með það fyrir augum að gera sjálfum sér auðvelt fyrir að nauðga konum. Samkvæmt femínískri hugmyndafræði er það ekki endilega óeðlileg hegðun þegar karlmenn nauðga og hafa femínistar jafnvel látið hafa eftir sér að það liggi í eðli venjulegra karlmanna að nauðga konum enda sé kynferðisofbeldi aðferð sem karlmenn noti meðvitað til að halda konum niðri.

Er nema von að málflutningur forréttindafemínista falli stundum í grýttan jarðveg?

SJ

, ,

5 athugasemdir á “Vill skerða rétt gerenda til að nauðga”

 1. Sigurjón Says:

  Sæll Sigurður.
  Í framhaldi af vangaveltum um það innlegg Önnu að karlmaður = nauðgari þá væri ekki úr vegi að lesa stórkostlega upplýsandi MA ritgerð í mannfræði „Af hverju nauðga karlar“, þar sem rannsóknarspurningunni var svarað með eftirfarandi:

  „Svarið við rannsóknarspurningunni getur því falist í orðum Diane E. H.
  Russell (1984). Hún segir að fyrir marga karla séu árásargirni og kynlíf nátengd
  fyrirbæri. Því hugsa margir ómeðvitað: Það að vera árásargjarn er karlmannlegt, það
  að vera kynferðislega árásargjarn er karlmannlegt, nauðgun er kynferðislega
  árásargjörn, þar af leiðandi er nauðgun karlmannleg.“

  Nauðgun er karlmannleg. Já, skemmtilegt, ekki satt?

  Höfundur þessarar vitsmunarperlu fór svo í víking ásamt fleirum þekktum femínistum og skrifaði „Kynjungabók“ sem til stendur að kenna í skólum landsins.

  Ætli ungum drengjum verði þar innrætt að þeir séu illir og vondir vegna menningar kynbræðra sinna (og þar með sinnar eigin)? Eða ætli ungum stúlkum verði þar kennt að þær verði alltaf fórnarlömb hinna illu drengja?

  Þess má geta að á bls. 54 í þessari ritgerð er undirkafli sem heitir „Karllægni laga“ og fjallar töluvert kynferðisbrotalögin á svipuðum nótum og Anna hefur gert undanfarið. Að karlar, sem menningarhópur, hafi komið því þannig fyrir að það sé auðveldara að nauðga.
  Stórkostleg lesning, þessi ritgerð. Og Anna virðist, því miður, einhvern vegin vera á sama máli.
  Því miður finnst þessi ritgerð ekki lengur í sínu upprunalega formi, í heild sinni, á internetinu en ég á þó eitt eintak af henni.

  • Gunnar K. Says:

   Þetta er þekkt leið til þess stjórna fólki, s.s. í trúarbrögðum, það eru allir syndugir og fólk verður hlusta á og hlýða innvígðum „sérfræðingum“ til þess að allt fari ekki til andskotans. Það er reyndar svolítið athugavert hversu mikið er líkt með f.feminisma og trúarbrögðum.

  • Sigurður Jónsson Says:

   Þetta er stórfróðlegt Sigurjón. Mætti ég biðja þig um afrit?

   Svona efni á klárlega að draga fram í sviðsljósið, einkum þegar höfundur skýrslunnar er að gefa út efni um „jafnréttisfræðslu“ fyrir börn.

   Ég mun gera þessu góð skil hér ef þú vilt deila þessu.

 2. Gunnar K. Says:

  Mikið þætti mér nú gaman að fá að heyra hvernig fólk ætlar að fjölga sektardómum án þess að slaka á sönnunarbyrgði. Ég held að við getum öll verið sammála um það að nauðgun er hræðilegur glæpur, og ég held líka að við séu öll tilbúin að heyra hugmyndir um hvað sé hægt að gera til að fyrirbyggja nauðganir, og í versta falli hvað sé hægt að gera til að auka líkur á að nauðgarar þurfi að taka út réttláta refsingu fyrir afbrot sitt. Það fer hinsvegar lítið fyrir því hvað sé til ráða, annað en minnkuð sönunarbyrgði. Ég bíð spenntur eftir að fá að heyra hreinnt út hvað það er sem Anna B. H. og aðrir sem hafa verið að reyna að vekja athyggli á þessum málaflokki, vilja að gert sé í málunum. Hins vegar sá ég í ummælum við pistilinn sem vitnað var í, athugasemd frá Önnu, þar sem hún skrifaði undir sem þolandi…..Það vissulega útskýrir fyrir mér hvers vegna henni er svona annt um að eitthvað sé gert í þessum málum, það breytir því hinsvegar ekki að það er ekki nóg að gera bara eitthvað, og þess vegna vil ég fá að heyra hvað það er sem hún vill að sé gert.

 3. Matte Matik Says:

  Sorry, this is off topic, but I couldn’t find your email. I’ve found an e-book, just published, that I’m convinced that you’re very interested in reading. It’s related to the Assange-case but it gives a thorough explanation of swedish feminism – and it’s in english:
  http://mattematiksblogg.blogspot.se/2012/06/foreigners-guide-to-swedish-feminism.html

%d bloggurum líkar þetta: