Sarpur | Myndbönd RSS feed for this archive

Ekki vera þessi stelpa

21.9.2013

6 athugasemdir

Flest þekkjum við einhver hinna fjölmörgu vitundarvakningarátaka sem femínistar standa fyrir í þágu fórnarlamba kynferðisofbeldis. Eða öllu heldur í þágu kvenkyns fórnarlamba karlkyns gerenda. Druslugangan, Nei verkefnið, Take back the night, Walk a mile in her shoes og hinir ýmsu alþjóðlegu baráttudagar kvenna sem snúa að þessu ýmist beint eða óbeint eru dæmi um þetta. […]

Continue reading...

Fyrirlestur: Karen Straughan á flokksþingi bandaríska Frjálshyggjuflokksins

8.9.2013

Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur: Karen Straughan á flokksþingi bandaríska Frjálshyggjuflokksins

Hin kanadíska Karen Straughan hefur um árabil verið ötul baráttukona gegn forréttindafemínisma. Hún hefur haldið úti YouTube rásinni Girl Writes What frá árinu 2010 þar sem hún birtir vidoeblogga auk þess að skrifa greinar og stjórna útvarpsþáttum um jafnréttis- og karlréttindamál. Hér heldur hún u.þ.b. klukkustundar langan fyrirlestur, og svarar spurningum úr sal, á flokksþingi […]

Continue reading...

Kynjavídd afstæðiskenningarinnar!

10.4.2013

2 athugasemdir

Ég viðurkenni fúslega að stundum þarf ég að hafa mig allan við til að vera málefnalegur þegar ég tala um sumar kenningar kvennafræðinnar. Mér finnst hugmyndin um þörfina á að vera málefnalegur líka stórlega ofmetin. Sá siður hefur gert það að verkum að okkur gengur ekki eins vel og ella að drepa afleitar hugmyndir í […]

Continue reading...

Fyrirlestur: Dr. Janice Fiamengo: What’s Wrong With Women’s Studies?

23.3.2013

Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur: Dr. Janice Fiamengo: What’s Wrong With Women’s Studies?

Hér ræðir Dr. Janice Fiamengo, prófessor við Háskólann í Ottawa, kvennafræði sem hún vill meina að standi höllum fæti hvað varðar fræðilegt gildi og inntak. Hún gagnrýnir kvennafræðiprófessora fyrir kreddufestu og það að innræta nemendum sínum þvælu ásamt því að umgangast tölfræði með verulega óábyrgum hætti. Það er Canadian Association for Equality (CAFE) sem stendur að fyrirlestrinum sem […]

Continue reading...

Mike Buchanan og Laura Bates ræða kynjakvóta o.fl. á BBC 2

16.3.2013

3 athugasemdir

Það eru góðir hlutir að gerast í Bretlandi fyrir okkur karlmenn. Nýlega tilkynnti Mike Buchanan um framboð karlréttindaflokksins Justice for Men and Boys til þingkosninga þar í landi sem fram munu fara árið 2015. Þetta eru mjög merkilegar fréttir fyrir karla og drengi þar sem þetta er fyrsta karlréttindaframboðið sem mér er kunnugt um að […]

Continue reading...

Fyrirlestur: James P. Sterba & Carrie L. Lukas: Does feminism discriminate against men?

2.3.2013

Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur: James P. Sterba & Carrie L. Lukas: Does feminism discriminate against men?

Það er bókin Does Feminism Discriminate Against Men? sem leggur upp sviðið fyrir þessa rökræðu milli annarsvegar James P. Sterba, Prófessors í Heimspeki og hinsvegar Carrie L. Lukas frá Independent Women’s Forum. Sterba er annar höfunda bókarinnar en Lukas hleypur hér í skarðið fyrir hinn höfundinn, Dr. Warren Farrell sem átti því miður ekki heimangengt. […]

Continue reading...

Fyrirlestur: Dr. Christina Hoff Sommers um falsaða ofbeldistölfræði forréttindafemínista

16.2.2013

Ein athugasemd

Christina Hoff Sommers tekur hér smá skrens á femínískri tölfræði varðandi heimilisofbeldi/kynbundið ofbeldi. Ekki er vanþörf á en eins og flestir vita þá eiga forréttindafemínistar oft í stökustu erfiðleikum með að halda aftur af harmaklæmelsi sínu þegar þær leggjast í „rannsóknir“ á því sem þær kalla kynbundið ofbeldi. Nokkur þekkt dæmi eru hér til umfjöllunar. […]

Continue reading...

Fyrirlestur: Dr. Warren Farrell: Why Men Earn More

9.2.2013

4 athugasemdir

Af hverju þéna konur minna að meðaltali en karlar að meðaltali? Þetta er spurningin sem Warren Farrell tekur að sér að svara í þessum fyrirlestri sem byggir á rannsóknum hans fyrir bókina Why Men Earn More sem út kom árið 2005. Warren hefur einstakt lag á að koma efni frá sér á einfaldan, líflegan og […]

Continue reading...

Upptaka af Nicole Ryan að semja við ætlaðan leigumorðingja um að myrða mann hennar

8.2.2013

Slökkt á athugasemdum við Upptaka af Nicole Ryan að semja við ætlaðan leigumorðingja um að myrða mann hennar

Nú hefur lögreglan í Kanada sent frá sér myndbandsupptökur af því þegar Nicole Ryan samdi við mann, sem hún taldi vera leigumorðingja, um að myrða eiginmann hennar, Michael Ryan. Ég skrifaði grein um málið fyrir nokkrum dögum þegar Hæstiréttur Kanada felldi málið niður og hún gekk frjáls ferða sinna og án allra eftirmála. M.ö.o; hún […]

Continue reading...

Breski heimildaþátturinn Counterblast með Erin Pizzey

3.2.2013

Slökkt á athugasemdum við Breski heimildaþátturinn Counterblast með Erin Pizzey

Í þessum þætti Counterblast frá 1999, skyggnumst við inn í líf og störf kjarnakonunnar Erin Pizzey. Erin afrekaði það að stofna eitt fyrsta kvennaathvarf í heiminum; Chiswick Women’s Aid í Bretlandi árið 1971 eða um svipað leyti og kvennabyltingin var að brjótast út. Erin féll fljótlega í ónáð femínista. Annarsvegar fyrir það að eiga erfitt með […]

Continue reading...